Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 Reykjavík uni 1783, þegar Eiríkur Hjörtsson var 12 ára. Teikning Sæniundar Hólms af Reykjavík í endurgerð Aage Nielsen-Edwin frá 1964. Birt með góðfúslegu leyfi Landsbókasafns íslands. steingarður, sjóvamargarður, austur að læk og sunn- an við hann er stór óbyggður völlur, lítt grasgefinn, sem nær suður að Tjöm. Nefnist hann Austurvöllur en syðsti hlutinn Tjamarvöllur. Völlurinn er hluti gamla Reykjavíkurtúnsins og enn bólar ekkert á byggingum á þessu svæði en eitthvað er þó farið að undirbúa dómkirkjubyggingu þegar hér er komið sögu. En bærinn er ekki kirkjulaus. Gamla sóknarkirkj- an, Jónskirkja í Vík, sem reyndar er timburkirkja, stendur enn vestan til í kirkjugarðinum, umlukin húsum innréttinganna á þrjá vegu, á slóðum núver- andi Herkastala. Og þótt hún sé orðin nokkuð hrörleg hefur hún verið dubbuð til dómkirkju enda dapurlegt um að litast á Skálholtsstóli eftir jarðskjálftana miklu 1784. Gömlu bæjarhús Reykjavíkurbæjarins eru trúlega alveg horfin undir innréttingarnar en þau hafa að öllum líkindum staðið í röð frá norðri til suðurs1 í Grjótabrekkunni andspænis kirkjunni á gömlu Upp- salalóðinni, og horft móti sumri og sól út yfir Tjöm- ina þegar þau voru upp á sitt besta. Erlend áhrif Öldum saman hafði ríkt kyrrstaða í Reykjavík. En með Innréttingunum verður gjörbylting á öllu lífi og útliti staðarins. 4. janúar 1752 staðfesti konungur reglugerð fyrir Innréttingarnar, með Skúla Magnús- son í fararbroddi, veitti 10 000 ríkisdala styrk og gaf jarðirnar Hvaleyri við Hafnarfjörð, Reykjavík og Örfirisey. Ýmsar ástæður lágu til þess að Reykjavík varð fyrir valinu við staðsetningu Innréttinganna.; m. a. var hafnaraðstaða góð og staðurinn lá mitt á milli bústaða landfógeta og stiftamtmanna í Viðey og á Bessastöðum. Mannlífið tók að sjálfsögðu einnig miklum stakkaskiptum með Innréttingunum, margir erlendir borgarar settust að í Reykjavík, en borgarar höfðu leyfi til að stunda verslun og iðnað. Með erlendu borgurunum komu nýir siðir, m.a. garðrækt og dans- leikir. Blómaskeið Innréttinganna, 1759-1764, er rétt liðið undir lok þegar Eiríkur okkar Hjörtsson fæðist 1771, þótt starfsemin héldi áfram að einhverju marki fram yfir aldamótin 1800. 1786 eru innan lóðarmarka Reykjavíkurkaup- staðar 39 hús og 167 íbúar og með það í farteskinu er þessi litla húsaþyrping gerð að kaupstað. Konungur- inn lagði til kaupstaðarins spildu af jörðinni Vík, að Grjótabrekku í vestri, þar sem nú er Aðalstræti, að Tjöminni í suðri, að læknum í austri, auk spildu úr landi Amarhóls norðan Arnarhólstraða, þar sem nú er Hverfisgata. Þar við bættist Örfirisey, en hana gaf konungurinn með það í huga að hentugt væri að setja þar upp vígi höfuðstaðnum til vamar. Mannlífið En lítum nú ögn á mannlífið og þjóðlífið í stærra samhengi. Um það leyti sem Eiríkur Hjörtsson, sveinninn ungi, fæðist er enn ekki liðin öld frá http://www.vortex.is/aett 5 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.