Litli Bergþór - 01.03.2008, Side 20
tvö vond vor til skógræktar, þíðukafli í mars og april
en frost í maí. Þær plöntur sem ekki drápust strax
eftir plöntun virðast hafa drepist vorið eftir.
Þrátt fyrir að herfingin væri víða farin að gróa
plöntuðum við u.þ.b. 1000 stafafuruplöntum í annan
hluta spildunnar vorið 2006. Ekki er endanlega ljóst
með afdrif þeirra plantna, en lifun virðist þokkaleg.
A liðnu sumri fengum við á Gýgjarhóli í vinnu nýja
skógræktarvél sem hefur verið nefnd Græni Drekinn.
Við vélina er hægt að tengja plöntunarhaus sem er í
eigu Suðurlandsskóga. Með hausnum er rist upp
torfa og henni snúið alveg á hvolf. Um leið og vélin
stingur fyrir plöntunni í gegnun torfuna og niður í
svörðinn fyrir neðan og kemur plöntunni fyrir í hol-
unni, ber hún áburð og vökvar plöntuna. Vonir
standa til að þessi plöntunaraðferð reynist vel, eink-
um þar sem grasvöxtur er mikill. Að vetrinum
verður megin verkefni Drekans grisjun skóga.
Fyrirliggjandi skógur
og innfluttar tegundir
Birkið. Heita má að birkið sé samfellt meðfram fjöll-
unum frá Þingvöllum inn fyrir Haukadal. Það er
hvergi hávaxið og má segja kjarr víðast hvar.
Birkiskógurinn er samt fallegur og aðdáunarvert hve
vel hann hefur þraukað þrátt fyrir hve hart var að
honum sótt. Torfa, varin af stórgrýttri urð, er t.d. í
Heljarkinninni austan í Gýgjarhólsfjalli með þokka-
lega fallegum birkihríslum.
Harðast hefur sauðfjárbeitin gengið að birkiskógin-
um. Fram á miðja síðustu öld tíðkaðist að beita
sauðfé allan veturinn. Féð klippti nýsprotana af
hríslunum og hreinsaði sprota sem voru að endur-
nýja hríslur. Það varð til þess að nýliðun kom ekki
í stað þeirra trjáa sem féllu. Þá komu venjulega
rjóður í skóginn. Heyrði ég aldinn og fróðan bónda
í Laugardalnum halda því fram að á því svæði yrðu
birkihríslur að jafnaði ekki eldri en u.þ.b. hundrað
og fimmtíu ára.
Birkiskógurinn var mikið notaður sem eldiviður
og var oft sóttur um langan veg. Endurnýjun fór svo
eftir því hvernig að skógarhöggi var staðið og hvort
ungviðið fékk næði til að vaxa upp. Minnist ég þess
að faðir minn, Karl Jónsson, sem var í 23 ár bóndi í
Efstadal í Laugardal, var strangur með að skógurinn
væri þannig grisjaður að hann hefði möguleika á að
endurnýja sig.
Um miðja síðustu öld hélt vélvæðingin innreið
sína inn til fjalla í Laugardal og Biskupstungur.
Búpeningi fjölgaði mikið og ofbeit var gengdarlaus.
Þá var mörgum fallegum skógarreitnum fórnað til að
rækta tún.
Sagnir eru um víðáttumikla skóga á
Biskupstungnaafrétti. Enda þótt meginhluta fram-
afréttarins hafi blásið upp má víða finna leifar kola-
grafa í rofabörðum sem eftir eru í Sandvatnshlíð, inn
með Grjótá og í torfum Brunnalækjanna.
Torfastaða- og Bræðratungukirkjur áttu þarna
skógarítök og þangað mun hafa verið leitað þegar
þrengdist um með skóga í byggð. A stöku stað á
þessu svæði má einnig finna skógarleifar og helst
svolítið reisulegar hríslur á stöðum þar sem sauðfé
hefur ekki átt greiða leið að þeim.
Fyrir u. þ. b. átján árum var girt af svæði
umhverfis Rótarmannatorfur. Þar hefur verið plant-
að ýmsum gerðum trjáa sem eru í sprettu. Fróðlegt
verður að fylgjast með hvernig þeirri trjárækt vegn-
ar á komandi árum.
A innafréttinum hefur varðveist svolítið skógar-
kjarr og þá helst í hlíð Karlsdráttar, Fróðárdals og
Hrefnubúða. Þetta kjarr er vestan Fúlukvíslar og
hefur því ekki verið greitt fyrir sauðfé né menn að
ásækja staðinn. Birkikjarrið á þessu svæði er
lágvaxið en þegar ofar kemur í hlíðar Karlsdráttar
má sjá eina og eina birkihríslu gnæfa yfir kjarrið.
Kjarr finnst í Þverbrekkunum sem eru innundir
Kili austur af hinu fagra Hrútfelli. „A nokkrum
stöðum, ekki langt undir 600 m hæðarlínunni er
birkikjarr í runnum. Hríslurnar liggja yfirleitt
nokkuð undan hallanum, en væri vel úr þeim rétt
gætu þær teygst um eða yfir 3 m upp. Runnamir eru
hvorki margir né stórir en þekja þó nokkra tugi fer-
metra samtals“. 7)
í Bláfellshólma, sem er í Hvítá á móts við sunn-
anvert Bláfell, er góður birkireitur. Pjaxi er ill-
aðgengilegur hvammur í gljúfri Hvítár rétt sunnan
Gullfoss. Þar er fallegur skógarlundur. Birkikjarr
og runna er hægt að finna frá Brunnalækjum suður
með Hvítá og allt niður í Kálfsholt, sem er tals-
verður birkiskógur, en það svæði er fjær fjöllum.
Reyniviður. í Efstadalsskógi og sjálfsagt víðar hefur
mátt finna eina og eina ágætlega vöxtuga reyniviðar-
hríslu inni í birkikjarrinu. Sprotar reyniviðarins eru
eitthvert mesta sælgæti sem sauðkindin getur fengið
og endurnýjun hans hefur því verið mjög erfið.
Þessar hríslur eru oft í hlíðum gilja þar sem fé nær
ekki til þeirra.
Einir. Þetta eina upprunalega barrtré okkar á íslandi
er ekki áberandi inn til fjalla í Bláskógabyggð. Ef
vel er að gáð má samt finna eini víða en hann er all-
staðar skriðull í þéttum runnum. Slíkir fallegir runn-
ar ættu fyllilega heima í okkar skógrækt og myndu
auka fjölbreytni flórunnar.
Innfluttar trjátegundir. Til þess að við getum
stundað árangursríka skógrækt hér á landi þarf að
flytja inn tegundir sem ekki voru á landinu fyrir.
Rannsóknir og reynsla verða svo að skera úr um
hvaða tegundir og kvæmi henta. Vandamál er hve
Litli Bergþór 20