Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 6
Þannig gengur fæðingartíðnin oft í öldum en það var einmitt ríkt einkenni í mannfjöldasögu Islands á 18. og 19. öld. Við sjáum það líka á línuritinu hér að fæðingar- tíðnin er frekar sveiflukennd þrátt fyrir að fólksfjöldi í sókninni hafi haldist nokkuð stöðugur. Erfitt er að sjá einhlýtar skýringar á þessu en giftingaraldur, giftingartíðni og framboð af jarðnæði, hljóta að vera samverkandi þættir. Um 1870 fækkaði fæðingum verulega sé horft á allt landið í heild en fór svo fjölgandi eftir 1875. Þessa ber einnig merki bæði í Holts- og Stóradalssókn. Fæðingarrisið 1888-1892 er athyglisvert að því leyti að þá var almennt harðindaskeið í landinu og það ásamt flutningum vestur um haf átti sinn þátt í að almennt voru fæðingar fæstar á landinu um 1888. í Holtssókn er þessu öðruvísi farið og gefur það til kynna að harðindin hafi ekki komið illa niður á sveitinni og ekki var heldur um beinar vesturferðir þaðan. Dánartíðni Þegar fjallað er um dánartíðni verður að gera ráð fyrir að hún getur verið breytileg frá ári til árs. Hún getur hækkað mikið við farsóttir og hallæri en lækkað þegar vel árar. (myndir 3.6 og 3.7 á næstu síðu) Ef við skoðum dánartíðnina fyrir Holtssókn sést að hún er mjög há í upphafi tímabilsins og nær reyndar hámarki í móðuharðindunum en lækkar svo og helst tiltölulega lág fram undir 1820 en er svo mjög sveiflukennd fram til 1907. Ekki er alltaf auðvelt að koma auga á beinar orsakir þessara miklu sveiflna. Þó kann ein skýringin að vera sú að ungbarnadauði var mikill hluti af dauðsföllum þegar dánartíðni jókst og getur það að einhverju leyti útskýrt toppana 1823-1837, 1848- 1852 og 1858-1862 en þá var ungbarnadauði hár. Það er þó langt því frá að vera eina orsökin heldur koma til margir samverkandi þættir eins og harðæri og farsóttir. Hvað fæðingar- og dánartíðni varðar þá er hlutfallið svipað í sóknunum tveimur. I sóknunum voru alls 332 fæddir umfram dána al 11 tímabilið, sem er umtal s verður fjöldi og áhverjum áratug fæddir umfram dánaum 5- 10% heildarmannfjöldans. 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.