Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 FRETTABREF ^ÉTTFRÆÐIFÉLAGSINS Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. © 588-2450 aett(5>vortex.is Heimasíða: http://www.vortex.is/aett Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir S 568-1153 gudfragn@ismennt.is Ólafur H. Óskarsson © 553-0871 oho@li.is Ragnar Böðvarsson © 482-3728 bolholt@eviar.is Umsjónarmaður Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4, 105 Reykjavík © 568-1153 gudfragn@ismennt.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Þ. Einarsson formaður Ættfræðifélagsins lindasmari@ simnet.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efni sem óskast birt í blaðinu berist umsjónarmanni á rafrœnu formi (tölvupóstur/disketta) Prentun: Gutenberg Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 700 eintökum og sent öllum skuldlausum félögum. Verð í lausasölu er 300 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. Oft er gaman á OPNU HÚSI og margt spjallað og spurt. Hér sitja Ólafur H. Óskarsson, Ingibjörg Tönsberg og Ólafur Pálsson og fyrir aftan þau standa Anna K. Kristjánsdótttir og Ágúst Jónatansson. ÆTTARMOT-NIÐJAMOT í næsta Fréttabréfi Ættfræðifélagsins er ráðgert að fjalla um ættarmót eða niðjamót. Slíkar ættarsamkomur eru mjög vinsælar og hafa verið um margra ára skeið. Þær tengja ættingja saman, þar kynnast kynslóðirnar og fróðleikur berst frá einum til annars. En ættarmótin eru með ýmsu sniði og ætlunin er að gefa hugmyndir um skipulag og framkvæmd slíkra móta. Segja frá reynslu þeirra sem haldið hafa slík mót, bæði góðri og slæmri, líta á kostnað, tímasetningar, staðsetningar, tíðni, útgáfu bæklinga, dagskrá og fleira og fleira. Fréttabréfið biður alla þá sem staðið hafa fyrir slíkum ættar/niðjamótum að hafa samband og miðla af reynslu sinni. Sendið bréf í pósti, hringið eða sendið tölvupóst. Allar frásagnir eru velkomnar. Ritstjóri Ertu búinn að borga gíróseðilinn? Ekki gleyma því. Ný og spennandi blöð í vœndum. Hvað verður um DlS-ið? Ætlar þú að vera með að skrú sveitina þína? http://www.vortex.is/aett 2 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.