Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 5
50.000 í 48.000 og má orsakanna að nokkru leyti rekjatilþriggjaharðindatímabila 1707-8,1754-59 og svo móðuharðindin 1783-86. í kjölfar þeirra þar sem um 20% mannfjöldans féll í valinn, varð fólksfjölgun ör fram að aldamótum. Eftir það fór að draga úr fjölgun og varð hún hæg fram undir 1830. Á síðari helmingi 19. aldar var fjölgunin misjöfn, dánartíðni minnkaði hraðar en fæðingartíðnin. Sömuleiðis minnkaði ungbarnadauði í kringum 1850 og lífslíkur fóru almennt að aukast. Holtssókn Fyrstu tölur um fólksfjölda í Holtssókn eru frá 1775 og er þær að finna í sálnaregistrum Holtssóknar sem nær frá 1775 til 1831. Fólksfjöldi í Stóradalssókn 1820-1880 Fólksfjöldatölurnar frá 18. öld eru margar hverjar ófullnægjandi sökum þess að mörg ár vantar inn í. Einnig voru brögð að því að bæi vantaði inn í talninguna hjá prestunum svo ekki er unnt að greina samfellda þróun. Til að leysa það mál brá ég á það ráð að taka saman þrjú tímabil á 18. öld þar sem tekin var saman hæsta og lægsta talan og fundin út meðaltalstala. Það eru tímabilin 1775-1783, 1784-1790 og 1796-1810 sbr. mynd 3.1. Er þetta einungis gert til að draga fram heildarmynd tímabilsins alls. Samkvæmt línuriti 3.1 sést að í kjölfar móðuharð- indannafer fólki að fjölgaíHoltssókn eins og annars- staðar á landinu. Um 1830 er fólksfjöldinn kominn í töluna 363 sem er fjölgun upp á 25% á 25 árum. Eftir það helst fólksfjöldinn tiltölulega stöðugur, sem sýnir það að sveitin hefur ekki getað borið mikið meiri mannfjölda. Það sjáum við líka á því að ef fólks- fjöldinnnærþessum370mannatoppiþáfækkarfólki næstu ár á eftir eins og sést árin 1840 og 1865 þegar hvað fjölmennast var í sókninni. Séfólksfjöldaþróun Stóradalssóknarborin saman við Holtssókn kemur í ljós að frá 1820 er þróunin nánast sambærileg. 1825-30 fjölgaði fólki í báðum sóknum enda árferði gott. Þaðan í frá haldast sveifl- urnar svipaðar. Holtssókn virðist hinsvegar hafa meiri tilhneigingu til að yfirfyllast af fólki fyrr en í Stóradalssókn. Það gæti stafað af því að jarðir voru almennt stærri en í Holtssókn og hafa því kannski haft meira aðdráttarafl eða meiri möguleika til skiptingar. Samanburður á þróun mannfjöldans á landinu öllu sýnir að áratugurinn 1850-1860 var almennt fólksfjölgunarskeið og hið sama má segja um áratug- inn 1860-1870. Á sama tíma var þróunin svipuð í Holtssókn en í Stóradalssókn fór fólki að fjölga upp úr 1860 og hélt sú þróun áfram fram að sameiningu 1880. Fæðingartíðnin Til að athuga betur mannfjöldaþróunina er athyglisvert að skoða þá tvo þætti sem hafa þar mikil áhrif á, en það eru fæðingar- og dánartíðni. (myndir 3.4 og 3.5 á næstu síðu) Hvað fæðingartíðni varðar þá sýnir samanburður á sóknunum tveimur að fæðingartíðni var tiltölulega svipuð frá 1818-1882. í kjölfar móðuharðindanna verður fæðingarris 1793, sbr mynd 3.4, sem svo hjaðnar í kringum 1800 en fá börn komu í heiminn á milli 1810og 1820ekkisístvegnalágrargiftingartíðni sem var tilkomin vegna skorts á jarðnæði. Flestar voru svo fæðingar í báðum sóknunt milli 1828 og 1832 og mun það eiga skýringu að hluta til í því að fjölmenni árgangurinn sem kom upp í kjölfar móðuharðindanna er þar kominn á barneignaaldur. Mynd 3.2 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.