Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 9
Kristinn Björnsson sálfræðingur:
Endurminningar frá
Ættfræðifélagsins
Nú í febrúar fékk ég óvænt og
ánægjulegt boð frá stjórn Ætt-
fræðifélagsins um að vera gestur á
hátíðarfundi þess í tilefni 50 ára
afmælisins.
Langt er síðan ég hef tekið
nokkurn þátt í starfi félagsins, en
vissi þó alltaf af tilvist þess og
mundi stofnfundinn. Formaður
félagsins, Hólmfríður Gísladóttir,
bað mig segja lesendum Frétta-
bréfsins frá stofnfundinum og til-
drögum þess að ég var þar, og er
ég fús til þess.
Veturinn 1945 var ég í 5. bekk
Menntaskólans í Reykjavík, þá22
ára. Sennilega hef ég því verið
yngstur stofnendanna, en þetta var
mest miðaldra og roskið fólk. Fáir
eru líklega eftir sem muna stofn-
fundinn.
Ég var í föstu fæði í matsölu að
Bókhlöðustíg 10. Þarborðaði m.a.
Steinn Dofri og fleiri sem áhuga
höfðu á sögu og ættfræði. Þarna
borðuðu margir, fólkáólíkum aldri
og af ýmsum stéttum, námsmenn,
skrifstofufólk, menntamenn,
verkamenn o.fl. Þar voru því
margvíslegar umræður undir
borðum og gaman að kynnast
mörgu af þessu fólki.
Steinn Dofri er mér
minnisstæður og gaman var að
ræða við hann. Steinn var maður
góðlegur, látlaus og hlýr, hafði
góða kímnigáfu, var bæði
mannvinur og dýravinur og talaði
oft um kettina sína. Ahugi hans
snérist mest um ættfræði og sögu,
en hann fylgdist þó vel með
þjóðmálum og því sem efst var á
baugi, hafði sterka réttlætiskennd
ogákveðnarskoðanir. Hannsagði
mér margt um fólk og ættir, m.a.
hafði hann séð og mundi eftir
föðurafa mínurn og móðurömmu,
sem bæði voru látin áður en ég
fæddist. En Steinn var Borgfírð-
ingur eins og ég.
Á þessum árum hafði ég gaman
af að forvitnast um ættfræði, hafði
eignast “Bergsætt’’, sem ég er í, 7.
ættliður, sá þá að þar voru m.a.
sum bekkjarsystkini mín í M.R.
Líka haföi ég séð ættartölu, sem
rakti ætt mína í 33 ættliði til Egils
Skallagrímssonar. Þettaþóttumér
því dálítið spennandi fræði.
Steinn Dofri og fleiri töluðu
stundum yfir borðum um væntan-
lega stofnun ættfræðifélags, nauð-
syn þess og hlutverk, og það var
hann sem ákveðið bauð mér að
koma á stofnfundinn.
Þaðvarkl. 20.30 fnnmtudaginn
22. febrúar, sem ég mætti í sal
Landsbókasafnsins. Mig minnir
að það væri hægviðri og snjóföl,
gott febrúarveður það kvöld. Þama
voru allmargir, sem ég þekkti, t.d.
Borgfirðingarnir Ari Gíslason,
Guðmundur Illugason og Aðal-
steinn Halldórsson frændi minn,
en við erum systrasynir. Þá hafði
ég alloft komið á Þjóðskjalasafnið
og séð þá sem þar sátu við
fræðiiðkanir.
Þó að ég muni ekki
fundarstörfm í einstökum atriðum,
sem snérust m.a. um hlutverk, heiti
og verkefni væntanlegs félags,
man ég þá tilfinningu mína, að ég
væri þarna í góðum hópi, þetta
væri merk félagsstofnun og
gagnleg, því að slíkt félag mundi
geta komið mörgum áhugaverðum
verkefnum í framkvæmd og orðið
til góðs. Hafði ég því ánægju af að
hafa tekið þátt í stofnun félagsins.
stofnfundi
Kristinn Björnsson
Ekki kom ég á framhaldsstofn-
fund, og næsta vetur var ég að lesa
til stúdentsprófs og sinnti þá ætt-
fræði lítið. Því næst lá leiðin til
Ósló til háskólanáms í nokkur ár.
Þegar heim kom byrjaði svo starf
og annríki ekki rninna en á náms-
árunum. Ættfræðinni var því lítil
tök á að sinna, þótt alltaf hafi ég
haft gaman af að fylgjast með og
fræðast um ætterni kunningja og
vina. Ég hef því lengst af verið
neytandi þess sem ættfræðirann-
sóknir buðu fram, en sjálfur lagt
lítið af mörkum. Það er því rík
ástæða til að þakka þeim, sem að
þessu vinna, elju þeirra og áhuga
og óska þeim allra heilla í starfi.
Ævin er stutt,
en menntin er löng.
9