Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 11
frá Sögufélagi Borgarfjarðar. Bókaútgáfan Þjóðsaga gaf félag- inu höfðinglega bókagjöf og af- henti Páll Bragi Kristjónsson fram- kvæmdastjóri hana á hátíðarfund- inum. Bankar hafa fært okkur góðar gjafir, peninga, húsgögn og annan búnað. Þeireru Sparisjóður Kópavogs, Búnaðarbankinn, Seðlabanki íslands og Lands- bankinn, sem færði okkur forláta gestabók að frumkvæði Sverris Hermannssonar bankastjóra. Mánudaginn 27. febrúarhéldu svo félagar í Ættfræðifélaginu í Höfða í boði borgarstjóra. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórn- ar, tók á móti okkur. Rakti hún sögu Höfða og bauð okkur að skoða húsið. Einnig voru bornar fram veitingar. Þessar samkomur, afmælishátíðin og móttakan í Höfða voru vel sóttar og tókust vel. Eins og ég sagði í upphafi hefur þetta verið ár mikilla starfa hjá Ættfræðifélaginu. Ég þakka öllu þessu fólki vel unnin störf. Ég tel að núna standi ættfræði á tæknilegum tímamótum, þegar hægt er að skoða ættfræði frá svo- kölluðu Interneti frá Háskólanum. Ættfræði er nákvæmnisvinna til þess að hún verði rétt, það vitum við öll. Verum aðgætin í rann- sóknum. ' Á Samningur um útgáfu Manntals frá 1. desember 1910. Ættfræðifélagið og Erfðafræðinefnd gera með sér eftirfarandi samning: 1. gr. Ættfræðifélagið gefur út manntal frá 1. desember 1910 í samvinnu við Erfðafræðinefnd og Þjóðskjalasafn. 2. gr. Erfðafræðinefnd lætur Ættfræðifélaginu í té tölvuútskrift af manntalinu. Ættfræðifélagið sér um leiðréttingar í samræmi við handrit í Þjóðskjalasafni, en Erfðafræðinefnd annast fyrsta tölvu- innsláttleiðréttinganna. ErfðafræðinefndafhendirÆttfræðifélaginu síðan gögnin á seguldisklingum. 3. gr. Að öðru leyti en því sem að framan greinir sér Ættfræðifélagið algerlega um útgáfu manntalsins, kostar hana og nýtur jafnframt þess fjárhagslega ávinnings eða ber það tap sem kann að verða á útgáfunni. 4. gr. Gögnin sem eru á segulmiðlum og notuð eru til útgáfu manntalsins eru eign Erfðafræðinefndar og er óheimilt að nota þau til annars en íyrrgreindrar útgáfu nema með samþykki Erfðafræði- nefndar. Ættfræðifélagið fær afhenta einn eða tvo disklinga í senn, um leið og skilað er disklingum sem búið er að nota. 5. gr. I formála útgáfunnar skal getið um þau gögn og leiðréttingar, sem Erfðafræðinefn hefur unnið og látið í té. Ættfræðifélagið afhendir Erfðafræðinefnd 5 eintök af hinni prentuðu útgáfu mann- talsins. 6. gr. Af samningi þessum eru gerð tvö samhljóða frumrit, sitthanda hvorum aðila. Hólmfríður Gísladóttir Til Ættfræðifélagsins Hlöðum, Hörgárdal, 601 Akureyri. Reykjavík, desember 1994^ Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls eru 5 eigendur aðjörðinni Samtýni íKræklingahlíðviðEyjaijörð árið 1712. Ég þekki deili á 4 þeirra. Sá fimmti var Jón Þorleifsson á Bakka í Viðvíkursveit, Skaga- firði. Hann er naumast fæddur seinna en um 1680. Getur einhver upplýst mig um Jón þenna? Gæti hann verið skyldur eða tengdur Magnúsi Bjömssyni lögmanni áMunkaþveráeðaþví fólki? Með kveðju. Stefán Halldórsson V 11

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.