Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Qupperneq 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Qupperneq 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 Elsta manntalið Árið 1703 var í fyrsta sinn tekið allsherjarmanntal á íslandi. Þetta manntal er á margan hátt einstætt í sinni röð og færð hafa verið rök fyrir því að um sé að ræða elsta varðveitta manntal sem nær til allra íbúa lands þar sem getið er nafns, búsetu, aldurs og stöðu hvers íbúa. Það manntal sem eldra er og kemst næst því íslenska var tekið árið 1666 í Nýja Frakklandi í Kanada. Það manntal taldi þó aðeins franska íbúa nýlendunnar en þeir voru þá 3.200 að tölu. Frá þessum árum og fram um 1700 eru til talningar á fólki í Noregi og Englandi. Þær voru ekki eins nákvæmar og náðu ekki til allra. Árið 1719 var tekið heildarmanntal í Prússlandi og er það fyrsta heildarmanntal á meginlandi Evrópu. Fyrir daga manntala hafði tiðkast víða um heim að telja skattgreiðendur og vopnfæra menn. Svipað þekktist hér á landi löngu áður en manntalið 1703 var tekið. Gissur ísleifsson Skálholtsbiskup mun hafa látið telja skattbændur um 1100. Önnur slík talning fór fram 1311. Einungis eru til frásagnir af þessum talningum. Til er skrá yfir skattgreiðendur 1681 þegar lagður var á aukaskattur vegna stríðs Dana og Svía. Ákvörðun um töku manntalsins 1703 má rekja til slæms efnahagsástands á íslandi á síðari hluta 17. aldar og harðinda í lok aldarinnar. Að undirlagi íslendinga lét Danakonungur rannsaka hagi landsmanna í upphafi 18. aldar. Þá urðu til einstakar sagnfræðilegar heimildir sem eru að mestu varðveittar. Auk manntals var allt kvikfé talið og samin jarðabók fyrir allt landið. Þessar heimildir eru óþrjótandi brunnur fróðleiks og þekkingar um íslenskt samfélag á öndverðri 18. öld. http://www.vortex.is/aett 16 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.