Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 15
- aðsent - aðsent - aðsent-aðsent - aðsent-aðsent-aðsent-
Fyrirspurnir
Ég leita nú til fréttabréfsins í von um að félagsmenn
í Ættfræðifélaginu (sem ég nýverið gekk í) geti hj álpað
mér með framættarpunkta á slóðum þar sem ég er
strandaður. Ég spyr um framættir einstaklinga út frá
eftirfarandi punktum:
1. Þorvaldur Jónsson, fæddur um 1797, var bóndi
og hreppstjóri að S viðugörðum (kona hans var Þórlaug
Bjarnadóttir, HBN í Víkingslækjarætt). Foreldrar
Þorvarðs voru Jón Þorvarðarson bóndi í Heyvík (eða
Eyvík) í Arnessýslu (f. um 1759) og Þórunn
Guðmundsdóttir (f. um 1757). Faðir Jóns mun hafa
heitið Þorvarður Sturluson, en getur einhver sagt mér
meir af framættum þessa fólks?
2. Hjón áttu heima að Brekkum í Mýrdal í
Dyrhólasókn í V-Skaftafellssýslu. Hann hét Jón
Ormsson (f. um 1745) en hún SigríðurÞorbjarnardóttir
(f. um 1757, d. 31.8.1809). Getur einhver frætt mig
um framættir þessara hjóna?
3. Að Búðarhóli, Krosssókn, Rangárvallasýslu,
bjuggu hjónin Guðlaugur Bergþórsson (f. 1765) og
Þuríður Erlendsdóttir (f. um 1753). Ég veit að faðir
Guðlaugs var Bergþór Jónsson að Kirkjulandi og að
faðir Þuríðar var Erlendur Einarsson að Ólafshúsum
undir Eyjafjöllum. Getur einhver bætt við þetta?
4. Að Sýrunesi í Múlasókn og Kraunastöðum
bjuggu hjónin Jón Ólafsson (f. um 1776) og Ólöf
Bjarnadóttir. Faðir Ólafs mun hafa verið Ólafur
Helgason bóndi að Klauf í Eyjafirði. Getur einhver
bætt við þessar upplýsingar?
5. Borgfirðingarognærsveitarmenn: Þorleifurhét
bóndi Snorrason að Tungufelli í Lundarreykjadal, f.
1752, d. 1818. Kona hans hét víst Sigríður Snorradóttir
og mun hafa fæðst um 1754. Hér vantar mig
framættarupplýsingar, en veit þó að faðir Þorleifs var
Snorri Jónsson (f. 1711) Snorrasonar (f. 1669?).
Með von um vinsamlegar móttökur,
Friðrik Þór Guðmundsson
Miðstræti 8A, 101 Reykjavík
Sími: 552 6365 (h), 551 7500 (v).
Betra er að vera
laukur í lítilli ætt en
strákur í stórri
Leiðrétting
í síðasta tölublaði fjallaði ég um ættir og
afkomendur Bjarna ríka Péturssonar sýslumanns og
bónda á Skarði á Skarðsströnd í greininni „Ætt-
fræðinnar flóknu fylgsni“. En það fór fyrir mér eins
og mörgum öðrum að fylgsni ættfræðinnar reyndust
mér flókin og tíndi ég þar úr einum ættlið, en það var
Sigríður Jónsdóttir barnabarn Bjarna Péturssonar.
Sagði ég hennar börn börn Valgerðar móður hennar.
Ég vona að Sigríður fyrirgefi mér gleymskuna, hvar
sem hún er stödd á eilífðarbrautinni, og leiðrétti
ættfærslurnar hér með:
Valgerður elsta barn Bjarna Péturssonar var gift
Þorsteini Magnússyni á Móeiðarhvoli. Um
afkomendur V algerðar segir að þeir hafi orðið kynsælir
og gamlir. Þau V algerður og Þorsteinn áttu aðeins eitt
barn sem upp komst, var það dóttirin Sigríður. Hennar
maður var Jón Jónsson sýslumaður á Móeiðarhvoli.
Börn þeirra Sigríðar og Jóns voru Guðbrandur sem
var gáfnadaufur, miðlungi réttsýnn, þrályndur,
fákunnandi, seinlátur og meinhægur, Ragnheiður sem
átti Helgaconrektor í Skálholti sem „deyði úrráðleysis-
og æðissjúkdómi“ og Jón lögsagnari á Ármóti, „lura-
legur og ljótur og hökulangur eða öllu ferlegri en
bróðir hans, Guðbrandur."
Fjórða barnið var Margrét. Hún giftist ekki en
„varð gömul maurakerling, barnlaus." Fimmta barn
þeirra Sigríðar og Jóns var Valgerður (heitin eftir
ömmu sinni) sem átti fyrr Hannes biskup Finnsson.
Dóttir V algerðar y ngri og Hannesar var Þórunn kona
Bjarna amtmannns Thorsteinssonar og móðir Stein-
gríms Thorsteinssonar skálds.
Guðfinna Ragnarsdóttir
Guðrún Vigfúsdóttir,
húsfreyja á Kvískerjum og í Svínafelli.
Sú leiða villa hefur slæðst í grein mína Skip-
taparnir við Ingólfshöfða í desemberblaði Frétta-
bréfsins að Guðrún Vigfúsdóttir á Kvískerjum er
sögð "frá Felli í Suðursveit." Hér er um handvömm
mína að ræða, sem skylt er að leiðrétta og biðjast
afsökunar á. Hér átti að standa: "svstir Þorsteins
bónda á Felli í Suðursveit" en sjálf var Guðrún aldrei
við þann bæ kennd.
Ari Jónsson
15