Litli Bergþór - 01.12.2004, Side 23

Litli Bergþór - 01.12.2004, Side 23
Fundargerðir bygginganefndar grunn- og leikskóla 16. júlí 2004, fræðslunefndar Bláskógabyggðar 10. júní 2004, byggingamefndar uppsveita Ámessýslu dags 29.06. 2004 og 20.07.2004 og em lagðar fram til staðfestingar: 33. fundur sveitarstjórnar 10. ágúst 2004. Mættir voru sveitarstjórnarmenn nema Margrét Balsursdóttir. Framkvæmdaleyfí fyrir Sultartangalínu 3. Albert Guðmundsson fulltrúi Landsvirkjunar mætti á fundinn og kynnti framkvæmdina. Lögð fram umsókn Landsvirkjunar um framkvæmda- leyfi vegna Sultartangalínu 3. Ferli skv.lögum um mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram, nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Biskups- tungnahrepps og breytingar á svæðisskipulagi miðhálendis liggja fyrir. Staðfestingar á breytingu Laugardalshrepps er að vænta innan skamms. í Þingvallasveit liggur ekki fyrir aðalskipulag en unnt er að veita framkvæmdaleyfi á grund- velli svæðisskipulags miðhálendisins. Sveitarstjóm samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins með fyrirvara um staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps og felur skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins að ganga frá útgáfu og gjaldtöku framkvæmdaleyfisins. Framkvæmdaleyfisgjald skal nema þeirri upphæð sem sveitarfélagið verður fyrir vegna úgáfu og undirbúnings leyfisins og eftirlits, þ.m.t. aukakostnaður vegna sveitarstjórnarfunda sem boðað hefur verið til sérstaklega vegna framkvæmdaleyfisins. Heiðarbær, óleyfisframkvæmd. Vegna tafa sem hafa orðið við gerð tillagna skipulags- fulltrúa og Umhverfísstofnunar um lagfæringar vegna jarðrasks við bakka Þingvallavatns við sumarbústað nr. 1 í landi Heiðarbæjar samþykkir sveitarstjóm að framlengja frest til lagfæringa um einn mánuð frá 15. september til 15. október. 34. fundur sveitarstjórnar 7. september 2004. Mættir vom allir sveitarstjórnarmenn og Ragnar Sær Ragnarsson, sem ritaði fundargerð. Fundargerðir byggðaráðs frá 27. júlí og 31. ágúst 2004. Kjartan setur fram eftirfarandi bókun. Ég undrast vinnubrögð sveitarstjórnar á uppgjöri á fjallskilum í Laugardal frá 2002 - 2003. í lok ágúst s.l. höfðu fjallskil ekki verið gerð upp eins og margsinnis hefur verið lofað. Að öðm leyti voru fundargerðirnar kynntar og samþykktar. Samningur um lokun námu í landi Grafar, Laugardal. Lagt var fram minnisblað Ólafs Björnssonar hrl. lögmanns sveitarfélagsins, dags. 9. júní 2004. Bókun T-lista. T-listinn áréttar, að sveitarstjóm hefur ekki fengið til umfjöllunar samningagerð um lokun malamámu sem unnin hefur verið undanfama mánuði af meirihluta sveitarstjórnar. Vitneskja var þannig ekki fyrir hendi, hjá minnihluta sveitarstjórnar, fyrr en á byggðaráðsfundi þann 31. ágúst s.l. um að verið væri að leita samninga um lokun malarnáms í landi Grafar. Nú á fundi sveitarstjórnar liggur fyrir samningur sem hefur verið undirritaður, án heimildar sveitarstjórnar. Samningurinn felur í sér veruleg útgjöld fyrir Bláskógabyggð. T-listinn átelur slík vinnubrögð. I 64. grein sveitarstjórnarlaga segir: ”Til útgjalda sem ekki eru lögbundin, samningsbundin eða leiðir af fyrri samþykkt sveitarstjómar má ekki stofna nema til komi samþykki sveitarstjórnar.” Ekki hafa verið lögð fram lögfræðiálit sem styðja það að þörf hafi verið á að gera samning þann sem hér er til umfjöllunar. Engar for- sendur liggja fyrir um að ekki sé hagstæðara fyrir sveitar- félagið, að eigandi sumarhúsalóðar í Gröf, sem hefur unnið malarnám þar án leyfis, fari í mál við sveitarstjórn eins og hann hefur hótað, að sögn meirihlutans. Bókun Þ-lista. Eins og öllum sveitarstjórnarmönnum er kunnugt hefur málið varðandi lóð nr. 189550 í landi Grafar verið í vinnslu allt kjörtímabilið, eða frá því að sveitar- stjórn Laugardalshrepps ákvað að skilgreina námuna sem frístundarsvæði. M.a. var farin vettvangsferð með sveitar- stjórn til að skoða námuna á árinu 2002. Gengið var til samninga við landeiganda að lóð í landi Grafar í samræmi við ráðleggingar lögmanns sveitarfélagsins, en hann lagði áherslu á að gengið yrði til samninga m.a. til að komast hjá málaferlum. Með samningnum er fyrir utan að loka námunni þann 1. október 2004 verið að loka kærumálum sem í gangi eru bæði í Félags- og Umhverfisráðuneytinu. Þrjár milljónir færast sem breyting á fjárhagsáætlun 2004. Snæbjöm vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Samningurinn samþykktur með 4 atkvæðum gegn 2. Tónlistarskóli Árnesinga. Róbert Darling skólastjóri kynnti starfsemi skólans, fór yfir starfsmannamál, kjarasamninga og skipulag kennslu. Einnig innritunarmál, kennslutilboð og annað sem við kemur þjónustu við nemendur. Fjölmargar fyrirspurnir voru lagðar fyrir Róbert. Samþykkt að niðurgreiða ekki fyrir fullorðna nemendur skólans eða þá sem eru eldri en 20 ára að öðru leyti vísað til umræðu innan héraðsnefndar. Sveinn þakkaði Róbert fyrir kynninguna. Kosning í fræðslunefnd. Lagt er til að Drífa Kristjánsdóttir verði nýr aðalmaður í stað Erlings Jóhannssonar sem er fluttur erlendis og nýr varamaður verði Helga Jónsdóttir, Garði. Þá er lagt til að Helga María Jónsdóttir verði nýr varamaður í stað Aðalheiðar Helgadóttur sem hefur hafið störf við Grunnskóla Bláskógabyggðar. Samþykkt. Sala eigna. Umboð til sveitarstjóra til að undirbúa sölu húseignar að Hrísholti 3 (parhús) Laugarvatni á árinu 2005. Einnig verði sveitarstjóra veitt umboð til að auglýsa til sölu jörðina Selkot í Þingvallasveit. Samþykkt. Umræða varð um þær fjórar húseignir sem kynntar hafa verið til sölu nýverið. T-listinn gerði eftirfarandi bókun: Eðlilegt er að t.d. fasteignasali eða umsjónarmaður fateigna sveitar- félagsins sýni hús sem eru til sölu. Gera má ráð fyrir að aðili sem gerir tilboð í eign, eigi hagsmuna að gæta og sé þannig vanhæfur til að sýna eignina öðrum kaupendum. Sjúkrahús Suðurlands. Bygging hjúkrunardeildar við Sjúkrahús Suðurlands. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar Litli Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.