Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 Breiðholtsbærinn, teikning eftir Þorkel Gíslason. í Breiðholtinu ólst Eiríkur Hjörtsson upp fram yfir fermingu. síðustu galdrabrennunni á íslandi, tæp hundrað ár eru þá frá dauða Hallgríms Péturssonar og einok- unarverslunin er að syngja sitt síðasta þótt enn séu menn dæmdir fyrir að skipta við erlenda sjómenn á einu pari af slitnum sokkum og tóbaksbita. Skáldið Eggert Ólafsson er horfinn í Breiðafjörð- inn en fræðimaðurinn Bogi Benediktsson lítur dagsins Ijós sama ár og Eiríkur. Kristján VII. er nýtekinn við völdum og Harboe hefur nokkrum áratugum áður fært íslendingum húsagann til að bæta iðjusemi, siða- vendni, guðrækni og hlýðni. Islendingar eru tæplega 50.000 talsins, stiftamtmaður hefur nú aðsetur á íslandi, þilskipaútgerðin er í burðarliðnum, fjárkláð- inn herjar á landsmenn, og árferði er fremur óhagstætt. Úti í heimi eru Bandaríki Norður-Ameríku um það bil að líta dagsins ljós. A uppvaxtarárum Eiríks Hjörtssonar gengur á ýmsu í þjóðfélaginu og afkom- an er erfið hjá landslýð. Skaftáreldamir 1783, þegar Eiríkur er 12 ára, og Móðuharðindin með öllum sín- um hörmungum skilja landið eftir í sárum og við það bætist svo bólusóttin 1785. Þegar yfir lýkur hefur fólkinu fækkað um 10.000 sem var um 20% þjóðar- innar og rætt er um að flytja Islendinga á óbyggð heiðalönd Jótlands. Um það leyti sem Eiríkur fermist ríður Suðurlandsskjálftinn mikli yfir og tæplega hundrað bæir hrynja, þar á meðal Skálholtsskóli. Sæmundur Magnússon Hólm listamaður gerir garð- inn frægan í Kaupmannahöfn þar sem Bertil Thorvaldsen er að vaxa úr grasi meðan Látra-Björg arkar um landið og kveður urn sveitir og menn. Eiríkur fæðist Eiríkur Hjörtsson - en þannig er nafnið alltaf skrifað í kirkjubókum og manntölum, og kýs ég að halda því - var sá forfeðranna sem fyrstur vakti athygli mína þegar ég hóf ættfræðigrúskið að einhverju rnarki. Enga skýringu kann ég á því hvers vegna hann fram- ar öðrum forfeðrum mínum reis upp úr myrkri lið- inna alda. Ég hef reynt að fylgja lífshlaupi Eiríks Hjörts- sonar þótt hvergi hafi ég fengið annan fróðleik um hann en þann sem fomar skræður hafa upp á að bjóða. En úr þessum upplýsingum má ýmislegt ráða um lífskjör og sögu þessa forföður míns sem við grúskið hefur orðið mér einkar kær. Þessa forföður sem líkt og ég hefur horft út yfir sundin blá frá ströndinni við Rauðará, labbað um Laugamesið, brosað við Breiðholtinu, skroppið út í Skildinganes, þrætt Þingholtin og stikað suður í Straum. Hann sem líkt og ég á djúpar rætur í reykvískri mold. Eiríkur er fæddur í Skildinganesi 27. mars 1771.2 Faðir hans var Hjörtur b. Bústöðum og Breiðholti, f. um 1743 d. 1793 sonur Eiríks Hjörtssonar b. Laug- um í Hraungerðishreppi í Flóa3 f. um 1684. Eiríkur Hjörtsson eldri var tvígiftur og var Hjörtur sonur seinni konu hans Þórunnar Sölmundsdóttur frá Minni-Mástungu Eiríkssonar,4 en hún var fædd um 1705. Langafi Þórunnar var Bjami Jónsson prestur í Fellsmúla og langalangafi hennar var Jón Bjarnason millibilsrektor í Skálholtsskóla 1608-10.5 Eiríkur Hjörtsson eldri er sonur Hjartar Guðmundssonar b. á http://www.vortex.is/aett 6 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.