Litli Bergþór - 01.12.2004, Side 13
Fréttir frá
Björgunarsveit Biskupstungna
Á aðalfundi í vor urðu þær breytingar á stjórn að Snorri
Geir Guðjónsson gaf ekki kost á sér áfram sem formaður. I
hans stað var Helgi Guðmundsson kosinn. Aðrir í stjóm em
Þórarinn Þorfinsson gjaldkeri, Þuríður Ágústa Sigurðar-
dóttir ritari, Kristinn Páll Pálson varaformaður, Guðjón
Rúnar Guðjónsson meðstjórnandi.
Bílaeign félagsins er Toyota Landcmsier L90 árgerð
1999, útbúinn á 38” dekkjum, tilbúinn til alls m.a. til
sjúkraflutnings. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga þess
efnis að nú á 5 ára afmæli bflsins, þegar við hefðum leyfi
til að fjárfesta í nýjum, fengjum niðurfellingar af aðflutn-
ingsgjöldum, skyldi félagið fá sér bíl útbúinn á 44”
dekkjum. Var stjóm falið að ganga í málið. Skipuð var
nefnd, sem hefur starfað síðan. Eftir nákvæma skoðun er
það tillaga bflanefndarinnar að gengið verði til samninga
um kaup á Nissan Patrol, sem breytt verði af Fjallasporti í
fullkominn björgunarsveitarbfl, með öllum útbúnaði.
Kaupverð með verði á breytingapakkanum er kr. 4,9
milljónir til okkar kominn. En að auki kemur kostnaður við
ný fjarskiptatæki, annan búnað og vinnu við að koma því
fyrir. Heildar kostnaður er áætlaður kr. 5,3 — 5,5.miljónir.
Von okkar er að bfllinn verði tilbúinn í byrjun næsta árs.
Það skal tekið fram Landcruserinn sem er árgerð 1999,
ekinn 37.000 km verður frá sama tíma til sölu og verður
seldur hæstbjóðanda. Félagið á að auki 2 vélsleða,
sleðakerru og önnur tól og tæki.
Okkar aðal fjáröflun er söfnun drykkjarambúða, og
emm við með söfnunarkassa á 8 stöðum alls 9 kassa. Þessi
umsetning vex stöðugt með hverju árinu. Um sumarið er
farið vikulega að tæma kassana. Aðrar fjáraflanir á árinu
eru að tekinn var upp 5 km af svokallaðri þjóðargjöf, sem
var girðing sem girt var úr Meyjarsæti við Þingvelli í
Hagavatn. Einnig rifum við gróðurhús á S-Reykjum fyrir
Stað ehf.
Lífið er ekki bara að afla og eyða. Félagið gekkst fyrir
því að sett væra aðvömnarskilti ásamt bjarghringjum við
Hvítárbrú hjá Iðu. Félagið gaf með stuðningi Fossraf ehf. á
Selfossi reykskynjarakerfi í Gíslaskála.
í maí gerðum við okkur dagamun og höfðum grillhátíð
við höfuðstöðvamar í Reykholti.
Nokkur útköll og leitir hafa verið á árinu að týndu fólki
og ekki týndu fólki sem frægt er. Allnokkuð er um að við
eram fengin til aðstoðar við fasta bfla og þá aðallega á
Kjalvegi. Farið var á sleðunum inn í Úthlíðarhraun síðasta
vetur að gá til kinda. Bak við hverja leit, hvert útkall og
hverja aðstoð liggur mikil vinna. Menn fara frá sínum fjöl-
skyldum, fara úr vinnu og raunverulega fóma öllu fyrir
björgunarsveitarstarfið. Þá fórnfýsi á og þarf að meta mik-
ils.
Á umliðnum ámm hefur samstarf við nágranna-
Reykskynjarar settir upp í Gíslaskála.
björgunarsveitir, Ingunni á Laugarvatni og Tintron í
Grímsnesi, verið nokkuð. Þetta árið verður það með þeim
hætti að mánaðarlega verður eitthvað sameiginlegt, fyrir-
lestrar, námskeið, svo dæmi séu tekin, og þann 27. nóvem-
ber var svo sameiginleg árshátíð haldin í félagsheimilinu á
Borg í Grímsnesi.
I samvinnu við þá í Tintroni og Ingunni verður 10.
bekkingum gefinn áttaviti og áttavitanámskeið ásamt dvöl
inni í Fremstaveri.
Starfsemi björgunarsveitarinnar er meiri að vetrinum en
sumrinu. Nú í vetur verður á hverju mánudagskvöldi eitt-
hvað um að vera. Vinnukvöld, fræðslukvöld eða bara spjall.
Allir em velkomnir, húsið er opnað kl. 20,30.
Þann 9. mars árið 1985 var stofnfundur
Slysavarnarsveitar og Slysavarnadeildar Biskupstungna.
Það er nú ekki langur tími í einu félagi en tími samt.
Ástæða er til þess að fagna þeim tímamótum.
Að lokum þakka ég þann stuðning, sem
Björgunarsveitin hefur fengið frá samborgumnum sem og
öðmm.
Kveðja.
Helgi Guðmundsson, formaður.
Litli Bergþór 13