Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Qupperneq 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Qupperneq 10
Reunion Ættfræðiforrit fyrir Makkann Leiðbeiningar um notkun Það sem hér er skráð byggist á leiðbeiningabókinni sem fylgir ættfræðiforritinu Reunion 4.0 og er birt hér í Fréttabréfinu til kynningar. Frekari leiðbeiningarer að finna í bókinni sjálfri. Byrjað í Reunion Þegar Reunion hefur réttilega verið komið fyrir á harða diskinum sést ný mappa á skjánum sem heitir Reunion 4.0. Opnið þessa möppu og í ljós koma nokkrar táknmy ndir (íkon) - ein þeirra heitir Reunion 4.0. Tvísmellið á hana til þess að ræsa Reunion. Það er líka hægt að ræsa Reunion með því að einsmella á Reunion 4.0-myndina og velja síðan Opna af valseðlinum Skrá. Ritvinnsluforrit valið (í fyrsta sinn sem Reunion er ræst opnast gluggi þar sem beðið er um að tilgreina ritvinnsluforrit. Smellið á í lagi ef nafn óskaðs ritvinnsluforrits birtist. Notið annars runseðil í glugganum til þess að velja ritvinnsluforritið. Reunion þarf að fá þessar upplýsingar til þess að mynda textaskjöl. Ef nafn ritvinnsluforritsins sýnist næstum útmáð (grátt) er ráð að endurbyggja skjáborðsskjalið. Ef nafn æskilegs ritvinnsluforrits birtist ekki á runseðlinum skal velja Annað af seðlinum. Við það opnast gluggi þar sem velja má sitt ritvinnsluforrit. (I kafla 28 er meiri aðstoð að fá.)) Byrjið á sjálfum ykkur og eigin fjölskyldu Það er góð hugmynd, þegar læra skal á Reunion, að byrja á því að skrásetja upplýsingar um nánustu fjölskyldu, svo sem eins og foreldra manns, eiginkonu, börn og systkini. Eftir að hafa opnað Reunion skuluð þið velja Ný undir Skrá og rita nafn fjölskyldunnar, t.d. Fjölsky lda Jóns. Reunionmyndarnúnýttfjölskylduskjal ogbrátt birtist autt (óútfyllt) fjölskylduspjald. í upphafi verður þetta ræsifjölskylduspjaldið sem birtist í hvert skipti sem þið opnið fjölskylduskjal ykkar. Það er alltaf hægt að finna þetta ræsifjölskylduspjald með því að velja Fyrsta fjölskylda (Ræsifjölskylda) undir Skoða eða með því að tvísmella á hnapp sem heitir Fyrri fjölskylda (hnappur með mynd af örvaroddum sem vísa til vinstri). 1. skref: Nafn og staðreyndir Hafið nokkrar staðreyndir um fjölskylduna við hendina. Ef þið munið ekki allt skulið þið viða að ykkur gögnum áður en lengra er haldið. Ef þú ert karl skaltu byrja á því að færa upplýsingar umeiginmannáfjölskylduspjaldið-fjölskylduspjaldið þitt. Veldu Eiginmaður undir Skrásetja. Ef þú ert kona skaltu velja Eiginkona undir Skrásetja. Nú birtist lítill gluggi og spurt er hvort ætlunin sé að bæta við nýjum eiginmanni (eða eiginkonu) við fjölskylduskjalið. Fyrst svo er skal smella á Bæta við. Stór gluggi (eyðublað) birtist. Skrifið nú upplýsingar í viðeigandi reiti. Reitirnir aftan við hnattlíkanið eru ætlaðir fyrir staðarnöfn. Hægt er að færa skjáörina á milli reitanna að vild, smella og rita. Dálkalykillinn (Tab) færir bendilinn (ritprikið) áfram frá einum reit til annars. Ritprikið má færa aftur á bak milli reita með því að halda niðri Skipt (Shift) og ýta á dálkalykilinn (Tab). Eftir að fyllt hefur verið í reitina eru þar til staðar allar grunnupplýsingar um hvern einstakling (nafn, dagsetning, staður og titill). Þegar lokið er við að skrá þessar upplýsingar skal, ef þær eiga að varðveitast, smellt á Vista-hnappinn (eða ýtt á innfærslulykilinn Enter. Upplýsingar þessar munu nú birtast á fjölskylduspjaldinu. Nöfn Einsogstaðreyndaglugginn (einstaklingsspjaldið)ber með sér var gert ráð fyrir að færa skírnarnafn (nöfn) sér og eftimafn (fjölskyldunafn, ættarnafn) sér. Þennan hátt höfum við ekki á, heldur ritum allt nafn einstaklingsins í sama (efsta) reitinn. Titlar Beri menn og noti titil skrifast hann í til þess ætlaðan reit. Ekki er mælt með því að skrá hversdagslega titla eins og Hr. eða Fr. Dagsetningar Reunion leyfir að fólk skrái dagsetningar með ýmsum hætti, en forritið breytir því, sem skrifað er, í sérstakt form sem tilgreint er í Dagsetninga-glugganum (velj ið Dagar undir Kostir). Þessu formi getur maður breytt á 16 vegu hvenær sem er. 10

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.