Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 Rafræn skráning ættfræðigagna Útdráttur úr erindi sem Eiríkur G. Guðmundsson sagnfræðingur og sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfusviðs Pjóðskjalasafns flutti á félagsfundi Ættfræðifélagsins 25. mars sl. Árið 2001 setti Þjóðskjalasafn íslands á laggimar svo kallaðan manntalsgrunn. Þar með er fetað í fót- spor annarra Norðurlanda sem byggt hafa upp slíka gagnagrunna á undanförnum árum. Þar hefur farið fram viðamikil rafræn skrásetning frumheimilda, aðallega manntala. Markmiðið er að hefja slíka rafræna skrásetningu hér á landi en Þjóðskjalasafnið hefur nú þegar sett Manntalið 1703 á netið. Mann- tölin 1835, 1870 og 1880 hafa einnig verið slegin inn af starfsmönnum safnsins en nánari úrvinnslu er enn ekki lokið. Markmiðið er að koma öllum manntölunum í þennan manntalsgrunn og á netið, þannig að almenn- ingur jafnt sem fræðimenn eigi greiðari aðgang að þeim heimildum sem Þjóðskjalasafnið hefur í sinni vörslu. Slík skráning, dreifing og aðgengi frumgagna mun spara notendum bæði vinnu og tíma. Markmið- ið er að birta heimildina eins líka frumheimildinni og hægt er, en einhver samræming er þó nauðsynleg, stafsetningu þarf t.d. að samræma. Þjóðskjalasafnið stefnir að því að reka manntals- grunninn sem sjálfstæðan grunn í eigu og umsjón safnsins en í samstarfi við stofnanir, félög og einstaklinga sem vilja leggja málinu lið. Gert er ráð fyrir því að aðgangur að grunninum verði ókeypis a.m.k. til almenningsnota. Sjálfboðaliðar Gert er ráða fyrir því að sjálfboðaliðar geti tekið þátt í hinni rafrænu skráningu frumheimildanna. Þar mætti hugsa sér félagsmenn í Ættfræðifélaginu, í átthagafélögum og áhugamenn í einstökum sveitum og héruðum. Stjóm ættfræðifélagsins hefur þegar lýst áhuga á þátttöku í þessu verkefni Þjóðskjalasafns en á síðasta ári var ákveðið að feta í fótspor annarra Norðurlanda. Þar gengur starf af þessu tagi í félögum sem kallast DIS eða Datorhjálp i sláktforskningen. Þjóðskjalasafnið rennir blint í sjóinn með hversu stór sá hópur kann að verða og eins hversu langan tíma verkið tekur í heild. I Danmörku vinna um 500 sjálfboðaliðar við innslátt frumgagna og verkið er þar langt komið og verður innslætti danskra mann- tala lokið innan fárra ára. Svipaða sögu er að segja frá Noregi. Þegar til langs tíma er litið er markmiðið að skrá, auk manntalanna, kirkjubækur, skattbændatöl, jarða- bækur og fleira. En manntölin henta best til skrán- ingar til að byrja með, því auðveldast er að staðla innslátt þeirra. Kirkjubækur eru mun flóknari og erfiðara er að samræma skráningu þeirra og aðlaga samræmdum gagnagrunni. Líklegt er að Þjóðskjala- safnið taki stafrænar myndir af öllum kirkjubókum landsins í framtíðinni en slíkt er verið að gera í nágrannalöndunum. Þótt slíkt auðveldi aðgengið er þó óleystur vandinn við að lesa skriftina og klóra sig fram úr textanum en það veitist mörgum erfitt. Staðlað vinnuferli Áður er hafist verður handa við hina rafrænu skráningu sjálfboðaliða er þó mikið verk óunnið. I fyrsta lagi þarf að ákveða hvaða manntöl verða tekin til innsláttar og í hvaða röð. Síðan þarf að búa til pappírsafrit af þeim til dreifingar og skráningar. Ákveða þarf verklag og staðlað vinnuferli. Síðan Avítö Vv- ('Íu'[i’(5onl?jA‘*§on a n £ I 4em<* ‘Votrr- SblvQ’l •.................. - j-fVa'Áfl*. SíflUi^ áIr*iol'JV«iC/ íkj 4U eimx*^ aÁgict^ ocpiicLggm . - - p. .^UúVirm Áoin**- cmage i ^JtujcíjtðJ'ý. S'Vefí íjO'n- Suw.íjttl'lurV 'V'W Ainán'dn. írnn U toit'l-í’ui- y, /ína ti%í.0í«n - 4roí+a fajfi So'ylui jjn ^onfien fyu' ■ ■ ■=}-+ íttfS jimé'epabiftr ■ &tt\s k>n tyonptm hafp ScnJ- ■ . & what twciír dí teaúafon VtrTt-iprteC* - 7<j díuitán liu?/r>/srn)e(* (vtntÝ&fot - á,in http://www.vortex.is/aett 21 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.