Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 9
Búferlaflutningar í Holtssókn og Stóradalssókn. Burtviknir - Innkomnir 1817 - 1907 Ár Austur- Rangár- Vestm.- Gullbr,- Skapta- Árnes- Annað Alls Eyjafj.sv. vallas. eyjar sýsla fellss. sýsla 1817-1821 -5 12 24 5 -1 18 4 57 1822-1826 -2 7 -9 5 -12 26 2 17 1827-1831 -13 -4 -5 -13 3 -4 -3 -13 1832-1836 -8 6 10 8 -7 3 -10 2 1837-1841 7 8 5 8 -1 -11 1 17 1842-1846 -5 5 14 -8 -3 3 -13 -7 1847-1851 0 6 -2 12 0 -6 4 14 1852-1856 6 6 6 6 -15 0 -5 4 1857-1861 12 4 3 -1 -5 12 0 25 1862-1866 -17 0 1 5 -13 1 -3 26 1867-1871 -10 -7 10 12 -9 -2 1 -5 1872-1876 12 -25 6 -3 -6 0 0 -16 1877-1881 3 14 -3 -11 7 2 4 16 1817-1881 -20 32 60 51 -62 42 -18 85 1882-1886 -6 12 8 13 -17 13 -8 15 1887-1891 1 20 8 15 5 5 3 57 1892-1896 1 29 7 7 2 4 3 53 1897-1901 4 -11 27 16 1 -4 -2 31 1902-1907 11 11 57 21 -1 -1 0 98 1882-1907 11 61 107 72 -10 17 -4 254 1817-1907 -9 93 167 123 -72 59 -22 339 Tafla 4.3 í ljós hvað viðvíkur fæddum og dánum, að tölur fyrir Holtssókn eru sveiflukenndari en í Stóradalssókn. Ekki er auðvelt að koma auga á orsakir fyrir þessum mun, en almennt gekk fæðingartíðnin í by lgj um á 18. og 19. öld. Einnig verður að gera þann fyrirvara að við höfum aðeins upplýsingar um Stóradalssókn 1818- 1886 sem gefur kannski ekki rétta mynd af því h vemig línuritið liti út ef tekið væri fyrir sama tímabil og í Holtssókn. Það er til dæmis athyglisvert að svipað hlutfall er milli fæddra drengja og stúlkna, óskilgetni og andvana fæddum í sóknunum tveimur. Samanburður við landið í heild sýndi að mannfjölda- þróun Holtssóknar var svipuð. Búferlaflutningar í Holtssókn og Stóradalssókn fylgdu almennri þróun í landinu. Á fyrri hluta 19. aldar voru flutningar um sty ttri vegalengdir algengasta mynstrið og var svo einnig í Holtssókn. Ef benda á eitthvert einkenni í búferlaflutningum í sóknunum þá eru það flutningar til Vestmannaeyja og í sjávarplássin á Reykjanesi sem jukust mikið á seinni hluta 19. aldar og var það hluti af almennri þéttbýlismyndun á tímabilinu. Það er athyglisvert að þessir flutningar voru þegar hafnir frá Stóradalssókn í byrjun 19. aldar en hófust ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldar í Holtssókn. Hef ég bent á það sem hugsanlega skýringu aðjarðir voru almennt minni í Stóradalssókn og kannski erfiðara að komast á. Einnig var athyglis vert að fjölskyldur á faraldsfæti fylgdu ekki ákveðnu mynstri hvað varðar að flytja af lítilfjörlegri jörð yfir á betri. Val jarða virðist fyrst og fremst hafa stjórnast af því hvaða jarðir voru lausar hverju sinni. Hvað varðar fjölda þcirra sem voru á faraldsfæti þá verður að hafa í huga að vanræksla presta við skráningu brottfluttraveikirniðurstöðurkaflans enámóti kemur að innsýn fæst í my nstur búferlaflutninganna og tel ég að þeir sem eru vanskráðir hefðu ekki brey tt miklu þar um. Fjöldi giftingahefur löngum þótt góður mælikvarði á það hvort að stöðnun eða uppsveifla ríkti í samfélaginu. Athugun á giftingum í Holtssókn styður einmitt þá staðhæfingu að stöðnun hafi ríkt í sókninni en meiri hlutatímabilsins 1768-1907 varfjöldi giftinga stöðugur að meðaltali 2 til 3 giftingar á ári. Það sem skiptir verulegu máli varðandi giftingarnar er hversu hár giftingaraldurinn er og hann var hár í Holtssókn á tímabilinu, að meðaltali 32,1 ár fyrir karlmenn og 29,5 ár fyrir konur. Þar sem forsenda fyrir jarðnæði var að j afnaði forsenda fyrir giftingum þykir mér hinn hái giftingaraldur styðja enn frekar þá niðurstöðu að Holtssókn var tiltölulega staðnað samfélag sem gat ekki borið nema ákveðinn fjölda fólks. Hái giftingaraldurinn getur bent til þess að jarðnæði hafi ekki verið á lausu og erfitt hafi verið að komast á jarðir. Litlar breytingar urðu á stærð heimila og fjöl- skyldugerð á tímabilinu og fjöldi barna og vinnuhjúa hélst stöðugur. 9

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.