Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 20
Hreppsnefndarfréttir Ur fundargerðum sveitarstjómar og byggðaráðs Bláskógabyggðar 31. fundur sveitarstjórnar 8. júní 2004, Hótel Valhöll, Þingvallasveit. Mættir vom allir aðalmenn nema Margeir Ingólfsson en fyrir hann Gunnar Þórisson auk Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. A fundinn voru mættir sjö gestir sem voru fulltrúar sumarhúsasvæða við Skálabrekku. Aðalskipulag Þingvallasveitar. Skipulagsráðgjafar „Á milli fjalls og fjöru“, Haraldur Sigurðsson, Pétur H. Jónsson og Oddur Hermannsson, kynntu hugmyndir að stefnumörkun að frístundabyggð og hverfisvernd Þingvalla- sveitar. Fyrstu drög að aðalskipulagstillögu Þingvallasveitar var til umfjöllunar í sveitarstjóm 6. apríl s.l. Fjallað var um stefnumörkun í öllum málaflokkum aðalskipulagsins. Ákveðnar tillögur um stefnu í frístundasvæðum og um hverfisvernd voru ekki afgreiddar þá. Vegna mikilvægi málsins var ákveðið að skipulagsráðgjafar myndu vinna frekari greiningu á landslagsheildum, meta frekar fram- komnar óskir um sumarhúsauppbyggingu, huga að nánari deiliskipulags- og byggingarskilmálum á sumarhúsa- svæðum bæði varðandi nýbyggingu og enduruppbyggingu húsa og móta frekari hugmyndir um hverfisverndarsvæði og ákvæði þar að lútandi. Ákveðið að skipulagsráðgjafar kæmu með ákveðna tillögu að stefnumörkun í sumarhúsa- svæða og hverfisverndar á fund sveitarstjórnar 8. júní 2004. Fundur skipulagsráðgjafa og fulltrúa Þingvallanefndar var haldinn þann 26. maí, þar sem farið var yfir stefnumörkun um þjóðgarðinn 2004 til 2024, til að gæta samræmis við aðalskipulagstillöguna. Þar lögðu fulltrúar Þingvallanefndar til að sumarhúsasvæði innan þjóðgarðs yrðu ekki sýnd á aðalskipulagsuppdrættinum. f greinargerð yrði þó ákvæði um að sumarhúsaeigendum verði heimilt að viðhalda húsum sínum. Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar eru tillögur hennar í ofangreindum málum eftirfarandi: A: Varðandi hverfisverndina er skipulagsráðgjöfum falið að vinna áfram í samræmi við framkomnar hugmyndir á fundinum. B: Varðandi frístundabyggð er samþykkt að skipu- lagsráðgjafar vinni áfram samkvæmt leið B varðandi sumarhúsasvæði í samræmi við framlögð gögn á fundum sveitarstjórnar frá 6. apríl og 8. júní 2004. Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi varðandi áframhal- dandi vinnu við gerð aðalskipulags Þingvallasveitar. Skipulagsráðgjafar munu nú ganga frá gögnum sem send verða til umsagnar hjá opinberum aðilum fyrir lok júnímánaðar. Sveitarstjórn tekur afstöðu til athugasemda opinberra aðila á fundi sínum 7. september, og heimilar kynningu á aðalskipulagsins með eða án breytinga. Stefnt er að því að síðari opni fundurinn um aðalskipu- lagsdrögin verði haldinn laugardaginn 18. september, kl. 14.00 í Valhöll. Kaupsamningur um Garðyrkjubýlið Ásholt, Laugarási. Seljandi er Lánasjóður Landbúnaðurins kt. 491079-0299 og kaupandi Ingvar Öm Karlsson kt. 090666-3209. Sveitarstjórn afsalar sér forkaupsrétti á viðkomandi eign. Samrunaskjal. Sameining 49 ha lands, Víkurmýri við jörðina Gýgjarhól. Samrunaskjalið samþykkt. Reykjavellir. Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag að nýju frístundasvæði. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga og að fylgja eftir auglýsingu á deiliskipulagi sama svæðis skv. 25. gr. skipulagslaga eftir að Skipulags- stofnun hefur mælt með aðalskipulagsbreytingunni. Böðmóðsstaðir, kaupsamningur/afsal. Seljandi er Njáll Guðmundsson kt. 090929-3569 og kaupandi er Hulda Karólína Harðardóttir kt. 170373-4809. Hulda Karólína kaupir tvær spildur 47,5 ha og 6,4 ha í landi Böðmóðsstaða. Sveitarstjórn afsalar sér forkaupsrétti á viðkomandi spildum. 33. fundur byggðaráðs 29. júní 2004. Mættir voru fulltrúar í byggðaráði auk Ragnars S. Ragnarssonar, sem ritaði fundargerð. Osk um leyfi til að flytja hey á Biskupstungnaafrétt vegna sölu til hestamanna. Með bréfi dags. 16. júní 2004 veitir héraðsdýralæknirinn á Suðurlandi leyfi fyrir heysölunni. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 15. júní 2004, varðandi sundlaug og íþróttamiðstöð í Reykholti. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra í samráði við um- sjónarmann íþróttamiðstöðvarinnar verði falið að bæta úr því sem hægt er að bæta úr strax og síðan að koma með tillögur að frekari úrbótum. Hvað varðar lið 2 þá leggur byggðaráð til að gufubaðið verði ekki notað fyrr en tekin hefur verið ákvörðun um framtíð þess. Bréf frá Skúla Sæland varðandi vefsíðu Bláskóga- byggðar. Byggðaráð tekur undir með bréfritara þar sem hann segir að „taka þurfi betur á málefnum síðunnar” en leggur þó ekki til að ráðinn verði starfsmaður til að sjá um vefsíðuna að svo stöddu. Byggðaráð vill efla síðuna með þeim starfsmönnum sem nú þegar eru hjá sveitarfélaginu en gangi það ekki eftir þá verður að leita annara leiða. Sveinn vék af fundi undir þessum tölulið. Bréf, dags. 10. júní 2004, frá Sigurði Jónssyni formanni vinafélags heimilisfólks á Ljósheimum. Byggðaráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun ársins. Kaupsamningur vegna spildu úr landi Helludals. Seljandi Svana Einarsdóttir kt. 311034-7319 og kaupendur Ingólfur Kristjánsson kt.081059-5009 og Guðlaug Þórs- dóttir kt. 200259-5489. Byggðaráð leggur til að fallið verði Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.