Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 1
FRETTABREF
7ÆTTFRÆÐIFÉ L AGSIN S
ISSN 1023-2672
4. tbl. 13. árg. - apríl 1995
"Hver var hann, ungi pilturinn, hann frændi minn, sem eitt
sinn sat með skrifpúltið sitt á hnjánum og páraði drauma
sína og vonir"
Gamlir hlutir glæða ættfræðina lífí og tengja okkur fortíðinni á
áþreifanlegan hátt.
Ættargripir af ýmsu tagi prýddu sýninguna "Ættfræðinnar ýmsu
hliðar", sem Ættfræðifélagið stóð fyrir í tilefni 50 ára afmælisins í
febrúar. Sjá bls.
Púlt þetta er smíðað af Jóhanni
Hannessyni, Bjarneyjum á Breiðafirði
um 1880. Fyrsti eigandi þess var Soffía
Gestsdóttir, síðar húsfrú á Staðarfelli á
Fellsströnd, f. 1866 en hún fékk púltið
í fermingargjöf. Seinna gaf hún fóstur-
syni sínum og móðurbróður mínum
Magnúsi Zophaníasi Guðfinnssyni, f.
1898, púltið en eftir að hann drukknaði
við Hjallaeyjar árið 1920 fengu for-
eldrar hans, Guðfinnur Jón Björnsson
og Sigurbjörg Guðbrandsdóttir (afi
minn og amma) það. SonurþeirraGestur
Guðfinnsson, síðar skáld og blaða-
maður, hafði það til umráða á unglings-
árunum en á sumardaginn fyrsta árið
1953, þegar ég var tíu ára gömul, gaf
Sigurbjörg amma mín mér það í sumar-
gjöf ásamt sykurtöngum og kleinujárni
og voru þetta fyrstu ættargripirnir sem
ég eignaðist.
(Guðfinna Ragnarsdóttir)