Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 3
Anný K. Hermansen: Byggð undir Eyjaíjöllum 1768-1907 Erindi flutt á fundi Ættfræðifélagsins 7. desember 1995 Erindi þetta byggist á B. A. ritgerð minni í sagnfræði sem ég skrifaði við Háskóla Islands á tímabilinu 1992- 1993 og fjallar hún einkum um byggðaþróun og breytingar á fólksfjölda og fjölskyldugerð í Holtssókn. Ástæða þess að ég valdi þetta umfjöllunarefni öðrum fremur er sú að ég á ættir mínar að rekja úr Eyjafjallasveitogþekki vel til staðháttaen móðuramma mín Anný Hermansen frá Noregi og Högni Kristófersson bjuggu að Miðdal í Stóradalssókn. Mig langaði því til að skoða sögu þessarar sveitar og fólksins sem þar hefur búið. Upphaflega ætlaði ég að einskorða mig við Stóradalssókn en vegna skorts á heimildum varð Holtssókn fyrir valinu og ákvað ég því að reyna að bera þessar tvær sóknir saman þar sem það var hægt. Þar sem Stóradalssókn var lögð undir Holts- prestakall árið 1880 þykir rétt að bera sóknirnar saman fram að þeim tíma hvað varðar fólksfjölda- þróun, fædda og dána, aðflutta og brottflutta. Þann fyrirvara verður þó að gera að samanburðurinn nær eingöngu frá 1816 þar sem sálnaregistur og kirkju- bækur fram að 1816 hafa ekki varðveist fyrir Stóra- dalssókn. Einnig er nauðsynlegt að geta þess að af einhverjum ástæðum kom Stóridalur ekki inn í gögn og bækur Holtskirkju fyrr en 1886þráttfyrir sameiningu presta- kallanna sex árum fyrr. Er ekki ljós skýringin á því en hugsanleg skýring getur falist í því að Sveinbjörn Guðmundsson prestur fékk Holtsprestakall ári síðar þann 26/4 1875. Mun hann hafa haldið skrám yfir sóknirnar aðskildum þar til hann lét af störfum 1885. Það var svo sr. Kjartan Einarsson sem kom til starfa 1886 sem sameinaði skýrslugerð fyrir báðar sóknirnar. Ég hef hinsvegar kosið að líta á báðar sóknirnar sem eina kirkjusókn frá og með 1880 og frá þeim tíma sameinað tölur þar sem þess hefur þurft við. H vað varðar y tri aðstæður þá eru sóknimar s vipaðar landfræðilega og vistfræðilega séð enda liggja sóknar- mörk þeirra saman og afmarkast á sama hátt. Til- gangurinn með þessum samanburði er að kanna hvort mannfjöldaþróun Stóradalssóknar sé á einhvern hátt frábrugðinn því sem á sér stað í Holtssókn þannig að sameiningin hafi hugsanlega haft einhver áhrif á tölur fyrir Holtssókn eftir 1880. Heimildir Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er athugun á mannfjöldaþróun og búferlaflutningum ásamt því að skoða fjölskyldugerð og bar ég þessa þætti saman við almenna þróun á landinu öllu. í þessu erindi ætla ég aðallega að dvelja við mannfjöldaþróunina og búferlaflutninga út frá nokkrum línuritum og töflum. Afmörkun tímabilsins frá 1768-1907 er tilkomin vegna þeirra heimilda sem til eru og ritgerðin byggist á en mikilvægasti heimildaflokkurinn eru prestþjónustubækur, sóknarmannatöl og manntöl. Heimildir þessar geyma miklar upplýsingar þar sem skráðar eru flestar kirkjulegar athafnir. Hér er um frumheimildir að ræða sem að öllu jöfnu má telja vel traustar en hinsvegar fór það mikið eftir prestum hversu vel tókst til með skráningar og geta þær verið gloppóttar á einstökum tímabilum. Til að kanna áreiðanleika talna t.d. um fólksfjölda í sókninni, fór ég þá leið, að bera saman tölur úr sóknarmanna- tölum við manntölin og ætti þá að fást áreiðanlegar tölur. Sóknarlýsing Holtssókn liggur í miðri Eyjafjallasveit á milli Stóradalssóknar að vestan og Ey vindarhólasóknar og Holtsóss að austan. Sóknin er rúmir tveir kílómetrar að lengd og s vipuð að breidd ef fjalllendið rétt ofan við byggðina er reiknað með. Sjálft flatlendið sem með grösum og söndum nær í sjó fram er hinsvegar ekki mikið um sig að flatarmáli ogþvíhafalandþrengsli víða verið vandamál í sveitinni. Sérstaklega þar sem jarðlag er sendið og orsakar oft sandfok af aurum og fjöru þannig að hagbeitar- og slægjulönd hafa víða eyðilagst af þeim sökum. Landbúnaður var aðalatvinnuvegurinn og er enn, en sjávarútvegur var lengstum stundaður af bændum í hjáverkum þrátt fyrir hafnleysið og erfiðar aðstæður. 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.