Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Síða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Síða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 Eiríkur G. Guðmundsson sagnfræðingur og sviðsstjóri útgáfu- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns hefur haft veg og vanda af undirbúningi rafrænnar skráningar manntala við Þjóðskjalasafnið. Vonir standa til að sjálfboðaliðastarfið geti hafíst með haustinu. þarf að búa til innsláttarham (forrit) fyrir sjálfboða- liðana. Eftir að skráningu lýkur þarf svo að prófarka- lesa innsláttinn og slíkt þarf að skipuleggja. Hanna þarf grunninn og svo er nauðsynlegt að halda nám- skeið fyrir þá sem taka verkið að sér. Ekki er sjálfgefið hvaða vinnureglum á að fylgja við innsláttinn. A að slá inn nákvæmlega eftir frum- riti? A að samræma stafsetningu? A að samræma nafngiftir? Hvemig á að fara með skammstafanir? Hvernig á að meðhöndla „sama“? Hvað þýðir merkið - ? Hvað með útstrikaðan texta? Allt þetta þarf að ákveða áður en hin rafræna skráning fer af stað. Hvað prófarkalestri við kemur þarf að hafa í huga að það er mannlegt að gera villur. 2%-4% af inn- slegnu efni getur verið ranglega slegið inn. Miðað er við að efni sem sjálfboðaliðar slá inn verði einnig prófarkalesið af sjálfboðaliðum. Best væri að slíkur lestur færi fram strax að skráningu lokinni. Ef til vill væri æskilegt að sjálfboðaliðar ynnu í samvinnu, í pörum, við innslátt og prófarkalestur. Stefnt er að því að allt innslegið efni verði prentað út og leiðrétt á pappír. Velja sér sóknir Ekki er útilokað að hægt verði að hefjast handa við prófarkalestur þegar innsleginna manntala í haust, ef mannskapur fæst, en einhver bið verður á innslætt- inum meðan verið er að hanna staðlaðar vinnureglur. Þjóðskalasafnið hefur sett fram hugmyndir um vinnuferlið. Þar er gert ráð fyrir því að sjálfboða- liðamir velji sér sóknir til innsláttar í samráði við starfsmenn safnsins. Safnið útvegar síðan pappírs- afrit til þess að slá inn eftir. Afritin verða tekin af vél- rituðu manntölunum en ekki frumritunum. Þegar innslætti er lokið skilar sjálfboðaliðinn tölvuskrá og pappírsafriti. Síðan er innslátturinn prentaður út og fer í prófarkalestur. Að því loknu er tölvuskráin felld að gagnagrunninum og sett í hann. Sérstakt svæði á vef Þjóðskjalasafnsins verður helgað þessu verkefni - ef af þessu verður. Þar verða upplýsingar um hverjir taka þátt í verkinu, hvaða sóknir þeir vinna með, framvindu verksins og fleira. Omögulegt er að segja hversu langan tíma slíkur innslátur tekur, en við erum að tala um mörg ár. En allt fer það eftir fjölda þeirra sem taka þátt í hinum rafræna innslætti og prófarkalestrinum. Ómetanleg hjálp Þau manntöl sem eiga að mynda manntalsgrunninn eru frá 1703 til 1910. Hér er um að ræða manntölin 1703, 1729, 1801, 1816, 1835, 1840, 1845, 1850, 1855, 1860, 1870, 1880, 1890, 1901 og 1910. Misjafnt er hvaða upplýsingar manntölin hafa að geyma en auk nafna, bæja, sókna, aldurs, stöðu, hjúskaparstöðu og vensla má í sumum finna athugasemdir, fæðingarstað, titil og fjölda bama á lífi og látin. Ef slíkur manntalsgrunnur verður að veruleika með öllum ofangreindum manntölum og upplýs- ingum mun það verða þeim mikla fjölda, jafnt áhugamanna sem fræðimanna, sem fást við ættfræði og aðrar rannsóknir ómetanleg hjálp. http://www.vortex.is/aett 22 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.