Litli Bergþór - 01.03.2008, Side 24
Torfastöðum sem hökti um með hækjuna var
enginn eftirbátur yfirstressaðra kórlima.
Við vopnaleit öryggisvarða Vatikansins blöstu
við okkur heljarins biðraðir. Vorum við að missa
af einu glæstasta tækifæri íslensks kórs til tónlist-
arflutnings??? Halla Margrét dó ekki ráðalaus og
óð í gegnum þvöguna og innan skamms veifaði
hún til okkar að flýta okkur áfram því hún væri
búin að fá leyfi fyrir okkur að troðast fram fyrir
röðina, svo við kæmumst nógu fljótt til að syngja
fyrir páfann. Og við hlupum. Ruddumst fram fyrir
gamla kalla og kellingar, konur og börn, munka
og nunnur. Dómkirkjukór Skálholtskirkju var að
verða of seinn að syngja fyrir páfann.
Þegar inn í Páfagarð var komið var okkur vísað
inn í gríðarstóran sal þar sem þúsundir aðdáenda
páfans höfðu tekið sér bólsetu.
Kórnum var stórum létt þegar þeir fundu sér
hentug sæti. Nú var ekki lengur hætta á að söng-
fall yrði í Páfagarði.
Hilmar og Halla Margrét hurfu hins vegar á
braut til að þjarka við undirsáta páfa. Sést hafði til
einmana orgels úti í horni sem Hilmar hafði hug á
að komast með puttana í og svo þurfti að semja
um hvenær Skálholtsdómkirkjukór ætti að syngja,
hve mörg lög og hvar hann skyldi standa. Þó var
útséð að hann fengi ekki að halda æfingu á söng-
palli. Til þess voru allt of margir mættir á svæðið.
Hilmar og Halla Margrét snéru til baka heldur súr
á svip. Eitthvað voru svör undirsáta páfa loðin, þó
var ljóst að við fengjum ekki að standa á tröppun-
um við hlið orgelsins á hægri hönd Benedikts
páfa heldur yrði kórinn að sitja í sætum sínum og
mætti þar að auki einungis flytja eitt lag páfa til
dýrðar. Kórstjóri lét þó ekki slá sig út af laginu
við svona ótíðindi og fann fljótt stað þaðan sem
hann gæti stjórnað kórnum. Páfinn skyldi sko fá
að heyra Ó, guðs vors lands í allri sinni dýrð!
A meðan þessu stóð sátum við hin alveg dolfal-
lin yfir dýrð móttökusalarins. Þó alveg sérstaklega
yfir hinum gestunum. Ljóst var að þessa viku
myndi mikill fjöldi skáta heilsa upp á páfa gamla
auk lúðrahljómsveitar, barnakórs, stúlknakórs,
japanskra fiðlusnillinga auk ótölulegs fjölda af
brúðhjónum og nunna auk „venjulegs“ fólks.
Ljóst var að mikil eftirvænting ríkti er fólkið beið
komu páfans. Bæði lúðrasveitin og skátarnir æfðu
sig af kappi og fljótlega var hávaðinn og spennan
orðinn svo mikil að maður átti á hverri stundu
von á að sjá bæði handboltalandslið íslands og
Svíþjóðar spretta upp og hefja úrslitaleik um
heimsmeistaratitilinn í handbolta.
Svo kom Benedikt páfi!
Allt ætlaði um koll að keyra í fagnaðarlátunum.
Eftir að hafað blessað mannfjöldann hélt páfi
ræðu sem hann svo endurtók á nokkrum tungu-
málum auk þess sem ýmsir prelátar hófu upp
raust sína á óskiljanlegum tungumálum.
Þá kom að því að ungur enskumælandi prestur
með möppu í höndunum tók sér stöðu við
hljóðnemann og byrjaði að kynna gestkomandi
„enskumælandi“ hópa í salnum.
„From Iceland. The Lutherian-Catholic
Cathedral choir of Skalholt." - las prestur fyrst
upp af öllum gestkomandi. Kurteisislegt klapp
fylgdi og landinn fylltist stolti yfir því að vera les-
inn svona fyrstur upp af öllum. Nú var bara beðið
eftir að kórinn væri kallaður upp til söngs, páfa til
dýrðar. Síðan hélt upptalningin áfram á ýmsum
tungumálum.
Nú fóru hins vegar að renna tvær grímur á kór-
félagana því að hóparnir sem lesnir voru upp
stukku sumir hverjir upp með söng, klappi og
látum líkt og á fótboltaleikvangi. Borðum var veif-
að, nunnurnar stukku upp á stóla og einstöku
hópar náðu að koma tónlistarflutningi á framfæri
á meðan sjónvarpsmyndavélarnar gutu auga sínu
að þeim enda sendi sjónvarpsstöð Vatikansins
beint út um gervallan heim.
Eftir að hóparnir höfðu verið lesnir upp tók
Benedikt páfi til við að lesa upp nöfn mættra og
blessa þá og aðstandendur þeirra. Að lokum gekk
hann út í salinn og til að blessa brúðhjón, sjúka og
ýmsa aðra gripi.
Uti í sal sat þrumulostinn kór og niðurbrotinn
kórstjóri og söngkona. En hópurinn var mættur til
að syngja fyrir Hans Heilagleika og söng skyldi
hann fá! I skyndi var kórnum stillt upp og brátt
ómaði söngurinn innan um hljóðfæraslátt og
annan hávaða hjá hópum sem svipað var ástatt
fyrir. I þann mund gekk páfi út og þannig varð
kórinn þess heiðurs aðnjótandi að söngur hans
varð útgöngulag páfa við dynjandi lófatak við-
staddra!
I kjölfarið urðu til þessar vísur:
í höll hjá páfa var hörkustuð
þó hátíðlegar gloríur.
Nú ég sé, minn náðar Guð,
að nunnur eru grúppíur.
HPH
Um Rómarborg erum búin að ráfa
rústirnar skoða; þukla og káfa.
En kórinn sat fastur
og kantor aftastur
á skátaskemmtun hjá páfa.
KH og HJ
Næst tóku við tónleikar í gulli skreyttri kirkju í
miðborg Rómar. Kórinn tók strax til við æfingar
með aðstoð Steingríms Þórhallssonar organista
sem nú hafði slegist í för með kórnum en mak-
arnir könnuðu barina í næsta nágrenni og löbbuðu
sér m.a. út á eyjuna Tiber í samnefndu fljóti -
umkringd hringiðum af rusli.
Makarnir ráku sig nú á nokkuð sem þeir þekktu
ekki frá íslandi. ítalska siestað tröllreið flestöllum
börum, búðum og veitingastöðum u.þ.b. kl. 14:00-
16:00. Annað var það sem grátklökkir makarnir
urðu að láta sig hafa, var að borga 9 € (~750 kr.)
fyrir bjórglas og aðstöðu við borð úti á torgi fyrir
Litli Bergþór 24