Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 6
vex með aldrinum. Þá hverfa forfeðurnir líka einn af öðrum af sjónarsviðinu og við gerum okkur æ betur grein fyrir því að nú er komið að okkur að bera ábyrgð á þeim fróðleik sem berast á til komandi kynslóða. Ef við bregðumst slitnar mikilvægur hlekkur í keðjunni, þessari keðju fróðleiks og fræða, sem er okkur öllunr svo nauðsynleg. Hversu oft heyrum við ekki eldra fólk segja: “Æ, ég vildi að ég hefði spurt bana mömmu um þetta”. Það rennur alltaf upp sú stund að það er orðið of seint að spyrja. Að glæða lífi... En það eru ekki bara nöfnin og ættrakningarnar sem skipta máli. Smáatriðin, sögurnar og sagnirnar glæða ættfræðina lífi. Ég sé hana Ijóslifandi fyrir mér hana Agnesi Guðfinnsdóttur, Ijósmóður, langömmu mína, þegar húnkastaði fram vísunni um framhjáhald bónda síns forðum, eða þegar hún gömul kona tók fram tóbaksglasið sitt og fékk sér nokkur korn í nefið- allt í laumi fyrir seinni manninum sem fyrirleit slíka siði. Ég sé líka fyrir mér fóstru móður minnar, Björgu Magnúsdóttur, ljósmóður, frá Túngarði, þarsem hún lítil hnáta á tíunda ári læðist fram hjá Vogsbænum á Fellsströndinni og má alls ekki hafa hátt, segir móðir hennar, Soffía Gestsdóttir, því inni í bænum liggur hún langalangamma mín, Hólmfríður Steinsdóttir (dóttir Barna-Steins) og er um það bil að skilja við. Litríkar persónur Og hver segir að það sé ekki íjör í ættfræðinni þegar maður heyrir sögur á borð við þá um Matthías á Orrahóli á Fellsströnd, langafabróður minn, þann litríka persónuleika, sem sendi nýfætt barn sitt, sem hann ekki vildi gangast við, heim til móðurafa þess Dags Jónssonar í Litla-Galtardal, en sá sendi bamið til baka til föðurhús- anna og lét það síga niður um strompinn þegar Matthías neit- aði að opna bæinn! Sorg... Já, ættfræðin hefur ýmsar hliðar, þar sjáum við sorg og gleði, þær systur tvær sem fylgja okkur mönnunum á lífsleiðinni. Enginn les ósnortinn kvæðið hans langalangafa míns Olafs Björnssonar á Hlað- hamri í Strandasýslu, í 56 erindum, sem hann yrkir í sorg sinni þegar hann missir tvö barna sinna í Hrútafjörðinn. Nokkur strá mig stinga fmn stríði háu svarinn, sveif það á nær systkinin sukku í bláan marinn. Satt skal greina blikna brár bana kvein í spjóti, tvö í einu svöðusár sjást á fleinanjóti. ... og gleði Og gleðin á sinn sess í Ijóðabréfunum hans Guðfmns afa míns til hennar Sigurbjargar ömmu minnar og gefur okkur innsýn í líf hans og þrár: Til þín heim mig tíðum dreyma gerir anna flúinn er þá stund yndi búinn þér við mund. Gamlir hlutir frá afa og ömmu, langafa eða lang- ömmu, vekja einnig áhuga og forvitni. í þeim líkt og sögum, sögnum og vísum bregður fyrir lítilli mynd liðins tíma og við finnum sem snöggvast nið aldanna. Hver var hún þessi formóðir mín sem eitt sinn fór höndumumslitiðkleinujárneðasykurtangirog hvað hugsaði hann ungi pilturinn, hann frændi minn, sem eitt sinn sat með skrifpúltið sitt á hnjánum og páraði drauma sína og áform? Var hann ef til vill að yrkja lítið vísukorn í ljóðabréf til systur sinnar norður í landi: Ég á skíðum skemmti mér skeiða hlíð af snilli, skauta tíðar ferðir fer fákum ríð á milli. Og hve dýrmætt er ekki fyrir börnin mín að eiga lítinn, skörðóttan leirketil sem Vig- dís Vigfúsdóttir langalang- arnrna þeirra f.1844, sendi frænku sinni, Soffiu Gests- dóttur, síðar húsfrú á Staðar- felli, sem þökk fyrir það hvað hún var dugleg að gæta langömmuþeirra,SigurbjargarGuðbrandsdóttursem fædd var 1875! Stutt í Egil Annað sem tengir okkur við ættina og fortíðina eru nöfnin, þessi nöfn sem ganga í arf, mann fram af manni, og eru okkur svo óendanlega kær. Mörg þeirra má rekja langt aftur í aldir, sum jafnvel aftur í landnám. Og þótt okkur finnist fortíðin íjarlæg er saga íslensku þjóðarinnar ótrúlega stutt. Það uppgötvaði ég þegar dóttir mín átti að lesa '’Það rennur alltaf upp sú stund að það er orðið of seint að spyrja” 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.