Litli Bergþór - 01.12.2004, Qupperneq 14

Litli Bergþór - 01.12.2004, Qupperneq 14
Oðurinn til tenórsins - Af Rósahöfn, fleiri stöðum og atburðum merkum í kórferðalagi Skálholtskórsins í ágúst 2003 Páll M. Skúlason. Allt í henni veröld á sinn tínia eins og alkunna er. Þaö sama á augijóslega við um þann ritaða texta sem hér birtist. Jarðvegurinn sem hann spratt upp úr er blanda af ýmsu: • óviðráðanlegri samviskusemi höfundarins, sem lætur hann ekki í friði þegar kórstjórinn beinir þeim ein- dregnu tilmælum, skýrt og skilmerkilega, til kórfélaga að taka eitthvað það með sér í Slóveníuferð sem gæti orðið til að drepa tímann í löngum rútuferðum, • óvenjulega fagmannlegri nálgun höfundarins að hlutverki sínu sem tenór og þess vegna miklu sjálfstrausti fyrir hönd raddarinnar einu, til að fjalla um þau andlegu verðmæti sem verða til við þjálfun hennar og blómgunar- tíma, • takmarkalausri næmni fyrir þeim blæbrigðum sem lita allt líf og starf þeirra sem eru svo heppnir að geta með góðri samvisku kynnt sig fyrir veröldinni sem tenór í kór, í þessu tilviki Skálholtskórnum. styrjaldarátaka í fyrrum Júgóslavíu fyrir einhverjum árum. Það önduðu hinsvegar margir léttar þegar að landamærunum kom og viðkomandi víkingur hafði gefið sig svefninum á vald, enda eins gott því umræddir landamæraverðir bjuggu yfir alvæpni, gljáfægðum skammbyssum í leðurhulstri. Rútubílasaga þessarar ferðar verður að bíða betri tíma. Fyrsti leggur rútuferðanna lá frá flugvellinum skammt fyrir utan Munchen í Þýskalandi, til Rósahafnar í Slóveníu: 6 klukkutíma akstur, í 39 - 40° hita á Celsíus. Farartækið var tveggja hæða, loftkæld fólksflutninga- bifreið með ágætum, þýskum bílstjóra, sem stærði sig af því að kunna íslenska frasa, og það finnst okkur Islendingum svo skemmtilegt. Viðbrögðin við athugasemdum, sem höfundur man ekki lengur, en mátti í öðru samhengi, t.d. ef tenór hefði þá yfir við samlöndu sína, vel túlka sem örgustu kvenfyrir- litningu, voru dillandi hlátur sóprana og alta. „Feita kelling!!“ - hí, hí, hí, hí. - Sópraninn var að fjalla sín á milli um hvað tenórinn væri flottur í Islandsbyggðar- kaflanum í „tír útsæ rísa“, bassinn var að taka í nefið, eða ekki með viðeigandi tæki í sambandi og altinn var að ræða um hvernig hann gæti látið í sér heyra með glæsi- legu altlínunni í „Sicuf ‘ þegar kórstjórinn kom ofangreind- um tilmælum sínum á fram- færi, skýrt og skilmerkilega. Tenórinn var hinsvegar að hlusta á stjórnandann, eins og raddir eiga að gera þegar þær eru í kór. Til að gæta allrar sanngirni þá er verið að tala um hinar raddirnar 3 heilt yfir og það kom reyndar í ljós að það eru til tenórískir tendensar í einum og einum einstaklingi í þeim hópi. - Vettvangur málsins, rútan íslenskir tenórar og aðrir kórfélagar voru vansvefta eftir nálægt sólarhrings vökur, og reyndu með mis- jöfnum árangri að festa svefn, í ramma sem Alpamir stilltu upp fyrir samhengið. Þá ákvað höfundur, vansvefta eins og aðrir, en verandi tenór, ónæmur fyrir slíku álagi, að láta til skarar skríða og styðja dyggilega við tilraunir félaganna við að festa svefn. Hugmyndin var að flytja þeim í gegnum hátalarakerfið, með róandi, afslappaðri tenórröddinni, fyrir- fram skrifaðan texta, sem saminn hafði verið til heiðurs röddinni, sem svo oft hefur kallað fram allt litróf tilfinninga og kennda áheyrenda, ekki síst í þeim kór sem hér um ræðir, og einnig vegna áðumefndra tilmæla kórstjórans, sem höfðu ofangreind áhrif á höfundinn til að skrá hugrenningar sínar. Það varð reyndin, að rútuferðir vom ekki skomar við nögl, og þær út af fyrir sig eru efni í heila bók. Það olli, til dæmis, talsverðum titringi og kvíða meðal saklauss sveitafólks ofan af íslandi þegar nálgaðist fyrstu landamærin og það lá fyrir skýrt og skilmerkilega hjá einum ferða- félaganum að hann ætlaði sko að tala við landamæraverðina með tveim hrútshornum og segja þeim til syndanna vegna Hér kemur óðurinn til tenórsins, eins og hann var fluttur við ofangreindar aðstæður. Þessi óður átti sinn tíma, en tímalaus fegurð raddarinnar, sem fær næturgalann til að heimsækja háls- nef- og eyrnalækni, verður ekki með auðveldum hætti færð í letur, en þess var freistað, og hver, nema innvígður tenór gæti mögulega tekið að sér slíkt hlutverk? Litli Bergþór 14.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.