Litli Bergþór - 01.03.2008, Qupperneq 13
Viktoría Guðmundsdóttir
skemmtun væri nauðsynlg. Gat hann þess að ef af
yrði, myndu fundirnir haldnir til skiptist á
Drumboddstöðum og Gýgjarhóli. Væri
hvorutvegga að þessir bæir væru helzt miðsvæðis
og svo hentugust húsakynni, litlar stofur, sem
góðfúslega fengust lánaðar til fundarhaldanna. Að
lokum las svo Þorfinnur frumvarp að lögum fyrir
félagið, sem Viktoría hafði að mestu samið.“
Greint er frá umræðum:
„ Varð nú hver og einn, er eitthvað vildi um það
segja, að standa upp og segja sinn vilja. Urðu
furðumargir til þess, en fáir feimnislaust. Var
mikill áhugi um þessa félagsstofnun. Að loknum
umræðum fór fram atkvæðagreiðsla og var viðhaft
nafnakall.“
Nafngreind eru 13 sem sögðu já og áttu þau öll
heima á svæðinu sunnan frá Borgarholti og upp að
Brú. Fjögur segja nei, og eru þau búsett sunnan
frá Krók og upp að Hólum og áttu því flest lengra
en aðrir að sækja á fyrirhugaða fundarstaði. Þess
er getið að systkin tvö frá Krók hafi síðar gengið í
félagið.
Um störf og áhrif félagsins segir Guðríður:
„Unga fólkið varð ekki fyrir vonbrigðum. Hver
fundur færði því fræðslu og gleði, jók viljakraft
þess og nauðsynlegt sjálfstraust.“
Hún segir að mikið fjör hafi verið á
málfundunum og flestir eða allir tekið til máls.
Sem dæmi um umræðuefni er saga Jóns Trausta,
Halla. Bókin hafði verið keypt af Lestrarfélagi
Eystritungunnar. „Nú var hún búin að ganga bæja
á milli, svo vitað var að allir höfðu lesið hana.“
Rökrætt hafði verið bæði um söguna í heild og
aðalpersónur hennar.
Önnur umræðuefni, sem Guðríður tilgreinir, eru
siðferði, bækur, málshættir, fatnaður, gamlar
venjur, jarðmyndun, jurtalíf, Jörundur hunda-
dagakonungur, fornmenn, trú þeirra og
kristnitakan. Dansað var, sungið og farið í leiki,
sagðar ferðasögur og svo haldið heim þegar birta
fór af degi.
Lög Unglingafélagsins eru í heild á eftir grein
Guðríðar í Inn til fjalla.
2. gr. þeirra er á þessa leið:
„Tilgangur félagsins er að venja menn við að
láta skoðanir sínar opinberlega í ljós, skýrt og
skilmerkilega, í ræðuformi og gefa meðlimum
færi á að kynnast hinum almennustu og
einföldustu fundarreglum og jafnframt vill það
efla og iðka hvers konar félagslíf, skemmtanir og
íþróttir, sem ungum mönnum eru til gamans gagns
og gengis.“
Kveðið er á um að taka megi öll mál til umræðu
„nema trúarbrögð, því reynslan hefur sýnt að hætt
er við að það verði æsingamál.“
Gert er ráð fyrir að félagsmenn séu á aldrinum
15 til 30 ára og eigi heima í Eystritungunni.
Fundi á félagið að halda þriðja hvert
laugardagskvöld frá veturnóttum til þorraloka.
13. gr. er þannig:
„ Eftir fund hvern skal félögum gefinn kostur á
að skemmta sér við söng, dans og spil eða annað
eftir því er húsrúm og ástæður leyfa. Peningaspil
er þó stranglega bannað."
Fólkið sem stofnaði þetta félag var á aldrinum
16 til 22 ára og átti heima ofan frá Brú og suður að
Krók. Loftlínan milli þessara bæja er um 15 km
og þurftu þeir er áttu heima lengst frá
fundarstöðunum að fara svipaðan veg. Oftast
munu þeir hafa gengið.
Svo sem fram kemur hjá Guðríði var
lestrarfélag til í Eystritungunni, og annað hafði
verið til í Ytritungunni (Inn til fjalla III. Bls 63),
en þau störfuðu þannig að bækur voru keyptar og
gengu síðan milli bæja. Glímufélagið Teitur
virðist hafa verið eins og deild í Unglingafélaginu,
en í því voru aðeins piltar. Málfundarfélag
Ytritungunnar var stofnað um svipað leyti og
Unglingafélagið. Litlum sögum fer af starfi þess,
en fram kemur að þar hafi verið rætt um byggingu
heimavistarbarnaskóla og hafði sóknarpresturinn,
Eiríkur Þ. Stefánsson á Torfastöðum, verið
framsögumaður, þá þrítugur. (Inn til fjalla III. Bls
79). Bæði af þessu umræðuefni, málshefjanda og
nafni félagsins má ætla að þar hafi verið eldra fólk
en í Unglingafélaginu og fjallað um raunhæf
verkefni fremur en náttúruvísindi og skáld-
sagnapersónur.
A. K.
13 Litli Bergþór