Litli Bergþór - 01.03.2008, Side 22
í okkar skógrækt á Gýgjarhóli I er markmiðið
að halda þeirri stefnu að blanda tegundum enn
meira við íbætur. Þá getur verið heppilegt að lofa
trjám aðalplöntunar að vaxa svolítið, þannig að
þau myndi aðeins skjól fyrir dekurtegundir sem e.
t.v. eru viðkvæmari.
Fuglalíf. Helstu fuglategundir sem eru háðar
skógi eru skógarþröstur, músarrindill og auðnu-
tittlingur. Margar aðrar fuglategundir nýta sér
skóginn til skjóls, varps og fæðuöflunar. Sam-
felldur skógur á stóru svæði hrekur nokkrar fugla-
tegundir í burtu og má nefna lóu, spóa og rjúpu.
Rjúpan er fallegur og skemmtilegur fugl í
skóginum en sumu skógræktarfólki er í nöp við
hana því það er hrætt við að hún skemmi skóginn.
Staðreyndin er sú að framan af vetri bítur rjúpan
aðallega sumarsprota af grasvíði, en þegar líður á
vetur getur hún valdið skemmdum á birkitrjám og
kjarri. Til þess að rjúpan valdi verulegum skaða í
skógrækt þarf að vera mikið af henni, snjór og
harðindi. Fjölbreyttur skógur með mörgum
tegundum trjáa og góðum rjóðrum er heppilegur
fyrir margar tegundir fugla. Skemmtilegt er að
þetta fellur saman við smekk okkar flests skóg-
ræktarfólks.
Niðurstöður
A nýbyrjaðri öld höfum við möguleika á að klæða
landið okkar skógi allt upp í 600 metra hæð yfir
sjávarmáli. Tækifærið felst einkum í því að nú
þurfum við ekki að nýta skóginn á sama hátt og
forfeður okkar allt frá landnámi. Fyrirsjáanleg
hlýnun loftlags, aukin þekking skógtæktarmanna
og framfarir í tæknibúnaði hjálpa til við árangur í
skógrækt. Fækkun sauðfjár auðveldar einnig að
útiloka taumlausa lausagöngu búfjár.
Sem sauðfjár- og skógarbóndi telur greinarhöf-
undur að hver og einn eigandi sauðfjár geti verið
ábyrgur fyrir að halda því á viðunandi grónu landi
sem hann ræður yfir og þolir beitina. Þetta leysir
landeigendur samt ekki undan því að viðhalda
sameiginlega landamerkjagirðingum. Miðað við
fjölda fjár í Bláskógabyggð ætti að vera auðvelt
að vernda skóg á afrétti og endurheimta hann á
stórum svæðun. A sumum torfum á afréttinum
sem ekki hafa blásið að fullu gróa víði- og birki-
hríslur sem lifað hafa af við erfiðar aðstæður og
þær eru mikilvægur fræbanki.
Við bestu aðstæður er hægt að rækta tré til
timburframleiðslu, en skógrækt til að græða upp
landið og til augnayndis er ekki minna virði.
Sinulubbi er lítilsvirði og landgræðsla með gras-
fræi og áburði á því aðeins að vera undirbúningur
að því að klæða landið víði og skógi.
Tilvitnanir
Prentaðar heimildir
1) Björg Gunnarsdóttir. Gróðurfarslýsingar í íslendingasögum bomar
saman við núverandi gróðurfar. Skógræktarritið 2001, 2. tbl. bls 63 - 75.
2) Sigurður Blöndal og Skúli Bjöm Gunnarsson.
A aldarafmæli fumlundarins. íslandsskógar bls.128.
3) Sigurður Blöndal og Skúli Bjöm Gunnarsson.
Náttúmskógar á íslandi. íslandsskógar bls. 3 - 7.
4) Vefsíða Skógrækt ríkisins. Haukadalsskógur bls. 1 - 3.
5) Vefsíða Skógrækt ríkisins. Haukadalsskógur bls. 1 - 3.
6) Sigurður Blöndal og Skúli Björm Gunnarsson.
