Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 Bár í Hraungerðishreppi sem í Mt. 1703 er sagður 47 ára og 80 ára í Mt. 1729 og konu hans Margrétar Jónsdóttur sem er 52 ára í Mt. 1703.6 Víkurbærinn Móðir Eiríks litla var Rannveig, f. í Götuhúsum um 1744, dóttir Odds Hjaltalín lögréttumanns, f. um 1722, d. á Bentsbæ á Búðum Snæ. 26. júní 1797 þá 75 ára gamall.7 Oddur og kona hans Oddný, f. um 1724, bjuggu m.a. á Korpólfsstöðum og Rauðará. Oddný var Erlendsdóttir lögréttumanns Brandssonar lögsagnara Bjamhéðinssonar. Brandur bjó í Reykjavík (Vík) frá 1707 eða 1708 til dauðadags 1729 og ekkja hans Ólöf Einarsdóttir f. 1654 bjó þar til 1730. Þegar Ólöf flutti frá jörðinni Reykjavík að Breiðholti tók faðir Odds, Jón Oddson Hjaltalín, f. um 1687, d. í okt. 1755, við jörðinni og bjó þar til 1752, eða í 22 ár, en 4. janúar 1852 fengu innrétt- ingamar jörðina Reykjavík, búskapur lagðist form- lega niður og bæjarhúsin voru rýmd.8 Kona Erlends, langafa Eiríks okkar, var Sesselja Tómasdóttir f. 1692 d. 1757.9 Tómas Bergsteinsson faðir hennar, f. 1652, var bóndi á Amarhóli, kvæntur Guðrúnu Símonardóttur, en faðir hennar er trúlega sá Símon sem var bóndi í Hlíðarhúsum 1681 og var Amason.10 Símon Amason „var norðlenzkur að ætt, en fluttist suður, og bjó fyrst á Dysjum á Alftanesi en komst þar í deilur við sóknarprest sinn, síra Þorkel Arngrímsson í Görðum árið 1662; flutti hann því frá Dysjum og í Effersey og þaðan í Hlíðarhús." I Sesselju Tómasdóttur og Erlendi Bandssyni lögréttu- manni, langafa og langömmu Eiríks, sameinast hinar elstu reykvísku ættir frá Víkurbænum, Amarhóli og Hlíðarhúsum. Lögsagnaradóttirin I Jarðabók Ama Magnússonar frá 1703 er Tómas Bergsteinsson ábúandi á Arnarhólsjörðinni hálfri á móti bróður sínum Jóni og síðan tekur við sonur hans Jón og síðar sonarsonur Gissur, tengdasonur Jóns Hjaltalíns, en þeir voru allir meðal fremstu manna sveitarinnar á sinni tíð." Jörðin er þá í eigu konungs eins og flestar jarðimar á þessu svæði. Leigan, sem er 20 kúgildi hjá hvomm, á að greiðast í smjöri heim til Bessastaða eða í Viðey. Þeim Arnarhólsbændum ber einnig að flytja Bessastaðamenn til sjávar í Viðey hvenær sem þeir kalla og stundum upp á Kjalames, en til lands yfir Seltjamarnes að Skildinganesi. Einnig ber þeim að leggja fram heyhesta tvo til fálkanna. Torfristu, stungu og móskurð hafa þeir í Víkurlandi. Fjöru- grasatekja er lítil og rekavon lítil. Einnig segir þar að sjór spilli túnum, engjar séu engar og úthagar engir. Vatnsból þrýtur oft og þarf þá í Víkurland að sækja. Sagan hefst ef svo má segja þegar Hjörtur Eiríks- son, faðir Eiríks litla langalangafa míns, kemur austan úr Hóa einhvem tíma fyrir 1771 og gerist vinnumaður í Skildinganesi, þá milli tvítugs og þrítugs, hjá Þor- bimi Bjamasyni og konu hans Sólborgu Þorfinns- dóttur. Hann verður ástfanginn af lögsagnaradóttur- inni Rannveigu, sem þar er vinnukona ásamt Oddnýju systur sinni. Oddur Hjaltalín lögsagnari, faðir þeirra systra, bjó á Rauðará við Reykjavík og átti samkv. Sýslumannaævum ellefu böm, þar af átta sem upp komust, þrjá syni og fimm dætur. Ein systirin var Guðrún sem giftist Ólafi kaup- manni og riddara Thorlacíus á Bíldudal, en frá þeim er hin mikla vestfirska Thorlacíusarætt runnin. Önnur var Sesselja kona Davíðs Sörenssonar, þriðja var Jórunn kona Jóns Jónssonar faktors á Stapa og sú fjórða var Oddný kona Helga Engilbertssonar. Synir Odds Hjaltalín sem upp komust voru Hans kaupmaður á Stapa, sr. Jón prestur á Breiðabólsstað á Skógaströnd og Páll assistent í Stykkishólmi. Frá þeim bræðrum eru miklar ættir komnar, ekki síst á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð.12 Breiðholt Ekki fylgja þau Hjörtur og Rannveig settum reglum siðgæðisins. Þeim fæðist sonur, Eiríkur, þann 27. mars 1771, þótt ekki séu þau orðin eitt fyrir guði og mönnum. þau eru þá talin ógift vinnuhjú í Skildinga- nesi. En þetta stendur til bóta og þau gifta sig 11. okt. sama ár, bæði í fyrsta sinn. Vinnumennskunni lýkur, þau fara að búa í Breiðholti, sem er jörð í eigu konungsins með tilheyrandi skyldum og kvöðum, m.a. við Bessastaðamenn. En í Breiðholti hafði áður staðið kirkja eða bænhús og kirkjugarður. Bærinn stóð þar sem Gróðrastöðin Alaska var til húsa og mikið af mannabeinum kom upp þegar grafið var fyrir hlöðunni sem verslunarhúsnæðið var rekið í. I Breiðholti má, segir í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703, fóðra 7 kýr en hrísrif er þá orðið hverfandi lítið. I Breiðholtinu fæðast þeim Hirti og Rannveigu fjögurbörn til viðbótar. Þorbjörg, f. 1776,11 Jón 1778, en Jóns nafnið er ríkjandi í ætt Rannveigar. Afi hennar var Jón Hjaltalín lögsagnari, ættfaðir Hjalta- línsættarinnar, sr. Jón Hjaltalín prestur og skáld á Breiðabólsstað á Snæfellsnesi var bróðir hennar, Jón Hjaltalín landlæknir var bróðursonur hennar og bróður átti hún sem Jón hét og dó ungur. 1779, fæðist dóttirin Sesselja, dáin sama ár. 1782 fæðist önnur Sesselja. Rannveigu hefur verið mikið í mun að koma upp Sesseljunafninu, en það var nafn móðurömmu hennar Sesselju Tómasdóttur bónda Bergsteinssonar á Arnarhóli. En Sesselja Tómasdóttir, kona Erlendar Brandssonar lögréttumanns í Reykjavík, var mikil merkiskona sem sést m. a. á því að hún var um árabil skírnarvottur allflestra barna sem skírð voru í Reykjavík! Sighvatur á Grjóta Af þessu má sjá að hin ættstóra Rannveig hefur ráðið öllum nöfnum bamanna nema Eiríksnafninu sem kem- http://www.vortex.is/aett 7 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.