Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 8
“..ein voldug ætt...” Ekki er áhugafólki heldur í kot vísað þar sem eru Ættartölubækur Jóns Espólín, Ólafs Snóksdalín, íslenskar æviskrár, Sýslumannaævir og Islenskir ættstuðlar í samantekt Einars H. Bjarnasonar, fyrsta og eina ættfræðiprófessorsins okkar til þessa. Flestir láta sér nægja að fást við afmarkaðar ættir en aðrir líkt og Einar Benediktsson skáld sjá hlutina í stærra samhengi: “Ég veit að allt er af einu fætt, að alheimsins líf er ein voldug ætt dauðleg, eilíf og ótal-þætt um afgrunns og himins slóðir.” Og ættfræðin heldur áfram að lifa og hrífa okkur með öllum sínum flækjum og spurningamerkjum. Ef tilvilleruþaðein- mitt spurninga- merkinsem heilla og lokka því ætt- fræðin er eins og gestaþraut sem aldrei verður leyst til fulls, svo vitnað sé í orð Indriða Indriðasonar, ættfræðings og rithöfundar, eins af stofnendum Ætt- fræðifélagsins og fyrrum formanns þess. Stöðugt bíða óhnýttir endar sem enginn veit hvert leiða fyrr en við fikrum okkur eftir þeim - á vit nýrra spurningamerkja. Grúsk og gaman Þannig er ættfræðin í senn grúsk og gaman og þegar best lætur fræðigrein, vísindi, sem útheimta þekkingu, nákvæmni og heiðarleika. Ættfræðin, þessi tengiliður milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, eykur skilning okkar á mannlífmu, tengir okkur sögunni, þjóðinni, menningunni og landinu, minnug orða Stephans G. Stephanssonar skálds: Innan um hvamma, kot og haga kljáð er minnar ættarsaga. Sömu nöfnum teig og tún í tíu aldir nefndi hún. Hver þráður sem við rekjum til fortíðarinnar verður okkur haldreipi og leiðarljós á framtíð- arbraut. Þannig gerir ættfræðin okkurfróðari, glöggskyggnari og umburðarlyndari, - ogþegarbest lætur, hæfari til þess að byggja upp öfgalaust þjóðfélag og takast á við lífið sjálft. MÆttfræðin gerir okkur þegar best lætur víðsýnni, þolinmóðari og umburðarlyndari" 01 eylLL skaLLayRÍrossori. f. atn 910 02, þoRgeRcíari + ól.afcíR pá oí rrífjnn 04. k.TtjriCarj })cxTi Qí þOROCll OCÍR sl1 oó fjówíIrjR aií o/ srjoriRl 23 0« f'jrjRorjLoriR 24 09 elooR 10 olí.tJORy s.r ix eirjrxR t 9. naÓRrj jÓRsalafam «7 14 trjörq t>ORLe! i'jrsoa RllcL l2lRCTstaóRl 29 IÓ Oalí]r2R.ÖCIR 17 oacff lfí FÍ.JfjrCTJÍ 19 onol srj fjnrfrirni þaFiitfcm tjoR.cj£iR£7ari þoFííiCeirJHDóCíIii JjfjRÍrTrjrc priLsnóf.tÍR orjtítir sigaRCfösorj |má fReraKt JaQi7e(v CJf^fás olíjois síflcjRnnÖR]] H.tíiTif) fjtjrciíTcjri yciáftQHia tjJÖRy sofi’ia f- 1972 Eitt af veggspjöldunum, sem voru á sýningunni okkar í Gerdubergi. 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.