Litli Bergþór - 01.12.2004, Page 22

Litli Bergþór - 01.12.2004, Page 22
Þá er lagt til að skipuð verði byggingamefnd til að vinna að málinu og verða hönnuðum og byggingaraðilum til ráðgjafar. Lagt er til að núverandi vinnuhópur skipi bygg- ingarnefnd þ.e. Sveinn A. Sæland formaður, Kjartan Lámsson og Tómas Tryggvason. Til vara Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir og Margeir Ingólfsson. Samþykkt. Riðumál í Biskupstungum. Drífa kynnti að á fundi með bændum sem búsettir eru í miðsveit Biskupstungna og yfirmönnum riðuveikivama hafi komið fram að þrýst verður á bændur í Eystri- Tungunni að skera fé sitt haustið 2005. í framhaldi af umræðu um riðumálin lagði Drífa fram eftirfarandi tillögu.: Sveitarstjóm Bláskógabyggðar samþykkir að beina því til héraðsdýralæknis og dýralæknis riðuveiki að gefa bændum í Eystri-Tungu Biskupstungna, austan Tungufljóts, möguleika á að skera niður fé sitt næsta haust, 2004, vegna riðuveiki sem kom upp í Biskups- tungum síðastliðinn vetur. Tillagan felld með fimm atkvæðum gegn tveim. Bókun Þ-lista: Fyrir liggur að ef samstaða næst um niðurskurð í Biskupstungum austan Tungufljóts þá er ríkið tilbúið til að standa að þeim niðurskurði haustið 2004. í Ijósi þess að á fundi með sauðfjárbændum austan Tungu- fljóts þá náðist sátt um það að á komandi vetri verði staða mála yfirfarin og ef tekin verði ákvörðun urn niðurskurð þá verði skorið niður haustið 2005. Þ-listinn hafnar því fram- kominni tillögu Drífu, þar sem Fjallskilanefnd Biskups- tungna er riðunefnd sveitarfélagsins á þessu svæði þá telur Þ-listinn eðlilegt að slíkri tillögu sé beint til hennar. Þ-listinn leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að byggðaráði sé falið að boða til fundar með Fjallskilanefnd um stöðu riðumála í Biskupstungum. Samþykkt samhljóða. Byggðamerki fyrir Bláskógabyggð. Lögð fram tillaga frá Daníel Mána Jónssyni kt. 190183-3789, sem beðinn var að þróa áfram hugmynd sína að byggðamerki fyrir sveitar- félagið á fundi sveitarstjómar 1. júní 2004. í hugmynd sinni sýnir hann tvö birkilaufblöð á tvískiptu litarformi hvítu og bláu. Hugmyndir sínar byggir hann á nafni sveitarfélagsins en samkvæmt því er nafnið talið stafa af dökkum, blágrænum lit sem stundum slær á birkikjarrið. Kynnt og samþykkt að auglýsa byggðamerkið ásamt lýsingu í Stjórnartíðinum. Einnig verði merkið kynnt á opinberum vettvangi og heimasíðu sveitarfélagsins. 34. fundur byggðaráðs 27. júlí 2004. Mætir vom allir fulltrúar í byggðaráði Fjallskilanefnd Biskupstungna kom til fundar við byggðaráð. Farið var yfir þær aðgerðir og þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í baráttunni við riðuveikina í Biskupstungum auk þess sem næstu skref í málinu voru rædd. Fundarmenn voru sammála um að gera kröfu um að Vegagerðin setji aftur niður þau ristahlið sem tekin hafa verið upp á sauðfjárveikivarnarlínum. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 19. júlí 2004, ásamt skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar (365), Laugarvatn — Þingvellir. Samkvæmt skýrslu VSÓ ráðgjöf um mat á umhverfisáhrifum frá júlí 2004 þá er talið að áhrif hinna mismunandi leiða Gjábakkavegar séu ekki mikil á umhverfið. I skýrslunni kemur jafnframt fram að Vegagerðin leggur til að nýr Gjábakkavegur verði lagður samkvæmt leið 3 og 7 og telur framkvæmdaraðili að þeir framkvæmdakostir sem hafa verið kynntir til athugunar í mati á umhverfisáhrifum komi ekki til með að hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Byggðaráð tekur undir með framkvæmdaraðilum að umhverfisáhrif séu lítil og leggur áherslu á að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Bréf frá Sorpstöð Suðurlands varðandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Byggðaráð leggur til að Sorpstöð Suðurlands verði fengin til að gera áætlun um meðhöndlun úrgangs á sínu starfsvæði. Bréf frá Byggingafélagi námsmanna, dags. 29. júní 2004, þar sem beðið er um fjárhagslega aðstoð vegna taps á leigutekjum. Byggðaráð hafði eins og Byggingafélag námsmanna væntingar um að íbúðirnar færu allar strax í útleigu og vonar að hér sé einungis um tímabundna erfiðleika að ræða þannig að full nýting náist sem fyrst. Bláskógabyggð studdi við byggingu nemendagarðanna en alltaf hefur legið fyrir að sveitarfélagið getur á engan hátt komið að rekstri þeirra og er erindinu því hafnað. Borun eftir köldu vatni við Dalbúð. Byggðaráð leggur til að í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp verði borað eftir köldu vatni við Dalbúð en kostnaður Bláskógabyggðar verður kr. 400.000. Þetta færist sem breyting á fjárhagsáætlun og mun rekstrarafgangur ársins lækka sem því nemur. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 7. júlí 2004, þar sem staðfest er kostnaðarþátttaka Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga í fyrirhuguðum framkvæmdum við leikskóla og grunnskóla í Bláskólabyggð. Samkvæmt bréfinu þá mun þátttaka Jöfnunarsjóðs í leikskólabyggingu geta numið allt að kr. 27.455.934 og í byggingu grunnskóla allt að kr. 12.917.951 samtals allt að kr. 40.373.885 Bréf frá Björgunarsveitinni Ingunni, dags. 15. júlí 2004, þar sem óskað er eftir lóð við Lindarskóg til að reisa björgunarstöð. Byggðaráð leggur til að Ingunni veði út- hlutað lóðinni að Lindarskógi 7 og verði gatnagerðargjöld af lóðinni felld niður. Niðurfelling gatnagerðargjalda er styrkur til bjögunarsveitarinnar en ef hún selur lóðina eða þau mannvirki sem á henni rísa innan 10 ára þá verður að greiða gatnagerðargjöld samkvæmt þeirri gjaldskrá sem þá verður í gildi. Ingunni ber að greiða heimtaugargjöld samkvæmt gjaldskrám. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu á Laugarvatni. Lagt til að svæði við Lindarbraut, sem er skipulagt annarsvegar sem opið svæði til sérstakra nota og hinsvegar undir svæði fyrir opinberar byggingar, verði skipulagt sem íbúðasvæði. Einnig er lagt til að svæði norðan og austan grunnskólans, sem í dag er skipulagt sem opið svæði til sérstakra nota, verði skipulagt fyrir opinberar byggingar. Byggðaráð leggur til að tillagan verði auglýst samkv. 18. gr. skipulags- og byggingalaga. Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.