Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 7
Fjöldi látinna í Holtssókn 1768-1918. 5 ára meðaltöl Einnig er athyglisvert að hlutfall látinna komst aldrei upp fyrir hlutfall fæddra í báðum sóknum. Styður allt þetta þá skýringu að fólksfækkun sóknanna sé tilkominn vegna þess að þær gátu ekki borið nema ákveðinn fjölda fólks og hafi því margir neyðst til að flytja burtu. Ungbarnadauði Ungbarnadauði var almennt mjög mikill á 18. öldinni og var 37% að meðaltali á ári frá 1770-1800. Á síðari hluta 19. aldar lækkaði hlutfall þeirra barna sem ekki náðu eins árs aldri og upp úr 1899 var það aðeins 9% fæddra barna. Hvað Holtssókn viðvíkur þá er athyglisvert að sjá að ungbarnadauðinn var mun hærri á 19. öls heldur en á seinni hluta 18. aldar. Frá 1777 fór hann lækkandi og hélst tiltölulega lágur fram til 1818 en þá jókst ungbarnadauðinn til mikilla muna og var mjög sveiflukenndur þar til að hann náði hámarki á árunum 1868-1872 þar sem hann var 63,1%. Á þeim tíma sem hægt er að bera Holtssókn og Stóradalssókn saman, 1818-1882, kemur í ljós að hámarki náði ungbarnadauðinn í Stóradalssókn á árunum 1843-1847 og var þá 58,6%. Betri heildarsýn fæst yfir allt tímabilið þegar ungbarnadauðinn er skoðaður sem hlutfall af fæðingum (sbr. mynd 3.8 á næstu síðu) Það sem vekur strax athygli eru hinar miklu sveiflur í línuritinu. Einnig sýnir myndin frekar háan ungbarnadauða á 18. öldinni sem svo minnkar eftir 1792 og helst tiltölulega lágur í byrjun 19. aldar en á þeim tíma var bæði giftingar- og fæðingartíðni í Holtssók lág. Mynd 3.6 Orsakir hins gífurlega háa ungbarnadauða sem varalmennuráíslandiá 18.ogmestalla 19.öldinaeru sjálfsagt margar og hefur verið bent á skort á brjóstagjöf sem líklega skýringu og tómlæti foreldra í garð barna sinna. Gísli Gunnarsson hefur bent á að foreldrar hafi veriðómeðvitaðirumafleiðingarsínshegðunarmynst- urs og að örlagatrúin, sem var svo ríkur þáttur í lífi fólks á þessum tíma hafi leitt að þeirri niðurstöðu að dauði barna væri guðs vilji. 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.