Vinaskógur. íslandsskógar bls. 162
7) Amór Karlsson. Birkileifar og kolagrafir á Biskuptungnaafrétti.
Græðum ísland, Landgræðslan 1991 - 1992 bls. 93 -98.
8) Aðalsteinn Sigurgeirsson. Framandi og ágengar trjátegundir í íslenskum
skógum - raunvemleg, aðsteðjandi eða ímynduð ógn?
Skógræktarritið 2005, 2.tbl. bls. 31-45.
9) Tölvubréf frá Veðurstofu íslands.
Munnleg heimild
10) Viðtal við Ragnhildi Magnúsdóttur.
Hreppsnefndarfréttir
Kæru lesendur!
Eins og þið hafið eflaust orðið varir við þá hafa hreppsnefndarfréttirnar
verið að taka æ stærra pláss í blaðinu og gekk svo langt í síðasta tölu-
blaði að nær þriðjungur blaðsins fór undir þær. Það þykir okkur rit-
nefndarfólki, og jafnvel fieirum, orðið einum of mikið af því góða og
ætlum við því að hafa annan hátt á í þessu blaði. Nú verður einungis
stiklað á mjög stóru af því sem fram hefur farið á fundum sveitar-
stjómar og byggðaráðs. Ef fólk vill ýtarlegri fréttir af þessum vett-
vangi þá má nálgast þessar fundargerðir í heild sinni á vef
Bláskógabyggðar, www.blaskogabyggd.is.
Byggðaráð, 74. fundur var haldinn 28. nóvember 2007.
• Fjallað var um drög að deiliskipulagi frá Snæbirni Magnússyni þar
sem gerð er tillaga að íbúðarhúsabyggð við Iðufell.
• Samþykkt var að endurskoða gjaldskrá leikskóla Bláskógabyggðar.
• Einnig samþykkt að greiða styrk til Hestamannafélaganna Loga og
Trausta að upphæð 72.000 kr.
Sveitarstjórn, 79. fundur var haldinn 4. desember 2007.
• Rætt var um álagningaprósentu fasteignagjalda í sveitarfélaginu auk
vatnsgjalds, holræsagjalds og sorphirðingargjalds.
• Fjallað var um álagningu húsaleigubóta.
• T listinn skoraði á sveitastjórn að marka stefnu til framtíðar um
lagningu hitaveitu á sem flesta bæi í sveitarfélaginu og spannst nokkur
umræða um það mál.
• Rætt var um fyrirhugaða vatnsaflsvirkjun í Brúará til umfjöllunar.
Litli Bergþór 22 __________________________________________________
Sveitarstjórn, 80. fundur var haldinn 8. janúar 2008.
• Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar var til lokaumræðu og var hún sam-
þykkt að þeim loknum.
• Tillaga að breytingu aðalskipulags í Höfða var til umfjöllunar og
samþykkt.
Sveitarstjórn, 81. fundur var haldinn 17. janúar 2008.
• Til umræðu var tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps
2000-2012, þ.e. Gjábakkavegur. Var sú tillaga samþykkt samhljóða.
• Fjallað var um breytingu á aðalskipulagi Reykholts.
Byggðaráð, 75. fundur var haldinn 29. janúar 2008.
• Tillaga verkefnastjómar sorpsamlaganna á Suðvesturlandi um
framtíðarlausnir í úrgangsmálum var á dagskránni.
• Lögð voru fram drög að samþykktum um fráveitur og rotþrær ásamt
tillögu að gjaldskrá. Fjallað um endurskoðun gjaldskrár vegna hunda-
halds.
Sveitarstjórn, 82. fundur var haldinn 5. febrúar 2008.
• Þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar 2009-2011. Drög að áætluninni
var til fyrri umræðu og var síðan vísað til annarrar umræðu.
• Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir leikskóla þar sem gert er ráð
fyrir 14% lækkun á gmnngjaldi auk þess sem afsláttarflokkar lækka
um 100-200%.
• Lagðir voru fram undirskriftarlistar frá 187 manns sem lýsa stuðningi
við Hilmar Örn Agnarsson og ánægju með starf hans með börnum og
fullorðnum.
S.T.