Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 10
Skýrsla formanns Ættfræðifélagsins á aðalfundi 1995 Góöir félagar. Árið 1994varármikillastarfa. Við héldum 6 félagsfundi og 13 stjórnarfundi fyrir utan nefnda- fundi í ritnefnd, manntalsnefnd, tölvunefnd og hátíðanefnd. Það var farið í ferðalag 9. júlí í Vestur- Skaftafellssýslu, leiðsögumenn voru Hreinn Erlendsson bókavörð- urogGuðfmnaRagnarsdóttir. Far- arstjóri var Guðmar Magnússon. F erði n tókst ágætlega og skemmtu félagar sér vel. Það hefur farið fram mikil vinnaviðManntalið 1910ásíðasta ári. Nú er búið að fara fyrstu innritun yfir allt landið, þær hafa reyndar verið tvær yfirferðimar í fyrstu. Við hófum þessa vinnu 16. febrúar 1990 og lukum henni í mars 1995 og höfum unnið við þetta 6520 tíma. Það er eins og ein manneskja hafi verið í föstu starfí í rúm 3 ár. Svo hefur Erfðafræði- nefnd sett þessar innfærslur inn á tölvudisk hjá sér. Þetta síðasta ár hafa unnið við þetta þau Eggert Kjartansson, Guðbjörg Sigfúsdóttir, Gunnar Hvammdal, HólmfríðurGísladótt- ir, KlaraKristjánsdóttirogKristín Guðmundsdóttir. Þettahefurverið mjög samhenturog skemmtilegur hópur. Eins og þið vitið er fyrsta bindið, Skaftafellssýslur, komið út. Eggert Kjartansson tók að sér að bera aðra tölvuútprentun á manntalinu saman við frumritið. Hann hefur borið alla fæðingar- tímana í leiðrétta dálkinum saman við kirkjubækur og var það geysi- mikið verk. Ef við gætum borið saman þessa 85000 fæðingardaga þeirra íslendinga, sem eru áMann- talinu 1910,samanviðkirkjubæk- ur, held ég að við ynnum menn- ingarlegt þrekvirki. Hálfdan Helgason setti síðan leiðréttingar inn á tölvudiskinn, áður en hann fór í Prentsmiðjuna Odda. Samstarfið við Starfsfólk Odda hefur verið mjög gott. Prófar- kalestur önnuðust Eggert Kjart- ansson, Hólmfríður Gísladóttir, Sigurður Sigurðarson og Guðmar Magnússon. Og svo er það framhaldið. Það er búið að vinna Rangár- vallasýslu og Vestmannaeyjar á sama hátt. Við Eggert höfum unn- ið síðasta samanburð við frumrit og Eggert hefur nýlokið saman- burði á fæðingardögum við kirkj u- bækur. Svo er að sjá hvernig Skafta- fellssýslurnar seljast, til að hægt sé að halda áfram útgáfu. Manntalsnefndin gerði samn- ing fyrir hönd Ættfræðifélagsins við Tómas Helgason fyrir hönd Erfðafræðinefndar, um tilhögun á afhendingu gagna. (Samningurinn er birtur í heild á næstu síðu) Seinni hluta árs unnu þær Klara Kristjánsdóttir og Kristín H. Pét- ursdóttir nöfn allra félaga í Ætt- fræðifélaginu inn á tölvudisk og þær gerðu meira, þær töluðu í símaviðallafélagasem þærnáðu í og báðu um upplýsingar og leið- réttingar svo félagatalið gæti orðið sem réttast. Nú er bara eftir að setja nöfn þeirra, sem hafa gengið í félagið í vetur, inn á diskinn. Svo er í athugun um útgáfu. Starfsemin eykst og er í þessum töluðu orðum eru félagar orðnir 640. Fréttabréfið okkar er alltaf að verða veglegra. Það er í góðum höndum Hálfdanar Helgasonar. Útbreiðsla þess er orðin mikil með auknum félagaíjölda. Við skulum efla það með því að senda inn greinar, fyrirspurnir og svör. Um áramótin tók félagið á leigu húsnæði, tvö herbergi að Dvergs- höfða 27, annað herbergið undir bókalagerinn og hitt fyrir fundar- herbergi. í húsnæðisnefnd eru GuðmarMagnússon, KlaraKristj- ánsdóttir og Kristín H. Péturs- dóttir. í nóvember tók til starfa afmælisnefnd til að undirbúa 50 áraafmælið. I henni voru Guðfmna Ragnarsdóttir, Guðmar Magnús- son, Þuríður Kristjánsdóttir og Kristín Hjartar. Þetta fólk vann geysimikiðundirbúningsstarfíyrir afmælishátíðina. Guðfmna og Kristín Hjartar settu upp sýning- una í Gerðubergi, "Ættfræðinnar ýmsu hliðar". Þettatókst allt mjög vel og Guðfinna sagði þegar verið var að taka sýninguna niður: “Þetta er búið að vera svo gaman, ég gæti bara byrjað aftur”. Og afmælishátíðin hófst með lúðrablæstri í Gerðubergi 25. febrúar 1995, fundarstjóri var Guðfinna Ragnarsdóttir. Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir heiðraði okkur með nærveru sinni ásamt fleiri góðum gestum og félögum. Tveir félagar voru gerðir að heiðursfélögum, þeir Arn- grímur Sigurðsson og Þorsteinn Jónsson. Mörgum félögum voru þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. Ogfólkskemmti sérvel við fagran söng og hátíðarræðu Sigurðar Líndals prófessors og gott kaffi. Margir gáfu félaginu bækur á síðasta ári, t.d. til minningar um látna félaga. Þuríður Kristjáns- dóttir afhenti Ættfræðifélaginu góða gjöf, Borgfirskar æviskrár, 10

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.