Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 17
Guðni Karlsson:
Skógur og skógrækt inn til fjalla í Bláskógabyggð
Greinin byggir á lokaverkefni mínu í náminu Grænni skógum á Suðurlandi
Inngangur
Fjallað er um landssvæðið meðfram fjöllunum frá
Kárastöðum inn undir Kjöl. í greininni er leitast við
að varpa ljósi á hvernig landið á þessu svæði leit út
þegar landnemarnir hófu búskap. Segja má að þetta
eigi við allt ísland svo og hnignun skóga sem lítil-
lega er vikið að.
Greint er frá fyrstu framkvæmdum við endurheimt
skóga. Þá er lýst viðleitni til að rækta skóg á
Launfit í landi Gýgjarhólskots og á Gýgjarhóli I.
Rakið verður hvar skógar voru fyrir á svæðinu og
hvernig þeir voru notaðir. Komið er að helstu erlen-
du trjátegundum sem plantað er hér við fjöllin og
vaxtarmöguleikum þeirra við þessar aðstæður. Þá er
lýst hvernig æskilegt er að skógurinn í heild líti út
og hvert geti orðið notagildi hans.
Sagan
Landnám. í íslendingabók segir Ari fróði að landið
hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Hann er
augsýnilega að lýsa ástandi sem þegar hefur breyst
frá landnámi þar til Ari reit sína lýsingu. Þó öllum
fornum heimildum beri saman um að ísland hafi
verið vel gróið í þann tíma er land byggðist hefur
mörgum þótt þessi fullyrðing með þeim hæpnari í
Islendingabók. Slíkar raddir hafa þó hljóðnað að
mestu, enda virðast þeir náttúrufræðingar sem um
málið hafa fjallað allir á einu máli um réttmæti þess-
ara orða. i)
Hnignun skóga. Djúpt í mýrarsundum í
Skálholtsásum má sjá birkilurka. Mig minnir að
þvermál stofnanna hafi verið allt að 30 sm. Fyrir u.
þ.b. 5000 árum hófst gott vaxtarskeið fyrir birki og
stóð þar til u.þ.b. 500 árum f. Kr. Á þessum tíma er
talið að mest allt hálendið hafi verið skógi vaxið allt
upp í 600 m hæð yfir sjávarmáli. Nú tók við rakara
og kaldara tímabil sem var mun óhagstæðara fyrir
birkiskóginn. Landnámsskógurinn var því ekki
nándar nærri svo gróskumikill sem hinn forni skógur
í Skálholtsásunum.
Búskapur landnema. Landnámsmenn þurftu að
eyða skógi til þess að fá rjóður fyrir korn- og gras-
rækt. I jarðvegi sjást merki þess að rjóðrun var
sumsstaðar gerð með eldi og hætt er við að stundum
hafi verið farið óvægilega með eldinn. Merki þessa
hefur mátt greina í nánd við fomt eyðibýli austan við
Teighöfða í landi Gýgjarhólskots.
Búfé fjölgaði fljótlega og margskonar nytjar lands-
manna bitnuðu á birkiskóginum. Samhliða kólnandi
tíðarfari var hart gengið að gróðurfari landsins. Með
hnignandi skógum og þar með gróðurlendi versnuðu
afkomumöguleikar og menningu hnignaði. Nú er
okkar verkefni að endurheimta skógana.
Skógrækt. Endurreisn skógræktar á íslandi hófst í
ágúst 1899 þegar plantað var furu á Þingvöllum og
blasir sá fallegi reitur við gestum staðarins. 2).
Raddir hafa heyrst um að þetta séu erlend tré og að
þau eigi ekki heima á okkar helga stað Þingvöllum.
Steingervingar hafa fundist sem sýna að furan lifði
hér fyrir um 500.000 árum, svo hún er í raun ekki
algjör landnemi þótt hún hafi ekki lifað af ísaldar-
tímabilin hér á landi. 3). Birkið er hinsvegar
harðgerðara og á völdum stöðum hefur það náð að
lifa af þessi köldu tímaskeið. Síðan breiddist það
út þegar veðrátta batnaði. Einnig er talið að reynir
hafi lifað af ísöldina.
Laugarvatnsskógur. Ofanvið byggðina á
Laugarvatni er fallegur skógarreitur sem nemendur
skólanna hafa verið ötulir að gróðursetja. Uppistaða
trjánna eru barrté og fara vel í jaðri upphaflega skóg-
arins í hlíðum fjallsins.
Haukadalsskógur. Haukadalur í Biskupstungum er
landnámsjörð og var lengi vel eitt mesta höfuðból
landsins. Dönskum manni að nafni Kristian Kirk
rann til rifja hve bert ísland var þótt hann hafi aldrei
barið það augum. Varð að ráði að hann festi kaup á
stórum hluta jarðarinnar Haukadals. Uppblástur var
þá mjög farinn að herja á Haukadalsheiðina. Eftir
að hafa kostað girðingu umhverfis sinn hluta jarðar-
innar og viðgerð á kirkjunni afhenti hann ríkinu
eignina sem gekk 1940 til Skógræktar ríkisins. 4).
Að vori 1939 var lokið við að vinna allstóra
landsspildu suðvestur af túni staðarins og sáð í hana
birkifræi. Fljótlega greri flagið upp en ekki sáust
birkihríslur. Ábúandi jarðarinnar fékk því leyfi til að
slá þessa nýrækt. Á öðru ári sem hann heyjaði
spilduna greindi hann birkiilm af heyinu og þegar
betur var að gáð komu í Ijós birkilauf og litlir sprot-
ar. Þarna óx svo upp myndarlegur birkiskógur sem
blasir við þegar komið er að hliði skógrtæktargirð-
ingarinnar og sýnir að hægt er að rækta birkiskóg
með sáningu.
Fljótlega tók Skógrækt ríkisins til við að planta
skógi af miklum krafti í Haukadal. Skógrækt á
jörðinni hófst vorið 1943. Til að byrja með var að
mestu plantað í austurhlíð Sandfells upp frá gamla
bæjarstæðinu. Birkikjarrinu var rutt niður, oftast í
17 Litli Bergþór