Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Síða 3
Sigríður Þorgrímsdóttir:
“ÞAÐ ER SVO FRJÁLS LUNDIN MÍN”
Grúskað í gömlum ættarskjölum
Fyrirlestur þessi var fluttur 25. apríl
s.l. Hann birtist hér í nokkuð styttri
útgáfu.
Síðastliðið haust sótti ég námskeið
í sagnfræði við Háskóla Islands undir
handleiðslu Sigurðar Gylfa Magnús-
sonar sagnfræðings. Námskeiðið hét
Sjálfsævisögur og sagnfræði. Þar
beindu nemendur sjónum sínum að
einstaklingnum í sögunni með því að
rannsaka persónulegar heimildir eins
og sjálfsævisögur, bréf og dagbækur.
Þá ákvað ég að líta í gögn langa-
langafa míns í Skagafirði, sr. Jóns Sveinssonar á
Mælifell i, og nýta það efni sem verkefni í námskeiðinu.
Jón lét þó nokkuð eftir sig af pappírum, en það sem ég
athugaði voru dagbókarslitur, annars vegar frá árunum
1857-8 sem geymt er á Þjóðskjalasafninu og hins
vegar tvö brot frá 1868-9 og 1884-5 sem geymt er á
Héraðsskjalasafninu á Sauðárkróki. Auk þessa
athugaði ég nokkur bréf sem fóru milli Jóns og konu
hans tilvonandi á árunum 1840-41 og geymd eru á
Þjóðskjalasafni.
Persónulegar heimildir geta varpað ljósi á daglegt
líf fólks á fyrri tíð þótt vissulega séu þær háðar
ákveðnum annmörkum. Ævisögur eru t.d. skrifaðar
um löngu liðna atburði sem hugsanlega hafa skolast
til í minninu. í dagbækur voru atburðir hins vegar
skráðir jafn óðum og hafa þær því ýmsa kosti fram
yfir ævisögur. í dagbókum Jóns eru færslur hvers
dags fáorðar, samþjappaðar, mikið um skammstafanir
til að nýta pappírinn og mjög lítið um persónulegar
athugasemdir eða vangaveltur. Þannig er um fleiri
dagbækur fyni tíðar, menn voru ekki að trúa dag-
bókinni fyrir innstu hugrenningum sínum. Það þarf
að lesa milli línanna ef menn vilja setja sig inn í
tilfinningar höfundar, ekki síður en oft er í sjálfsævi-
sögum. Sendibréf varpa hins vegar oft nánara og
persónulegra ljósi á menn og málefni en dagbækur og
ævisögur gera. Nú hef ég ekki gert ítarlega rannsókn
áþessum heimildaflokkum og því vissara fyrir mig að
tala varlega og vera ekki með alhæfingar. En ég
fullyrði að það er mikið verk óunnið við rannsókn á
persónulegum heimildum.
í rannsókn nrinni studdist ég við ritdeilu tveggja
þjóðkunnra Skagfirðinga í Tímariti Bókmennta-
félagsins áárunum 1892-6. Þeirvoru
Olafur Sigurðsson dannebrogsmaður
með meiru frá Ási í Hegranesi og sr.
Þorkell Bjarnason frá Reykjaströnd,
sem var um þetta leyti prestur að
Mosfelli í Mosfellsdal og þingmaður.
Sr. Þorkell reið á vaðið með langri
grein sem hét “Fyrir 40 árum” og
sagði frá daglegu lífi í Skagafirði um
miðja 19. öld, eins og hann mundi
það. Þar lýsti hann ýmsum þáttum,
t.d. húsakosti, búnaðarlagi, klæðnaði,
hreinlæti, mataræði og mörgu fleiru.
Skagfirðingum þótti lýsingin ekki
falleg og fengu Ólaf í Ási til að svara
og skiptust þeir Þorkell á skoðunum um skeið. Að
auki studdist ég við grein sem birtist í Skagfirðingabók
árið 1985, en hún var skrifuð um svipað leyti og
greinar þeirra Þorkels og Ólafs af sýslunga þeirra
Eiríki Eiríkssyni bónda frá Skatastöðum. Hann sagði
einnig frá lífinu í Skagafirði á 19. öld og reyndi að feta
slóð fræðimennsku og hlutleysis í skrifum sínum. Ef
til vill tengdust skrif hans áðurnefndum blaðadeilum,
þótt líklega birtust þau ekki fyrr en tæpri öld síðar.
Frásagnir þessara þriggja manna mynduðu ramma
rannsóknarinnar og dagbækur og bréf sr. Jóns voru
athuguð til samanburðar. Ég mun ekki fara náið út í
þann samanburð íþessu erindi, heldurveljaúrnokkra
þætti sem vondandi mega verða ykkur til fróðleiks og
skemmtunar.
Svipmikill, yfírlætislaus, harðlyndur og hrein-
skilinn
Jón Sveinsson fæddist árið 1815. Hann var sonur
Sveins Pálssonar læknis og Þórunnar Bjarnadóttur
Pálssonar landlæknis. Jón stundaði nám í Bessastaða-
skóla á árunum 1835-39 og dvaldi síðan um tíma á
Möðruvöllum hjá frænda sínum, Bjarna Thorarensen
skáldi og amtmanni. Hann var vígður til Grímseyjar
árið 1842 en entist þar ekki nema til vors 1843, vegna
veikinda að því heimildir herma. Þjóðsagan um
veikindi Jóns segir að hann hafi neitað að þjónusta
kerlingu nokkra fyrir lát hennar, vegna þess að hún
vildi ekki reka tíkina sína úr rúmi sínu meðan Jón
veitti henni sakramentið. Þetta varð til þess að hann
veiktist af kvilla sem var lýst sem “aðsvifi eða niður-
fallssýki”,1 en sjálfur segir hann oft og tíðum í bókum
Sigríður Þorgrímsdóttir
3