Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 3
-----------------------------------------------------------------------N Ritstjómargrein Á haustdögum er gott að líta yfir liðið sumar og taka áttir fyrir haust og vetur. Sumarið var gott, að minnsta kosti veðurfarslega, og flestir eiga að hafa fyllt á tankinn svo að dugi yfir veturinn. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar hefur í tvígang verið aðili að dómsmálum að undanförnu. Um fyrra málið, svo kallað óbyggðamál, er fjallað á öðrum stað hér í blaðinu en þar tapaðist eins og kunnugt er eignarréttur sveitar- félagsins til meiri hluta afréttararins. Seinna málið snerist um rétt fólks til að skrá sig til lögheimilis í húsi sem byggt var sem frístundahús og á svæði sem var skipulagt sem slíkt. Niðurstaða héraðsdóms var sú að ekki væm til lög sem bönnuðu fólki að skrá lögheimili sitt í húsum, sem væru fullbúin til heilsárs búsetu, og skipti þá engu um skipulags- reglur. Hafði áður verið nokkuð um mál þetta fjallað í dagblöðum þar eð bömum frá þessu heimili var ekki heimiluð skólavist í sveitarfélaginu. Ef þessi dómur verður staðfestur breytir það nokkm um uppbyggingu sveitarfélagsins, því búast má við að fleiri fylgi eftir og setjist að í sumarhúsahverfum, sem eru all nokkur hér í sveit. Ef af þessu verður þarf sennilega að auka þjónustu við þessa íbúa, en á móti kæmu væntanlega einhverjar tekjur. Má af þessu sjá að heldur hefur hallað á okkur í dómsölum að undanförnu, en hverjar afleiðingar það kemur til með að hafa er heldur óljósara. Fleira hefur gengið íbúum hér í mót, og er það riðuskömm sem kom upp hér enn eina ferðina. Er allt útlit fyrir mikinn niðurskurð og jafnvel fjárleysi um tíma. Sýnist það skárri kostur en að fá riðusmit upp öðm hverju. Hefur niðurskurður áður reynst vel gegn sauðfjársjúkdómum og ekki ástæða til að ætla annað en svo geti reynst gegn riðu þótt margt sé á huldu varðandi þetta smit. Komnar eru fram tillögur um frekari sameiningu sveitarfélaga og hefur nefnd á vegum félagsmálaráðherra lagt til að sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu sameinist. Er sá kostur næsta augljós og að þessu hefur dregið smám saman síðastliðin ár. Stærra sveitarfélag er betur í stakk búið til að sinna þeim skyldum sem því ber, og auk þess er líklegt að stjórnsýsla batni til hagsbóta fyrir íbúa. Til að enn betur gangi er þó nauðsynlegt að bæta samgöngur innan svæðisins. Brú á Hvítá við Bræðratungu er því forgangsmál. Það er hins vegar álitamál hvort svo kallaður Gjábakka- vegur verður nokkuð annað en sumarvegur fyrir erlenda ferðamenn, sem lítið skilja eftir til varanlegrar uppbyggingar á svæðinu. Miðað við þann fjölda ferðamanna, sem hér kemur, og alla þá sumarhúsabyggð sem er í Bláskógabyggð, virðist hinn almenni íbúi í sveitarfélaginu fá lítið fyrir sinn snúð nema aukið álag á þá þjónustuaðila sem eiga að sinna svæðinu, svo sem lögreglu og heilsugæslu. Þannig er ekki allt eins og best verður á kosið, en sagt er að ekki séu til vandamál heldur aðeins tækifæri til að bæta ástandið. Látum það vera lokaorðin. P.S. V________________________________________________________________________J 486 8782 893 5391 486 8745 Sumarhúsasmíði og Höfum minigröfu með brotfleyg og skotbómulyftara með körfu Þorsteinn Þórarinsson húsasmídameistari Litli Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.