Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Side 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Side 8
Búferlaflutningar Tafla 4.3 sýnir búferlaflutninga í Holts- og Stóradalssókn á tímabilinu 1817-19-7. Burtviknir eru allir þeir sem flytjast búferlum úr sókninni en Innkomnir eru allir þeir sem flytjast inn í sóknina. Með því að taka fjölda Burtvikinna og draga frá Innkomna sést fjöldi þeirra sem eru fluttir umfram komna. Töflunni er skipt í tvo hluta vegna sameiningar sóknanna 1880. Á fyrri hluta 19. aldar voru fólksflutningar miklir og tíðir og flutningar um stuttar vegalengdir var algengasta mynstrið. Fólk flutti þá búferlum innan sýslunnar eða í aðliggjandi sýslur. Það á einnig við um Holtssókn en fram að 1882 voru það um 50% þeirra sem annað hvort komu inn í sóknina eða fluttu út sem voru á ferðinni til eða frá næstliggjandi sóknum. Eðli eignarhalds á jörðum og há prósenta leiguliða hefur án efa verið stærsti þátturinn að baki tíðra búferlaflutninga en leiguliðar leigðu jafnan aðeins til styttri tíma í senn. Ef við skoðum töflu 4.3 sést að frá 1817-1842 voru búferlaflutningar tíðir og er það svipað hlutfall af fólki sem kemur inn í sóknina og fer. 1842-1886 minnkuðu fólksflutningar um nær helming. Hugsanlega má skýra það að um miðja 19. öldina voru sveitir orðnar þéttsetnari en áður og að það hafi þrengt möguleika fólks til búferlaflutnings. Eftir 1860 fór þéttbýlismyndun að eflast og sjást áhrif þessa í Holtssókn eftir 1886 en eins og sjá má þá flytja á tímabilinu 1882-1907 mun fleiri úrsókninni en koma inn eða um 32%. Ef við horfum hinsvegar á allt tímabilið frá 1817 og 1907 er nettó brottflutningur ekki nemaum 14,4% meira en innfluttir, sem getur ekki talist mikill munur áheildina litið. Það styður þá kenningu að í Holtssókn sé um að ræða samfélag þar sem fólksfjöldinn er tiltölulega stöðugur allt tímabilið en landfræðilega býður sóknin ekki upp á miklar nýbýlamyndanir eða fólksfjölda- aukningu. Samantekt Með hj álp kirkjubóka og sóknarmannatala er hægt að nálgast söguna út frá öðru sjónarhorni en algengast er og skyggnast inn í líf alþýðunnar. Farið var af stað með að skoða nokkra þætti í sögu Holtssóknar undir Eyjafjöllum á tímabilinu 1768- 1907. Megin áhreslan var lögð á mannfjöldaþróun, búferlaflutninga og fjölskyldugerð og þeir þættir skoðaðir í samhengi við almenna þróun á landinu í heild. Holtssókn var og er landbúnaðarsókn sem áður fyrr stundaði fiskveiðar út frá hafnlausri ströndinni við erfiðar aðstæður. I samanburði við nágrannasóknir þá var Holtssókn fjölmenn sókn. Það er alltaf spurn- ing hvort samanburður sókna sé réttlætanlegur. í þessu tilfelli þar sem bornar voru saman tvær sóknir varforsendan sú að sóknirnar voru svipaðar að stærð. Það er ljóst af heimildum að Holtssókn var staðnað samfélag. Sóknin er þannig í sveit sett að óhægt er um vik um nýbýlamyndanir þannig að forsendur fyrir mikilli byggðaaukningu varekki fyrir hendi. Sveitin gat ekki borið nema ákveðinn fjölda fólks sem sýnir sig í því að eftir fólksfjöldatoppa fækkar fólki næstu ár á eftir. Fólksfjöldinn í sókninni hélst því nokkuð stöðugur allt tímabilið. Sömu sögu er að segja af Stóradalssókn en rétt þótti að bera þessar tvær nágrannasóknir saman vegna sameiningar 18 80. Ur þeim samanburði kemur 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.