Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 Kóngsins kommissarar Mynd af Ama Magnússyni, varðveitt í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Talin vera eftirHjalta Þorsteinsson í Vatnsfirði. en Jón Ólafssonfrá Grunnavík lýsir honum svo: „Hann var meðalmaður á hæð í minna lagi; var grannur á unga aldri, svo að hann kom að sér álnar kvenbelti... hafði í meðalmáta enni, augu blá, þó nokkuð svört, í meðallagi, en eigi stór, ogþau hvöss oghörðeins og ífálka ..." (Um þá lærðu Vídalína. Fratnan viÖ Vísnakver Páls lögmantis Vídalíns. Kh. 1897) Ámi Magnússon og Páll Vídalín vora skipaðir í svokallaða jarðabókamefnd af Danakonungi árið 1702. Verkefni þeirra vora fjölmörg og að þeim störfuðu þeir í meira en áratug. Stærstu viðfangsefnin lutu að rannsókn á högum landsmanna. Eitt þeirra var að láta taka heildarmanntal á íslandi. Það fór fram veturinn 1702-1703. Sumarið 1703 létu þeir Ámi og Páll fara fram talningu á kvikfé landsmanna. Viðamesta verkefnið var samning jarðabókar fyrir allt landið sem stóð yfir frá 1702-1714. Þessi verk era ein viðamesta úttekt á íslensku samfélagi þar til á síðustu öld. Skjölin eru að mestu varðveitt og era ómetanlegar heimildir um sögu þjóðarinnar í upphafi 18. aldar. Árni Magnússon (1663-1730) lauk baccalaureus prófi frá Hafnarháskóla árið 1691. Hann varð arkivsekretari í leyndarskjalasafni Danakonungs 1697. Prófessor philosophiæ et antiquitatum Danicaram varð Ámi 1701. Hann varð yfirmaður háskólabókasafnsins í Kaupmannahöfn 1721. Ami Magnússon er þekktastur fyrir handritasöfnun en að henni vann ötullega á þeim áram sem hann var hér á landi vegna nefndarstarfa sinna. Páll Vídalín Jónsson (1667-1727) lauk attestatus prófi í guðfræði frá Hafnarháskóla árið 1688. Fékk sama ár konungsveitingu fyrir embætti rektors Skálholtsskóla. Hann varð sýslumaður Dalamanna 1697. Páll varð varalögmaður árið 1697 og lögmaður 1705 en hélt jafnframt sýslur. Páll var einn lærðasti maður á íslandi um sína daga. Hann er þekktur fyrir lögmannsstarfið, jarðabókarverkið og ýmis ritstörf, svo sem um lög og lögfræði. Páll var skáld gott. http://www.vortex.is/aett 14 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.