Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 18
Svar til Þorsteins Kjartanssonar við fyrirspurn í 1. tbl. 1995. Spurt er um niðja barna Ólafs Brynjólfssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, Ási í Helgafellssveit 1855. Þá er fyrst til að taka að Valgarðurtekki ValgerðurlÓlafs- son var kaupmaður og útgerðar- maður í Rey kjavík. Hann kvæntist 3. okt. 1874, kona hans hét Rósa Anna E1 ísabet Ei narsdóttir Hákon- sen. Á manntalinu 1901 í Reykja- vík, er ekki getið um tölu barna hjá þeim, sem er þó venja í því manntali. Hjá þeim í Reykjavík 1901 er systursonur Valgarðs, PéturKonráðsson f. 18. ágúst 1890 í Stykkishólmi, sonur Kristínar Ólafsdóttur og Konráðs Konráðs- sonar ekkils í Stykkishólmi. Elimundur Ólafsson f. 27.júlí 1851 í Arney í Skarðstrandar- hreppi, Dal., hann átti börn með Kristbjörgu Sveinsdótturúr Flatey á Breiðafírði. AndreaSigríðurEli- mundardóttir f. 28. mars 1879, maður hennar var Kristján Guð- mundsson, sjómaður, Ólafsvík. Margrét Elimundardóttir f. 8. jan. 1881 íTannstaðabúðáSandi. Hún bjó með Hermanni Her- mannssyni í Eyrarsveit og áttu þau þrjár dætur. Svanfríður f. 23. jan. 1902 í Rimabæ í Eyrarsveit, Svanhvít f. 9. júlí 1904 í Rimabæ, Kristbjörg f. 3. feb. 1908 d. 10. feb. 1908. Svanfríður og Svanhvít eiga marga niðja. EftilvillkomaniðjarElimund- ar og Kristbjargar út í bók um Vesturbúðaætt í Flatey. Einnig eru niðj ar Margrétar og Hermanns í niðjatali mínu frá Guðríði Hann- esdóttur f. 1783. ElimundurersagðureigaHjört fyrir son í Dalamönnum III, bls. 47 en ég finn hann ekki. Elimundur Ólafsson varð úti 19. des. 1894, þá bóndi á Fossi í Fróðárhreppi. Jón Ólafsson er fæddur 15. okt. 1854 í Ási í Helgafellssveit, ég veit ekkert um hann. Hólmfríður Gísladóttir Fyrirspurn til félaga í Ættfræðifélaginu. Lengi hefur mig langað til að spyrjast fyrir hjá ykkur, félögum mínum í Ættfræðifélaginu, hvort það sé ekki einhver sem getur hjálpað mér með upplýsingar um Eirík Sighvatsson, f. 1766 d. 11. nóvember 1837 í Fagradal. Ég hef hvergi fundið neitt sem getur leitt mig inn á rétta braut til að finna framætt hans. Það lengsta sem ég hef komist með hann er í V.-Skaft- fellingum, 1. bindi, en þar segir: “Eiríkur bjó árið 1816 á Höfða- brekku í Mýrdal. Hann var í fél- agsbúi, með tengdafoður sínum, á Höfðabrekku til 1801, bóndi þar 1801 til 1825 að minnsta kosti (27?), bóndi í Fagradal 1827? (með vissu 1829) til æviloka.” (V-Skaftfellingar, I. bindi,/ Manntal 1801 Suðuramt,/Rang- vellingabók bls. 450). EiríkurkvæntistSigríðiÞorsteins- dóttur, f. 1769 d. 3.7.1838 áYtri- Ásum. FaðirhennarvarÞorsteinn Ketilsson, f. 1733 en nafn móður Sigríðar þekki ég ekki heldur og þætti mér einnig fróðlegt að fá einhverja vitneskju um hana og framætt hennar. Með fyrirfram þakklæti, Jón Haukur Guðlaugsson Ystaseli 3, 109 Reykjavík, sími 587-3075 Leitað liðsinnis Jón Óskarsson leitar upp- lýsinga um afdrif formóður sinnar og væntir liðsinnis les- enda Fréttabréfsins. Frá Jóni Bergmann, sem nefndur er í greininni er rakið svo til greinarhöfundar: Guðjón Sigfús Jónsson, bjó í Guðjónshúsi við Norð- urstíg Ágúst Valdimar Guð- jónsson (kenndur við Hábæ) Óskar Valdimarsson Jón Óskarsson Jón Bergmann var sonur Helgu Jónsdóttur, sem varð barnshafandi að Jóni eftir Ferdinand árið 1827. Ferdi- nand, sem var innanbúðar- maður hjá Peter Cristjan Knudzon, vildi ekki gangast við baminu en Helga, sem var vinnukona hjá Laurits Knudsen um þessar mundir, höfðaði faðemismál áhendur Ferdinands og var dómur henni í hag. Sambýliskona Jóns Berg- manns var Sigríður Ingi- mundardóttir og eignuðust þau tvo syni. Ingimundur fæddur 1850, dó sama ár að- eins nokkurra daga gamall. Guðjón Sigfús fæddist árið 1852 í febrúar, en nokkrum mánuðum áður hafði Jón Bergmann drukknað á Rauð- arárvík. Sigríður afréð að gefa Guðjón til fósturfor- eldra sem voru Guðmundur Erlendsson, kenndur við Rimmu (nafn konu óþ.). Nú vil ég gjarnan vita hvað varð um Helgu Jónsdóttur og Sigríði Ingimundardóttur. Með fyrirfram þökk, Jón Óskarsson 18

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.