Litli Bergþór - 01.12.2004, Page 15

Litli Bergþór - 01.12.2004, Page 15
Líf og starf tenórsins Fyrri hluti Ákvað að skella mér í kórinn aftur eftir nokkurt hlé. Hafði heyrt að til stæði að setja kúrsinn á þriðju Evrópuferðina, ekki að það hefði minnstu áhrif á ákvörðunina. Hitaði upp með því að taka aðventuna og jólin og komst að því að silfurtær tenórröddin hafði í engu misst fegurðina og leist því bara vel á framhaldið. Alvaran hófst eftir ármótin og vel leit út með mönnun tenórsins, fimm til að byrja með, stundum fjórir, eða tveir, stundum með lán frá bassanum. Svo hættu tveir og tveir til þrír bættust við og slatti gekk úr skaftinu og slatti bættist við. Sjaldnast nema hluti á æfingu í einu. Bragi var næstum alltaf. Með komu vorfuglanna fór fegursta rödd- in loks að taka á sig þá mynd sem hún er nú komin til út- landa í. Óaðfmnanleg — takmarkalausir hetjutaktar sem fá altinn meira að segja til að snúa sér við. Það gerðist, þrátt fyrir þá afburða stöðu sem tenórinn er í nú, að ákveðnar efasemdir gerðu vart við sig; að sjálfs- traustið tók eilitla dýfu niður á við. Þó það skipti svo sem engu máli nú, er ekki nema sanngjamt að geta þessa, þó ekki sé nema til þess að sýna fram á hvernig ástsælir tenórarnir standa af sér hvaða áföll sem upp á kunna að koma. Ætli það hafi ekki haft eitthvað með fyrirbærið raddbeitingu að gera. Fannst í rauninni ekkert að henni fyrr en kannski í radd- þjálfun í Brattholti. Hvemig getur raddþjálfun átt sér stað í Brattholti? Dívan Diddú — sópran — sýndi tenór og bassa hvernig skyldi beita röddinni. Hljóðið skyldi myndað með ákveðnum hætti á ákveðnum stað — með einhverjum öðmm hætti og á einhverjum öðrum stað en venja hafði skapast um. Áratuga raddbeiting, sem hafði gert sitt gagn svo lengi sem raun bar vitni, var samkvæmt þessu fyrir bí. Þindin skyldi með einhverj- um hætti koma til skjalanna. Hún varð grundvallaratriði í beitingu hinnar tæru tenórraddar — átti erfitt með að tengja hana við hljóðmynd- un hinna óæðri spendýra — það er engin samsvörun við gelt eða baul. Þannig er tenórröddin bara hreint ekki. Það kann að gilda annað um bassann. Gerði þó ítrekaðar tilraunir til að virkja þindina, en það er lfklegast með hana eins og magavöðvana; við langvarandi notkunar- leysi slappast hún — ekki nema von að 15 mínútna radd- þjálfun skili ekki því sem af stað er lagt með. Nokkrir mánuðir í World Class gætu kannski lagfært þetta — ekki 15 mínútur með sópran, nema þá tímabundið, ef ekki þarf að hugsa neitt annað á meðan, en svo einfalt er líf tenórsins bara ekki. Til að gera íðilfögrum tónum sem tónskáld og útsetjarar veraldarinnar hafa skrifað handa þessari fögru rödd, full- nægjandi skil, þarf alvöru tenór að hugsa um fjölmargt á sama tíma. Hér skal hið helsta nefnt. Hugsum okkur eitthvert dæmigert tónverk — já, gerum það. Tenórinn þarf að hafa til reiðu nóturnar og textann, hann þarf einnig að vita hvenær hann á að syngja og hvenær ekki, hvort hann á að sleppa úr orði hér eða þar, hvort hann á syngja í A-dúr eða B-moll, sterkt eða veikt, angurvært, ástúð- lega eða hetjulega, einn eða með hinum röddunum, sína rödd eða laglí- nuna. Bara þetta er nægilegt starf, en ofan á þetta bætist að kórstjórinn gerir stöðuga kröfu um að tenórinn fylgist með því hvernig hann hreyfir hend- umar, fingurna, augun, munninn, já, jafnvel hvemig dansspor hann tekur. Svo á tenórinn líka að brosa, jafnvel í dramatískustu kirkjukantötum! Þá ber þess að geta að tenórinn þarf að forðast af fremsta megni að verða fyrir truflun frá öðrum röddum. Það er sjaldan að bassinn nær að yfirgnæfa neitt, bæði vegna þess að hann er að dóla á tónum sem em jafnvel fyrir neðan tónsvið sem tenórlegt eyra nær að nema (það þarf þá heyrnartæki bassans til) og einnig vegna þess að hann er ekkert mikið fyrir að trana sér fram — þetta var fremur jákvæð athugasemd um bassann. Það má sama segja um bassann og aðrar raddir, nema sópran (en fjöldinn er slíkur að 4-5 stelpur til eða frá breyta litlu), að fjöldinn hefur verið afar óstöðugur og það hefur meira að segja orðið liðhlaup yfir til tenórsins, sem viðkomandi óhjákvæmilega líta á sem skref upp á við. Hvað bassinn, sem eftir er, hugsar við slflcar aðstæður, er erfitt að segja til um; bassinn er ekki mikið fyrir að tjá tilfinningar sínar opinskátt; hann ræðir frekar heyskap- arhorfur eða huldar vættir; hvorttveggja umræðuefni sem kalla ekki mjög á tilfinningalega tjáningu. Og tekur í nefið. Altinn er dálítið óreglulegur þegar um er að ræða truflun, sem hann getur valdið tenórnum. Það fer dálítið eftir mæt- ingu og þá er ekki sama hverja eða hverjar vantar. Að öllu jöfnu má segja að altinn sé millistigið milli bassa og sóprans að þessu leyti. Altinn á stöðugt í innri baráttu um hvað hann Bassinn - Guðni Lvðs. Litli Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.