Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Page 4

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Page 4
4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 10. JÚNÍ, 2001 „Mér finnst æðislegt að vera á sjó, vinskapurinn og mórallinn um borð ræður þar mestu. Góðar tekjur skipta vit- anlega einnig máli,“ segir Eva Þórðardóttir, 21 árs sumarsjóari. Á sjó á sumrin E*” g hef sjálf verið á sjó á sumrin sfðan ég var sex ára. Ég þekki sjóinn og veit að pabba líður vel þama. Þetta er það sem hann vill. Ef hann er ánægður, þá er ég ánægð,“ segir Eva Þórðardóttir, 21 árs nemi í tækniteiknun í Iðnskól- anum í Reykjavík. Faðir hennar, Þórður Magnússon, hefur verið til sjós í rúmlega 20 ár. Hann er skip- stjóri á frystitogaranum Þemey RE 101, sem gerir út frá Granda í Reykjavík. Eva hefur verið á sjó á hveiju sumri frá sex ára aldri. Fyrstu árin fór hún með fÖður sínum í siglingar, til Frakldands og Englands, en þá var Þórður skipstjóri á ísfisktogar- anum Ásbirni. Á aldursbilinu 10-13 ára fór Eva einn túr á hveiju sumri sem farþegi á frystitogaranum Snorra Sturlusyni sem faðir henn- ar stýrði. Fjórtán ára var hún orðin messagutti á Þemey. Næsta sumar var Eva hálfdrættingur og 16 ára fullgildur háseti, enn á Þerney við hlið foður sfns. Fjarveran erfiðust Eva segist alvön fjarveru fóður síns, hún þekki ekki annað. Útiver- ur Þórðar era langar, um það bil mánuður í senn og það er helsti galii þess að vera dóttir sjómanns, að sögn Evu. „Ég hef þó smám sam- an vanist fjarveru hans. Áður átti ég erfitt með að sætta mig við sí- felldar fjarverur, sérstaklega á af- mælisdögum og hátíðum. Fyrst nú á allra síðustu árum skil ég fjar- vem hans betur. Yngri systur mín- ar, sem eru 13 og 15 ára, eiga enn erfitt með að skilja þetta. Fjarveran veldur því að ég kynnist pabba ekki jafnvel og ég hefði óskað. Þó er ég í meira sambandi við hann en systur mínar því ég eyði miklum tfma með honum á sumrin. Ég er inni í sjó- mannalífinu og hef gaman af því að ræða við hann. Við tölum sama mál ef svo má segja." Eva man ekki eft- ir stund þar sem hún þurfti nauð- synlega á foður sínum að halda, en hann ekki verið til staðar sökum vinnu sinnar. „Einhvern veginn hefur það atvikast þannig að hann hefur verið til staðar þegar mikið hefur legið við,“ segir Eva. Samhliða námi spilar Eva hand- bolta með Gróttu-KR í meistara- deildinni. Hún segist stundum sakna þess að hafa ekki fóður sinn á áhorfendapöllunum, sérstaklega þegar stórleikir fara fram. Eva er ekki óvön að spila slíka leiki, en hún hefur í tvígang leikið bikarúr- slitaleik með Val og Gróttu-KR og á síðasta ári lék Grótta-KR við ÍBV í úrslitum um íslandsmeistaratitil- inn. „Pabbi er gjarnan á sjó þegar slíkir leikir fara fram en hefur fylgst grannt með þeim með hjálp talstöðvar og tölvupósts. Öll áhöfn- in á Þemey fylgist reyndar spennt með þegar þannig háttar. Mamma mætir á leikina og ég hef fengið góðan stuðning foreldra minna í handboltaiðkuninni," segir Eva. Eva hefur aldrei óttast um föður sinn á sjó, jafnvel þó að veður séu vond. „Ég veit að skipið er traust, þekki það af eigin raun. Við pabbi erum einnig í talstöðvarsambandi og skiptumst á tölvupósti daglega. Þannig fæ ég að fylgjast með og það hjálpar." Margvíslegir kostir Eva segir ýmsa kosti fylgja sjó- mennskunni. „Tekjurnar eru jafnan góðar og fríin löng þegar pabbi tek- ur frítúra. Hann tekur til dæmis ávallt frí þegar við systumar erum í prófum og aðstoðar okkur þegar mamma er að vinna. Sú hjálp hefur komið sér vel,“ segir Eva og bætir við að Þórður hafi verið óvenju mik- ið heima það sem af er árinu. Breytingar vom gerðar á Þerney og síðan skall sjómannaverkfallið á með tilheyrandi landvist. „Svo er það fiskurinn, hann er mjög góður og alltaf nóg til af honum." Þó ýmsir kostir fylgi því að vera dóttir sjómanns segir Eva alltaf söknuð fylgja því að sjá á eftir fóð- ur sínum í mánaðartúr. „Ég fylgi honum alltaf niður á höfn til að kveðja og það getur verið erfitt. Ég kveð reyndar alla áhöfnina í leið- inni. Þetta em góðir vinir mínir og vinnufélagar. Svo er alltaf jafn gaman að fá pabba heim, það breyt- ist aldrei.