Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 Kolbeinshausinn við Klapparvörina og útsýnið til norðurs að Laugarnesi. í Laugarnesbænum bjó Eiríkur Hjörtsson um aldamótin 1800. Málverk eftir Eirík Jónsson í eigu Bjargar Guðfinnsdóttur. Fráleitt hefur hann vitað að veglegu messings- stjakarnir á altarinu sem báru uppi fermingarljósin væru gjöf langalangafa hans Brands Bjamhéðins- sonar. Hvað þá að sjálf altaristaflan sem sýndi Jesús breyta vatni í vín í brúðkaupinu í Kana væri af sömu rótum runnin. Þó er aldrei að vita nema Rannveig móðir hans hafi hent reiður á hinum fornemu forfeðrum sínum og vitað að það var enginn annar en langafi hennar Víkurbóndinn, lögréttumaðurinn og alþingismaður- inn Brandur sem reisti þessa síðustu Víkurkirkju af grunni árið 1724, þótt hún væri að nokkru leyti endurbyggð úr timbri árið 1770.19 Óekta En senn fer að draga til annarra og sorglegri tíðinda hjá þessari litlu fjölskyldu þar sem stöðugleikinn virðist hafa ráðið ríkjum í hart nær 20 ár. 1793 deyr Hjörtur bóndi rétt rúmlega fimmtugur að aldri.20 Við það hljóta að hafa orðið miklar breytingar á högum Bústaðafjölskyldunnar en bót er í máli að synimir eru að verða uppkomnir þótt Sesselja litla sé aðeins 11 ára. Rannveig ákveður því að halda búskapnum áfram enn um stund með aðstoð drengjanna sinna. Þá er Eiríkur 22 ára og Jón 15 ára. Eiríkur er orðinn ungur maður og náttúran farin að segja til sín. Helga Jónsdóttir, sem verið hefur á heimilinu frá því hann man eftir sér fer að taka á sig nýja mynd í huga hins unga manns. Hún er vissulega allmiklu eldri en hann, en hvað með það? Hver spyr um aldur í ástarbríma? Þau Eiríkur fara að draga sig saman og 1794 eignast þau son sem skírður er Eiríkur. En leiðir þeirra Helgu áttu ekki eftir að liggja saman, hvað svo sem því olli. Vel má gera því skóna að Rannveig móðir hans hafi verið heldur óhress með ráðahaginn, ætlað syni sínum betra kvonfang en heimilishjúið. Hvort sem það hefur verið að ráðum hinnar ættstóru Rannveigar eða ekki, fer Helga af heimilinu en drengurinn verður eftir hjá föður sínum. Einstæður faðir Eiríkur er nú orðinn einstæður faðir 23 ára og býr áfram á Bústöðum hjá móður sinni og systkinum með Eirík litla son sinn. Og fráleitt hefur hann grun- að að frumburðurinn, Eiríkur litli, ætti eftir að fylgja honum lengur en nokkurt annað þeirra 15 bama sem hann átti eftir að geta af sér á langri ævi. En stúlkumar halda áfram að heilla Eirík, föður- inn unga. Hvað annað? Og hann þarf svo sannarlega ekki að leggja land undir fót. A sama bæ er ung stúlka, jafnaldri Eiríks, Guðný að nafni, dóttir bónd- ans og smiðsins Eyjólfs Jónssonar á Bústöðum og konu hans Þóru Helgadóttur. Þau Eiríkur verða ástfangin þarna á heimatúninu og ég sé þau fyrir mér leiðast hönd í hönd móti sumri og sól í veðursælli Bústaðabrekkunni eða röltandi saman niður að Fossvoginum horfandi til framtíðar með brjóstin full af æskuvonum og þrám. Trúlega er Guðný stóra ástin í lífi Eiríks, kvaðalaus og frjáls. http://www.vortex.is/aett 10 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.