Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 Klapparvörin og bærinn Klöpp. Frá Klapparvörinni réri Jón Kristjánsson föðurafi minn, tómthúsmaður á Vega- mótum, dóttursonur Eiríks Hjörtssonar. Nationalmuseet í Kaupmannahöfn. En sjálfsagt hefur hugur hennar oft hvarflað enn lengra vestur til dótturinnar Margrétar, sem ung að árum yfirgaf freðið föðurlandið með ævintýramann- inum Ólafi Guðmundssyni frá Kalastöðum á Hval- fjarðarströnd og fór sem fleirum að aldrei framar átti hún eftir að líta Esjuna og Akrafjallið, aldrei föður sinn og móður, systur eða bróður. Myndarmaður En þau eru mörg spumingamerkin þegar við rýnum í daufa skímu fortíðarinnar. Hver var hann þessi forfaðir minn, Eiríkur Hjörts- son, sem fæddur var 1771? Og hvemig var hann? Lítill og feitur eða langur og mjór? Alvörugefinn eða kátur? Kraftmikill eða duglaus? Hver veit? Um það þegja aldimar þunnu hljóði. En ég ætla að ímynda mér hann fremur hávaxinn, rauðbirkinn, skeggjaðan, söngelskan og léttan í lund. Og mér sýnist hann bara vera myndarmaður! Og seigur var hann bæði í kvennamálum og barnauppeldi. Og langalangafi minn var hann, ættað- ur úr Reykjavík í a. m. k. fimm ættliði, með afa og ömmu á Rauðará, langafa og langömmur í Götu- húsum og Reykjavík, langalangafa og -ömmur bæði í Reykjavík og á Arnarhóli og langalangalangafa og langalangalangömmu í Hlíðarhúsum. Fæddur í Skildinganesi, alinn upp í Breiðholti, unglingur á Bústöðum, lausamaður í Laugamesi, húsmaður í Landakoti, bóndi á Rauðará, gamalmenni í Þingholtunum. Einstæður faðir, tvisvar ekkill, faðir fimmtán bama, bamsfaðir fjögurra kvenna og ætt- faðir ótal Reykjavíkurdætra og sona. Hann sem þrítugur maður í manntalinu 1801 er sagður lösemand til heimilis í Laugamesi, 30 ára, „enkemand, lever af fiskerie og gaaer i kiöbevinde om sommeren.“ Og meðal niðja hans má finna forseta og fegurðar- drottningar, klerka og kvikmyndagerðarmenn, sendi- herra og sálfræðinga, uppfinningamenn og íþrótta- kappa, lögfræðinga og lækna, bændur og búkonur, stórkaupmenn og stjómmálamenn, alþingismenn og óperusöngkonur, skáld og skemmtikrafta... Já, hann hefði áreiðanlega getað horft með stolti yfir hópinn sinn nú í lok 20. aldarinnar hann Eiríkur Hjörtsson. Reykjavík 18. aldar En hvemig lítur hún út Reykjavíkin hans Eiríks í lok 18. aldarinnar, um það bil sem hún er að öðlast kaupstaðarréttindin? Öll byggðin er þá samankomin vestur undir Grjóta-brekkunni, fyrir vestan kvosina þar sem nú er Aðalstræti. Og það er engin tilviljun því þar höfðu hús innréttinganna verið reist, tvær hliðstæðar húsaraðir milli hafnarinnar að norðan og Tjamarinnar að sunnan, auk 4-5 húsa nyrst í götunni sem tilheyra konungsversluninni. Frá Fálkahúsinu, sem rifið var 1868, en hvers arf- taki stendur enn á sama stað, gengur mikill hlaðinn http://www.vortex.is/aett 4 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.