Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 1
ijÐSrg FRETTABRHF ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS ISSN 1023-2672 1. tbl. 14. árg. - Janúar 1996 l& \V- o 'Þiðh us £ ver l°h«r«a bls. ^ttfi r&öif( Qtrit bls. 10 •v\t svW \5 Hóka 'gjafír /f V, Gleðilegt ár! Manntalið 1910, Rangárvallasýsla og Vestmannaeyjar er að koma út. Það er ánægjulegt þegar ný bók kemur út af Manntalinu 1910. Nú kemur út Rangárvallasýsla og Vestmannaeyjar. Þetta er stór bók, 470 bls., enda Rangárvallasýsla stórt landbúnaðarhérað og Vestmannaeyjar orðinn fjölmennur útgerðarstaður 1910. Manntalið 1910 er að mörgu leyti öðru vísi en önnur manntöl. Þar eru fæðingardagar og ár og staður, hvenær fólk kom inn í sóknina og hvaðan, staða á heimili og störf venjulega tilgreind. Giftingarár og dánarár maka eru skráð, þar sem það á við. Síðast en ekki síst, eru þar lýsingar á bæjarhúsum að utan og fjöldi herbergja í húsum í þéttbýli, sem ekki eru til í öðrum manntölum, eins er getið eigenda jarða og húsa. Manntalið 1910 er svo nálægt okkur í tíma að það nýtist vel þeim, sem eru að byrja á að leita að ættum sínum, eða kanna þjóðlíf frá síðustu aldamótum, áður en ný öld gengur í garð. Ættfræðifélagið hefur haft samvinnu við Erfðafræðinefnd og Þjóðskjalasafn við gerð manntalsins og hefur hún gengið vel. I Manntalinu er dánartími frá Erfðafræðinefnd sem eru mjög miklar upplýsingar og gagnlegar. Nú hafa félagsmenn tækifæri til að sýna hve mikinn áhuga þeir hafa á Manntalinu 1910. Þetta er mikil bók, enda nærri tvöfalt fleiri mannanöfn þar en í fyrstu bókinni, Skaftafellssýslur. Bókin á að kosta 4700 krónur. Njótið vel. Hólmfríður Gísladóttir

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.