Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Síða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Síða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 um á ómögum og utansveitarfólki. Flest slfk tilvik má finna og leiðrétta talninguna sem þessum oftaln- ingum nemur. Ekki voru búin til prentuð eyðublöð að nota við skráninguna eins og síðar varð og því eru upplýsing- arnar með mismunandi sniði. Manntalið er varðveitt úr öllum hreppum landsins. I mörgum tilvikum eru skýrslur hreppstjóranna varðveittar og eru þær oft nokkrar síður í smáu broti, þétt skrifaðar og stundum með bundnu letri og skammstöfunum. I öðrum tilvikum eru manntalsskýrslurnar varðveittar í afskrift sýslumanns. Manntalinu var skilað til Áma Magnússonar og Páls Vídalíns á Alþingi í júní 1703. Hvenær það var svo sent til Kaupmannahafnar er óvíst. Væntanlega hafa Ámi og Páll tekið manntalsskýrslurnar til athugunar og talið úr þeim með einhverjum hætti. I Kaupmannahöfn virðist það svo hafa legið óhreyft í áratugi eða þar til Skúli Magnússon landfógeti vann úr því fyrir jarðabók sína árin 1777-78. Manntals- skýrslurnar voru fluttar til íslands árið 1921. Ljóst er að manntalið þótti sérstakt og vakti athygli alþýðu. Og geta annálar þess að sumir hafi nefnt veturinn 1702-1703 manntalsvetur. Jón Olafsson nefnir það til dæmis í Grímsstaðaannál en segir auk þess: „Þá var pappír dýr í sveitum víða, er öllu þessu var aflokið.”(Annálar III, bls. 522-523). Þessi pappírsnotkun var að vísu ekki mikil miðað við það sem nú tíðkast. Manntalið er t.d. ekki nema um 1700 síður. Hvað var skráð? Eins og áður segir er heimilisfang flestra skráð, þ.e.a.s. sýsla, hreppur og nafn býlis. Allir voru svo skráðir með nafni, aldri og stöðu eða atvinnu. Þá kemur hjúskaparstaða og skyldleiki fram. Hjón em tilgreind og tilgreint þegar heimilsmaður er þeirra bam. Auk þess er oft getið um annan skyldleika. Og oft fylgja einkunnarorð eða ummæli sem lýsa fólki eða fordómum skrifarans. Á Snæfellsnesi má finna 45 ára gamlan mann sem sagður er „lausingi og prakkari”. Þar era ummæli eins og „latur og þjóf- gefinn“ og „óhaldandi fyrir óknyttum“ er skrifað um 28 ára konu þar um slóðir. Flestir fá engar slíkar umsagnir, em bændur, búðamenn, eiginkonur, börn, vinnumenn og vinnukonur. Manntalsskýrslur í Þingeyjarsýslum eru óvenju- legar fyrir þær sakir að skrásetjarar þar skráðu allir sem einn athugasemd um heilsufar íbúanna. Þannig var lagt mat á heilsufar 97% Þingeyinga. Eiginleg læknisskoðun lá hér auðvitað ekki að baki og líklega var heilsufarið oftast metið af einstaklingunum sjálf- um. Heilsufarsgreiningin var einkum „heill“ eða „vanheill" eða „heil“ og „vanheil". Karlar voru í þessu fyrsta heilsufarsmati í Þingeyjarsýslum örlítið heilsubetri en konur, 69% þeirra voru sagðir heilir en 63% kvenna. Útgáfa manntalsins Hagstofa Islands gaf manntalið 1703 út á árunum 1924-1947. Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri hafði veg og vanda af þeirri vinnu. Þá var gerð skrá yfir þá sem fundust á fleiri en einum stað í mann- talinu. Eru það um 500 manns. Rúmlega þriðjungur þeirra eru sveitarómagar í tveim hreppum, Kleif- arhreppi í Skaftafellssýslu og Stokkseyrarhreppi, Fjöldi karla og kvenna og kynjahlutfall eftir sýslum 1703 Kynjahlutfall (fjöldi karla á móti hverjum 1000 konum). Landsmeðaltal 831,8 ■ Karlar ■ Konur Þólt fleiri drengir fæðist en stúlkur voru konur nær undantekningarlaust fleiri en karlar í samfélögum fyrri tíma. Árið 1703 voru karlar á Islandi 22.667 en konur 27.491 og voru konur fleiri en karlar i öiium sýslum iandsins. Á landsvísu voru 832 karlar á móti hverjum 1000 konum. Kynjahlutfail var breytilegt eftir sýslum. Hæst var það 944 í Isafjarðarsýslum en lægst 735 í Skagafjarðarsýsiu, http://www.vortex.is/aett 17 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.