Litli Bergþór - 01.12.2004, Síða 4

Litli Bergþór - 01.12.2004, Síða 4
Formannspistill Nú á þessum haustdögum hefur verið óvenjulegt ástand í íslensku samfélagi og einnig í okkar samfélagi sem meðal annars lítur að velferð og skólagöngu barna og unglinga. f upphafi skólaársins bættust við nemendur úr Grímsnesi sem hófu skólagöngu í Reykholtsskóla. Vona ég að þeim eigi eftir að vegna vel í skólanum og að börnunum gangi vel að aðlagast hvert að öðru. Gallinn er hins vegar sá að skólahald hefur alls ekki verið með eðlilegum hætti, reyndar verið verkfall í heilar 7 vikur. Ég ætla ekki að fara að leggja nokkurn dóm á þessa deilu, næg hefur umfjöllunin um hana verið í fjölmiðlum. Mér sem foreldri er einungis efst í huga réttur barnanna til skólagöngu og söknuð þeirra til þess að vera í skólanum við nám með kennara sínum og félögum. Vonandi er að lausn finnist á þessari kjaradeilu sem allra gog til lengri tíma litið svo ekki þurfi að koma til þess að r r börnm verði af kennslu a komandi árum og að full sátt st um mat og virðingu kennarastarfsins. Áður en ég hverf frá skóla og fræðslu málum get ég ekki orða bundist yfir óbil- gjarnri umræðu sem meðferðarheimilið á Torfastöðum hefur mátt þola nú á síðustu mánuðum. Mér finnst með ólíkindum hvernig reynt hefur verið að rífa niður störf hjónanna sem til fjölda ára hafa lagt sig fram við að beina unglingum inn á farsælar brautir með góðum árangri og þannig átt mikinn þátt í því að gera þessa ungl- inga að fullgildum þegnum þessa lands. Þeim sem fjalla með þessum hætti um störf fólks er ef til vill hollt að hugsa til þess að auðveldara er að rífa niður en að byggja upp og á það örugglega við um margt sem lýtur að uppeldi og þroska bama. Nú í haust átti ég þess kost að fara í ferð inn á afrétt til landbótastarfa ásamt Grími Þór og Guðmundi á Iðu, stjómarmanni Landgræðslufélagsins. Unnum við þar heilann dag með dráttarvélum og tækjum við að tæta niður heyrúllur í börð á allstórri gróðurtorfu innan við Sandá vestan vegar.Veðrið var bjart og fallegt og áttum við því góðan dag við þessi störf. Undanfarin ár hafa böm úr skólanum farið til landgræðslustarfa inn á afrétt og þannig komist í beina snertingu við landgræðslu og vemdun gróðurþekjunnar sem á veðrasömum dögum á í vök að verjast eins og til dæmis nú í október síðastliðnum þegar við sáum jarðveginn lita loftið þannig ——ffr að brúnleitt mistur sást /annars ekkert að frétta víða.Vonandi eiga bömin þess kost í framtíðinni að leggja þessu málefni lið og þannig öðlast skilning og virðingu fyrir náttúm landsins Guttormur Bjarnason, formaður Umf. Bisk af Ungmennafélaginu ? Heimasímar: Loftur: 486 8812 8531289 VÉLAVERKSTÆpL ^j/DAR^ Heimasímar: Guðmundur: 486 8817 Helgi: 482 3182 IÐU • BISKUPSTUNCUM SlMI 486-8840 • FAX 486-8778 KT. 580102-3010 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir - Smurþjónusta Olíusíur í bíla og dráttarvélar Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.