Litli Bergþór - 01.12.2004, Side 24

Litli Bergþór - 01.12.2004, Side 24
undrast þann skilning sem ríkið hefur lagt í kostnaðar- skiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga við byggingu hjúkrunardeildar við Sjúkr-ahús Suðurlands. Það er því fagnaðarefni að nú hafi útboð vegna byggingarinnar verið auglýst. Gufubaðið á Laugarvatni. Drög að deiliskipulagi við Gufubaðið, ströndina og nálæg svæði á Laugarvatni. Ragnar Sær Ragnarsson kynnti og sagði frá tillögu Hollvina Gufubaðs- og smíðahúss um boðun íbúafundar á Laugarvatni vegna viðkomandi verkefnis. Gjábakkavegur. Farið yfir framkvæmdastöðu. Lögð fram tillaga um boðun samráðsfundar með þeim sem koma að uppbyggingu og fjármögnun vegarins. Heimasíða Bláskógabyggðar. Drífa sagðist ekki sjá að heimasíða Bláskógabyggðar hafi verið uppfærð síðan 7. júlí s.l. þrátt fyrir loforð meirihlutans þar um. T-listinn gerir eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sam- þykkir að ráða sérfræðing frá næstu áramótum, til að halda heimasíðunni lifandi og uppfæra hana a.rn.k. vikulega. Felld með 5 atkvæðum gegn 2. Bókun sveitarstjóra: Sveitarstjóri leggur til að áfram verði fylgt bókun sveitarstjórnar frá 29. júní 2004 um að heimasíðan verði unnin af núverandi starfsmönnum á skrifstofu sveitar- félagsins. Fyrirspurnir T-lista. a) Á fundi sveitarstjórnar þann 18. júní 2003 samþykkti sveitarstjórn að láta gera framkvæmdaáætlun um endur- nýjun og viðhald gatnakerfis í þéttbýli og á heimreiðum í dreifbýlinu. Hvað líður gerð framkvæmdaáætlunar? Sveinn sagði að erindinu hafi verið vísað til atvinnu- og samgön- gunefndar en ekki sé komin niðurstaða í málið. Bókun: T- listinn undrast seinagang við gerð framkvæmdaáætlunar- innar þar sem mikilvægt var að áætlunin lægi fyrir s.l. vor. Þetta telur T-listinn ekki dæmi um virka stjómsýslu. b) Jafnréttisáætlun uppsveitanna. Hvað líður gerð jafn- réttisáætlunarinnar? Áætluninni var vísað til félagsmála- nefndar og er í vinnslu þar. 36. fundur byggðaráðs 28. september 2004. Mættir voru fulltrúar í byggðaráði auk Ragnars S. Ragnarssonar, sem ritaði fundargerð. Samþykkt að veita styrk, kr. 350.000, til Torfastaða- sóknar til að klára framkvæmdir við kirkjugarðinn og aðkomu að honurn. Drífa vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Fundargerðir bygginganefndar uppsveita Árnessýslu 31. ágúst, fræðslunefndar Bláskógabyggðar 19. ágúst, fræðslunefndar Bláskógabyggðar 15. september, skipulags- nefndar uppsveita Árnessýslu 16. september, fjallskila- nefndar Biskupstungna 25. ágúst og bygginganefndar grunn- og leikskóla 14. sept. og 27. sept. voru lagðar fram til staðfestingar. Bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 16. september 2004, varðandi skýrslu sem ber heitið „Breytt námsskipan til stúdentsprófs, aukin samfella í skólastarfi". Skýrslan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins. 35. fundur sveitarstjórnar 5. okt. 2004. Mættir voru aðalmenn í sveitarstjórn, en Hilmar Ragnarsson var á fyrri hluta fundar fyrir Kjartan Lárusson. Fundurinn hófst með því að Sveinn A. Sæland oddviti minntist Ágústu Ólafsdóttur frá Úthlíð, fyrrverandi fulltrúa í sveitarstjórn Biskupstungna. Fundargerð byggðaráðs frá 28. september 2004. Bókun Drífu: Á fundi byggðaráðs var kynnt bréf sveitar- stjóra til menntamálaráðherra dags. 30. september 2004. Efni þess var m.a. bindandi tilboð til ráðherra um maka- skipti á jörðinni Selkoti í Þingvallasveit í skiptum fyrir eign ríkisins í Laugarvatnsjörðinni í Laugardal. Engin umræða eða ákvörðun liggur fyrir í sveitarstjórn um tilboð þetta. Tilboð sveitarstjóra til ráðherra var því gert án umboðs sveitarstjórnar. Munnlegar athugasemdir komu fram frá Drífu vegna þessa á fundi byggðaráðs. Bókun sveitarstjóra: Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt samhljóða sala jarðarinnar Selkots. Með tillögu unr makaskipti við ríkið á Laugarvatnsjörðinni í heild sinni og Selkoti er verið að vinna tvennt, skapa möguleika á stórfelldri uppbyggingu á Laugarvatni, ná fram frekari nýtingu orkulinda svæðisins, auk þess sem möguleikar á óbreyttri nýtingu Selkots eru meiri ef landið er áfram í eigu opinbers aðila. Að öðru leyti var fundargerð byggðaráðs kynnt og samþykkt. Fundur með umhverfisráðherra vegna Gjábakkavegar og umhverfis- og öryggismála við Geysissvæðið. Ferða- málafulltrúi og sveitarstjóri kynntu nýjum ráðherra Sigríði Önnu Þórðardóttur þær áherslur sem Bláskógabyggð hefur rnótað við lagningu Gjábakkavegar og þeim möguleikum sem sá vegur mun opna. Þá var farið yfir stöðu mála við Geysi í Haukadal og kynntar hugmyndir heimamanna. Fundur með sunnlenskum þingmönnum, vegamála- stjóra, starfsmönnum Vegagerðar, formanni samgöngunefn- dar Alþingis og fleirum vegna væntanlegra framkvæmda við Gjábakkaveg. Fram kom á fundinum að vegamálastjóri telur hagkvæmara að hefja framkvæmdir haust 2005 í stað vors. Einnig upplýst um væntanlegan fund með samgöngu- ráðherra 11. október 2004, þar sem ítrekað verður mikil- vægi Gjábakkavegar fyrir sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu. Sagt verður frá væntanlegum framkvæmdum sem tengjast lagningu hans. Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókanir um að lagning vegarins skipti öllu máli fyrir þjónustu við íbúa sveitarfélagsins m.a. vegna skólagöngu barna. Þá styrkir vegurinn atvinnurekstur og uppbyggingu í Bláskógabyggð og öðrum sveitarfélögum í uppsveitum Árnessýslu. Lokun KB — banka. Umræða um þær upplýsingar sem sveitarstjórn hefur borist um að til standi að loka útibúi KB - banka, Laugarvatni. Sveitarstjórn harmar ákvörðun um lokun hans þar sem ljóst er að lokun bankans mun skerða þjónustustigið. Hraðatakmarkanir í þéttbýli. í samræmi við 81. gr. umferðarlaga 138/1996 leggur sveitarstjóm til við lögreglustjóra í Árnessýslu að umferðarhraði við Lindar- braut, Laugarvatni verði 30 km. Einnig að við Skólabraut í Litli Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.