Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 14
Ættfræðilegt yfirlit Smellið á fjölskylduspjald barns ykkar og smellið á Y firlit-hnappinn (fimmta hnappinn á hnappabrettinu). Við þetta kemur á skjáinn fimm-ættliða ættartafla (í þessu tilfelli áatal). Þessi gluggi er eins konar skrá yfir áfangastaði. Seinna lærum við að búa til og prenta myndrænar ættartöflur. Smella má á nöfnin á yfirlitinu til að flytja þau á stað barnsins okkar. Ef smellt er á litla (leitar)hnappinn, sem er fyrir framan nafn barnsins okkar, birtist listi yfir maka og börn barnsins okkar. Með því að velja eitt þessara nafna byrjar þetta fimm-ættliða yfirlit á því nafni. Þegarhinn rétti maður erfundinn undir leitarhnappnum má smella á hnappinn (til vinstri), ýta á Enter (innfærsluhnappinn), ýta á Return (vendihnappinn), eða smella á I lagi, til þess að opna fjölskylduspjald þessa manns. Það má líka tvísmella á hvaða nafn sem er á yfirlitinu til þess að finna fjölskylduspjaldið. Smellið á Loka-hnappinn eða í lagi-hnappinn til þess að hverfa aftur að því fjölskylduspjaldi sem var á skjánum áður en við opnuðum Yfirlits-gluggann. Hvernig eruð þið skyld? Smellið nú til baka að okkar eigin fjölskylduspjaldi og veljið Skyldleiki undir Utbúa. Smellið síðan á Eiginmaður (ef þú ert karl) eða Eiginkona (ef þú ert kona). Reunion mun finna út hvernig þú ert skyldur öllum blóðskylmennum þínum og sýna skyldleikann með nafni (t.d. faðir, bróðursonur, systurdóttir) rétt ofan við nöfnin áfjölskylduspjöldunum. Með því að smella á fjölskylduspjöldin í fjölskylduskrá þinni muntu strax sjá skyldleikann við ættingjana (blóðtengda). Fjölskylduspjaldatengsl Þegar hér er komið skiljið þið sennilega að Reunion er hannað til þess að tengjafjölskylduupplýsingar þannig að þær verði ljósar og auðvelt að finna þær. Það er mikilvægt að gera sér fulla grein fyrir hugmyndinni að baki fjölskylduspjaldinu - að hvert spjald hefur að geyma eina fjölskyldu. Sé smellt á barnahnapp birtist fjölskylduspjald þess barns (þar sem má sjá eiginkonu og eiginmann næsta spjalds á undan, þ.e.a.s. foreldra barnsins). A sama hátt, sé smellt á foreldri, birtist spjald sem sýnir foreldrið annað hvort sem eiginmann eða sem eiginkonu á þeirra eigin fjölskylduspjaldi. T enging fleiri fjölskyldna Með Reunion má tengja fjölda einstaklinga og fjölskyldna og fara yfir ættarsviðið með því einu að smella á hnappa. Umfangið verður aukið með því að skrá fleiri fjölskyldur og fjölga upplýsingum. Öll fjölskylduspjöld búa yfir sömu eiginleikum. Skráningin fer ávallt eins fram. 8. skref: Afritun fjölskylduskráa Nú þegar við höfum skráð nokkrar upplýsingar í fjölskylduskrána ættum við að venja okkur á að taka reglulega afrit af gögnum okkar. Reunion auðveldar okkur þetta með því að innifela Afrita-skipun á Skrá- valseðlinum. Hver fjölsky lduskrá fær sína möppu á harða diskinum - einnig fjölskylduskráin sem við vorum að enda við að semja. Hver fjölskylduskrá inniheldur safn skráa sem allar til samans geyma dýrmætar ættfræðilegar upplýsingar. Skipunin Afrit undir Skrá gerir okkur mögulegt að afrita heila fjölskylduskráamöppu sem eina samanþjappaða skrá sem tekur aðeins brot af því diskaplássi sem annars þyrfti til að geyma skrárnar. Ef eitthvað kæmi fyrir og við þyrftum á afritaðri skrá að halda nægir aðeins að opna Reunion og velja Endurheimta undir Skrá. Endurheimta-skipunin birtist því aðeins undir Skrá að Reunion sé opið og allar fjölskylduskrár lokaðar. Afritað skjal geymir allar upplýsingar (nöfn, staðreyndir, dagsetningar, tengsl, athugasemdir og tilvísanir) sem tengjast fjölskylduskránni. Þetta skjal geymir ekki myndir, textaskrár eða töfluskrár. Afritun á diskling Mælt er með því að notendur afriti skrár á diskling og geymi hann á öruggum stað. Það er einnig ráðlegt að taka fleiri en eitt afrit af hverri skrá á disklinga þannig að ætíð sé til afrituð nýjasta skráin, helst tvö eintök. Afritunin Til þess að afrita fjölskylduskrá þína á diskling má fara svona að: • Opnið fjölskylduskrá í Reunion. • Veljið Afrit undir Skiá. • Setjið auðan, forsniðinn diskling í drifið. • Smellið á Vista Sé þetta gert ættu menn að geta sofið rólegir þar sem afrit af fjölskylduskránni er varðveitt á disklingi. Frekari upplýsingar um Afrita- og Endurheimta- skipanirnar eru í 36. kafla. Eins og ég sagði í upphafi eru þessar leibeiningar byggðar á leiðbeiningabókinni um Reunion 4.0 og að mestu leyti þýðing á því sem þar stendur. Vonandi hjálpar þetta fólki til að komast af stað með notkun forritsins. Arngrímur Sigurðsson 14

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.