Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Qupperneq 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Qupperneq 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 Guðfinna Ragnarsdóttir: Reykvíkingurinn Eiríkur Hjörtsson 1771-1846 -brot af sögu alþýðumanns- erindi flutt á fundi Ættfræðifélagsins 22. október 1998 Fyrri hluti - styttur Það var einu sinni strákur sem hét Eiríkur. Hann átti heima í Breiðholtinu. Afi hans og amma bjuggu rétt hjá Hlemmi.... Þannig gœti þessi litla saga byrjað. Allt hljómar svo kunnuglega, Eiríkur, Breiðholt, Hlemmur. En ekki er allt sem sýnist. Vissulega ólst Eiríkur upp í Breiðholtinu en það var svo sannarlega ekki það Breiðholti sem flestir þekkja í dag heldur samnefndur bœr og öldin var sú átjánda. Og afi og amma, þau bjuggu á bænum Rauðará rétt við Hlemm. Nánar til tekið á slóðum Frímúrarahallarinnar. En þá stóð þar engin höll, aðeins lágreistur bær og Rauðaráin rann út í Rauðarárvíkina eins og hún hafði gert frá aldaöðli. Úr hverri vör ýttu menn bátum sínum og sóttu björg í bú. Ein þeirra var Klapparvörin nokkru vestan við Kolbeinshaus og þaðan áttu börnin og barna- börnin hans Eiríks eftir að róa áratugum saman. Nú er niður Rauðarárinnar þagnaður, Kolbeins- hausinn kominn undir hraðbraut og bæði Eiríkur og afinn og amman á Rauðará löngu komin undir græna torfu, svo græna að enginn veit nú lengur hvar jarð- neskar leifar þeirra er að finna. En enn byggja niðjar þeirra Reykjavík, búa við Rauðarána sem engin er og í Breiðholtinu sem orðið er annað og meira en fyrr. Þeir hafa dreift sér vítt og breitt um bæinn. Þennan bæ sem verið hefur athvarf og uppruni tuga ef ekki hundruða afkomenda þeirra Rauðarárhjóna. Margir eru meðvitaðir um djúpar rætur sínar, aðrir lifa góðu lífi í fáfræði sinni og rennir ekki í grun að hér hafi forfeður þeirra gengið um garða og sett svip sinn á bæjarlífið mann fram af manni, öld fram af öld. Þeir hafa ekki skilið sýnileg spor eftir sig, fremur en allur þorri alþýðumanna sem fallnir eru í gleymskunriar dá. En kirkjubækur og manntöl segja okkur örlitla sögu, gefa okkur nokkra púslbita sem þó aldrei verða að heilli mynd. En með því að geta í eyðumar, rýna í búsetu, aldur, giftingar, bameignir, dauðdaga, nöfn og störf, fæst lítil saga, misheilleg þó. Stundum bætast einnig við fróðleiksmolar ef einhverjum hefur tekist að komast á spjöld sögunnar, af góðu eða illu tilefni, eins og Iangafa Eiríks litla í Breiðholtinu, kvenholla, gleðimanninum Jóni Hjaltalín, en: Hjá honum Jóni Hjaltalín hoppa menn sér til vansa Allan veturinn eru þeir að dansa. Og þegar nær dregur okkur í tíma bætast við sögur og sagnir, minningar afa og ömmu, langafa og langömmu og glæða sögu forfeðranna lífi. Klapparvörin Ef til vill vaknaði áhuginn á reykvískum rótum mín- um þegar pabbi settist með mér við Klapparvörina fyrir margt löngu og sagði inér frá Jóni afa, sem var dóttursonur Eiríks litla í Breiðholtinu, og Kristjáni langafa sem rém þaðan hvem dag sem gaf. Ég sá þá fyrir mér þar sem þeir lölluðu niður að sjónum í morgunsárið, í Reykjavík nítjándu aldarinnar. Gengu frá litla húsinu sínu á Vegamótum aflíðandi spölinn niður að sjónum, gerðu bátinn kláran og ýttu úr vör. Þá sem nú gnæfðu Esjan og Skarðsheiðin í norðrinu og vinalegt Akrafjallið teygði sig til vesturs. Heima beið Rannveig langamma mín Eiríksdóttir eftir soðningunni sinni - sem hún deildi reyndar ansi oft með þeim sem minna áttu - við lítinn fögnuð bónda síns, að því er sögur herma. Hver veit nema hún hafi dagsstund brugðið sér í kaffisopa til Önnu systur sinnar í Syðstabæinn í Stöðlakoti eða kíkt inn í smiðjuna til mágs síns Bjöms Hjaltesteð í Suðurgötu 7 og spurt frétta af bömunum hans Biama bróður sem flutti vestur á firði. http://www.vortex.is/aett 3 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.