Litli Bergþór - 01.03.2008, Side 26

Litli Bergþór - 01.03.2008, Side 26
Enn um hringferðir í Frascati og almenna ánægju okkar ferðalanganna með ferðina. Að aka í hringi í Aschenbrenner, allir saman, er allt í lagi meðan enn er ágætlega gaman. KH Nú voru góð ráð dýr. Tæpir tveir tímar voru í næstu lest svo að þá var bara að leita að strætó- stöðinni og reyna næsta strætó. Þar tók ekki betra við. Eftir að hafa keypt miða á línuna kom í ljós að þeir höfðu runnið út 30. júní kl. 10:30 og í ofanálag vorum við nýbúin að missa af strætó- inum sem hafði farið um líkt leyti og lestin þrátt fyrir að miðasölumaðurinn héldi öðru fram. Ekki bætti úr skák að næsti strætó til Rómar fór einungis 15 mín fyrr af stað en næsta lest. Til að bæta gráu ofan á svart þá hringdi nú sími Hófýjar. Steingrímur hafði ætlað með okkur um morguninn með Hringanóra en svaf yfir sig og því hafði hann hlaupið frá hótelinu til lestarstöð- varinnar og náð lestinni á meðan við hring- snérumst í rútunni! Nú var ekki annað að gera en að setjast niður og fá sér bjór. Eftir að Hófý og Steingrímur höfðu ráðið ráðum sínum var ákveðið að við tækjum strætó á næstu lestarstöð þaðan sem við næðum lest beint til Rómar, í stað þess að taka lestina frá Frascati og skipta svo aftur um lest. Eftir nokkurn ugg og óvissu náðum við loks strætó og þá kynntumst við loks ítalska akstursmátanum sem fólst í botnlausum inngjöf- um og hemlunum þess á milli. í ofanálag lágu ítölsku bílstjórarnir á bílflautunum og hikuðu ekki við að troða sér inn í minnstu glufur enda báru margir bílarnir þess skýr merki. Komumst heilu og höldnu á lestarstöðina á met- tíma, þar sem mikil rekistefna upphófst fyrir fram- an miðasjálfssalana. Hófý var í stöðugu símasam- bandi við Steingrím sem reyndi að leiðbeina henni um ítalskar lestarlínur eftir för sína til Rómar og vegna fyrri kunnáttu sinnar á ítölsku lestarkerfi. Loks fékkst botn í málið og við héld- um með neðanjarðarlestinni til Rómar. Endastöð okkar var við Péturstorgið og þar beið okkar Steingrímur hlæjandi að óförum okkar. Nú var dagurinn hálfnaður og ákveðið var að storma í Péturskirkjuna. Þar lentu ófáir í glímu við öryggisverði Vatikansins. Þeir voru síður en svo hrifnir af stuttum stuttbuxum Hófýjar né berum öxlum Jóa hennar Guggu auk nokkurra annarra landa þeirra. Strangari reglur gilda um klæðaburð í ítölskum kirkjum en við Islendingar eigum að venjast. Urðu menn nú að redda sér með því sem hendi var næst og Hófý náði að sveipa sig hálfgagnsæju sjali sem náði frá hálsi og niður fyrir hné en toppi frá Hildi var troðið yfir axlirnar á Jóa svo hann líktist mest illa vafinni rúllupylsu. Hópurinn náði um síðir inn í kirkjuna sem svo Litli Bergþór 26 ______________________________ sannarlega telst vera ein af glæsilegustu bygg- ingum veraldar. Nú skildu leiðir og nokkur okkar héldu upp á hvolfþak kirkjunnar. Eftir klukkutíma í biðröð gátum við valið um hvort við vildum handsala 5 € fyrir að ganga 535 þrep upp á topp kirkjunnar eða gauka 7 € að vörðunum til að fá að fara hluta leiðarinnar með lyftu og ganga einungis 325 þrep. Þetta þótti flestum kjarakaup og lyftan var nýtt til að drífa okkur upp. Síðan tók við þrælaganga upp á hvolfþakið. I ljós kom að þakið var í tveim lögum því innan í því voru ranghalar stiga og þröngra ganga sem undu sig upp á við, fyrst á svalir innan á og síðan utan á hvolfþakinu þaðan sem útsýnið var ótrúlega fallegt. Segja má að heimurinn sé lítill því þegar við biðum í biðröðinni á leiðinni upp hittum við fyrir íslenska fjölskyldu í sömu erindagjörðum. A niðurleiðinni kom hins vegar babb í bátinn því Islendingarnir kunnu ekkert á biðraðamenn- ingu Itala og voru reknir öfugir út úr lyftu Péturs- kirkjunnar fyrir að virða ekki einstefnu við lyftu- dyrnar þar sem lyftan hafði sér inngang og sér útgang. Eftir að hafa misst af lyftunni tók því ekki að bíða í 15 mín. eftir henni aftur og því var tekið til þess ráðs að skunda niður allar tröppurnar sem eftir voru. Að Péturskirkjunni lokinni fengu menn sér að snæða og héldu svo heim til hallarinnar í Frascati með neðanjarðarlestinni. I Róm hafði Halldór Páll keypt skó fyrir eiginkonuna. Kveið hann þessu nokkuð enda ekki vanur að kaupa kvenmannsskó. Til fylgdar, þegar hann fór í þennan víking, hafði hann nokkra vini og félaga. Skaust í víking, skelfdist það. í skóbúðir með lotningu. - en -. Eg auðvitað, er orðinn að ítalskri dragdrottningu. HPH Þessi Rómarferð var svo sannarlega sagan endalausa því að þegar lestin hafði verið tekin áleiðis til Frascati hittum við fyrir Birnu Þórðardóttur - „herstöðvaandstæðing nr. 1“. Upphófust miklar samræður eins og von er þegar landar hittast á förnum vegi og í ljós kom að Birna var sömuleiðis á leið til Frascati. Allt í einu hvítnar Birna upp og hrópar upp yfir sig: „Ó, Guð! Ég átti að fara út úr lestinni fyrir tveim stöðvum!“ Nú var ljóst að kórfélagarnir voru líka á rangri leið og við höfðum dregið Birnu af þeirri einu sönnu. Nú voru góð ráð dýr. Akveðið var að stökkva út úr lestinni á næstu brautarstöð og taka næstu lest til baka þar sem hægt var að skipta í ofan- jarðarlest sem færi út í Frascati. Þegar á lestar- stöðina var komið var asi og óðagot á mönnum. Reynslan hafði sýnt að það borgaði sig að hraða

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.