Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 5
Forvitni og fróðleikur En hvað sækjum við í ættfræðina meira en forvitni um eigin uppruna? Varla eru það ættartölur eins og þær birtast í fornsögunum, endalaus upptalning mann fram af manni. Eða hvað? Leynist þareftil vill einhverannar fróðleikur, fróðleikur um persónur, atburði, lífskjör og lífsbaráttu horfinna kynslóða. Þeirra kynslóða sem við erum sprottin af, þeiira sem byggðu landið, mótuðu líf þess og menningu? Ef grannt er skoðað sjáunr við að úr ættartölunum sprettur fram ótrúlega fullmótað mynstur sem sýnir okkur samstætt þjóðfélag með mörgum ættarheildum. Ættartölurnar eru grundvallaratriði í sögum á borð við Laxdælasögu, Gíslasögu Súrssonar og Brennu- Njálssögu. Við sjáum líka að menn héldu á lofti því sem gott var í ættinni og gerðu sér far um að halda tengslum við þá sem einhvers máttu sín. Illmenni og aukvisar eru sjaldan í ætt færðir eða frá þeim ætt rakin eins og sést á V íga-Hrappi sem enga afkomendur á og Þóroddi goða í Laxdælasögu sem er ófrjór. Sama gilti um gæfulaus stórmenni á borð við Gretti Asmundarson sem aðeins átti einn son sem dó í bemsku og Gísla Súrsson og Auði sem ekki áttu nein eigin börn. Skyldleikagiftingar Ættartölurnar setja söguna niður í þjóðfélagið sjálft- beint í mannlífið. Ættartölur fomsagnanna skýra tengsl söguhetjanna, hvað það er sem tengir og hvernig ættrækni og frændsemi getur borið lægri hlut fyrir mannlegum tilfmningum, ást og íjandskap. En sjáum við ekki einmitt sama mynstrið í okkar eigið þjóðfélagi? Við tölum um ættirnar sem heildir, hyglum að okkar nánustu, ráðum frændur og skyldmenni í stöðurog hverotarsínum ættartota. Við spáum í hverjum barnið sé líkt og þusum yfir skaðgerðargöllumþess,semauðvitað eruallirkomnir úr hinni ættinni! Við erum að vísu að mestu hætt skyldleikagiftingum, til þess að varðveita auð og völd, og fáir segja nú eins og ættstóra konan sem bjó með manni í fimmtíu ár og svaraði aðspurð eftir lát hans af hverju hún hefði aldrei gifst honum: Eg gat ekki gert foreldrum mínum það, því við vorum allsendis óskyld! Það að skyldleikagiftingar urðu mjög algengar eftir að þær voru leyfðar á 18. öld byggðist fyrst og fremst á einangruninni, eins og best sést á því að um aldamótin þegar um tuttugu af hverjum þúsund giftingum voru systkinabarnagiftingar, þá var það Austur-Skaftafellssýslan með sín stóru fallvötn og miklu einangrun sem átti metið. Erfðafræði Hér komum við inn á annan og ekki síður mikilvægan þátt í ættfræðinni en það eru tengsl hennar við erfðafræðirannsóknir, en eins og við öll vitum erfast fjölda margir veikleikar og sjúkdómar - eða líkurnar á að fá vissa sjúkdóma. Island er kjörið svið til slíkra rannsókna einmitt vegna smæðar þjóðarinnar og þekkingar á ætt okkar og uppruna. í kirkjubókum, sóknannannatölum og manntölum er að finna ómældan fróðleik og staðreyndir um fæðingar- og dánardaga, barnaljölda, dánarorsök, þjóðfélagsstöðu og aldur. Þótt áreiðanleikinn á prestsþjónustubókunum fari eftir ástandi og nákvæmni prestanna hverju sinni er hér um geysimikinn fróðleik að ræða, sem hægt er að nýta sér við hinar ýmsu erfðafræðilegu rannsóknir. Til marks um þessi tengsl ættfræði og erfðafræði má nefna að Ættfræðifélagið, sem á 50 ára afmæli um þessar mundir, er einmitt að vinna að útgáfu Manntalsins 1910 í samvinnu við Erfðafræðinefnd og kom fyrsta bindi þess út nú um áramótin. Egill og himnaríki Já, ástæður ættfræðiáhugans geta verið margar. Hjá sumum eru það trúarlegar hvatir, eins og hjá mormónunum, sem álíta að hægt sé að koma heiðnum eða trúvilltum forfeðrum til himnaríkis með vissum kirkjathöfnum. Þeir leita því uppi alla slíka og eiga nú í Utha mesta ættfræðisafn sem um getur. Sagan segir að ekki ófrægari maður en Egill Skallagrímsson sé meira að segja kominn inn í himnaríki fyrir þeiira atbeina. Og vel er það. En það er fleira en von um himnaríkisferðir sem ættfræðin leggur til í lífí okkar. Með þekkingu á ætt og uppruna okkar sjálfra og samferðamannanna verðum við glöggskyggnari á lífið sjálft. Við fylgjumst hvert með öðru gegnum skyldleikann en einmitt þekkingin á ættum og einkennum gerir okkur hæfari til að skilja betur þá sem við umgöngumst. Það gerir okkur þegar best lætur víðsýnni, þolinmóðari og umburðarlyndari og ef til vill betur í stakk búin til mannlegra samskipta. Ábyrgð Að leggja stund á ættfræði er oftast eldri manna gaman og víst er um það að áhuginn á upprunanum "Það er fleira en von um himnaríkisferðir, sem ættfræðin leggur til í lífi okkar" 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.