“ Kann vel við sig á sjó Sjálf segist Eva kunna mjög vel við sig á sjó. „Mér finnst æðislegt að vera á sjó, vinskapurinn og mórall- inn um borð ræður þar mestu. Góð- ar tekjur skipta vitanlega einnig máli.“ Eva segir tiltölulega óal- gengt að stúlkur á hennar aldri stundi sjóinn og hún sé oftast sú eina um borð í Þerney. Eva segist alltaf verða sjóveik fyrsta daginn en síðan ekki söguna meir. Hún hefur einu sinni komist í hann krappan þegar svokallaður gils kræktist utan um kálfann á henni þegar verið var að hífa og fleygði henni til. Litlu mátti muna að illa færi en kálfinn er tilfinningalaus eftir slysið. „Ég hef alltaf verið hrædd við gilsinn síðan,“ segir Eva. Eva segir samskiptin við föður sinn að mestu hnökralaus þegar hún vinnur undir hans stjórn. Hún segir þó talsverðan mun á Þórði skipstjóra og pabbanum Þórði. „Hann er miklu harðari úti á sjó og mér, sem dóttur hans, finnst ég þurfa að leggja ennþá harðar að mér en ella. Heima við er hann hins vegar einstakt ljúfmenni,“ seg- ir Eva. Þó sjómennskan sé skemmtileg á Eva síður von á að leggja hana fyr- ir sig í framtíðinni. Hugurinn ligg- ur til Danmerkur til starfa við tækniteiknun. Segja má að hún hyggist feta í fótspor móður sinnar, Svandísar Halldórsdóttur, sem er tækniteiknari að mennt og starfar sem slík hjá HTH innréttingum. „Það heillar mig meira að vera með penna í hendi en þorsk. Danmörk er heillandi land og þar er spilaður góður handbolti sem ég vil stunda áfram. Þangað stefni ég en held áfram að stunda sjóinn yfir sumar- tímann, alla vega á meðan ég er barnlaus. Kannski ég sendi pabba í land til að passa fyrir mig og haldi sjálf áfram á sjónum," segir Eva og hlær við. Kostir og gallar - við að pabbi sé sjómaður Í"’’ Hvannarima í Grafarvogi búa bræðumir Ingi, Rafn og Bjarki Erlingssynir. Faðir þeirra, Erling Erlingsson, er annar stýrimaður á Berglín GK 300 sem gerir út frá Sandgerði. Erling hefur stundað sjóinn lengi, lengst af á Freyju RE. Hann fór sinn fyrsta túr aðeins 14 ára gamall, þá í sumarafleysingum. Berglín fer að jafnaði vikutúra og stoppað er í landi í einn sólarhring áður en haldið er á miðin á ný. Fjarvera Erlings frá eiginkonu og sonum er því talsverð. Gaman þegar pabbi kemur heim J>að er alltaf gaman þegar pabbi kemur heim,“ segir Ingi, fimm ára og yngstur bræðranna. Undir það taka þeir eldri og segja að feðgam- ir geri sér gjaman dagamun með einhveijum hætti. „Við fömm oft í sund og vökum fram eftir,“ segir Bjarki, sem nýlega hélt upp á þrett- án ára afmæli sitt. Bræðurnir eru vanir því að pabbi þeirra sé lítið við og finnst það því ekkert tiltökumál. Þeir viðurkenna þó að upp koma stundir sem gott væri að hafa hann oftar heima. „Á fótboltamótunum væri gaman ef pabbi gæti komið,“ segir Rafn, sem er tíu ára og æfir fótbolta af kappi með Fjölni. Arn- heiður Edda, móðir drengjanna, er í foður- og móðurhlutverkinu hvað íþróttaiðkun þeirra áhrærir en Bjarki æfir sund og Rafn teflir sam- hliða fótboltaiðkuninni. Erling er ávallt heima á hátíðis- dögum en það kemur fyrir að hann missir af afmælum sonanna. Það vill þó svo vel til að einungis fimm dagar em á milli afmæla Bjarka og Rafns og því auðveldara fyrir Er- ling að koma því þannig fyrir að hann geti í það minnsta verið í öðm afmælinu. Ætla ekki að verða sjómenn Hugur þeirra Bjarka, Rafns og Inga hneigist sem stendur ekki að sjó- mennsku. Þeir láta sér nægja að ná í pabba sinn endrum og eins þegar hann kemur í land í Sandgerði. Bjarki útilokar þó ekki sjómanns- feril enda hlotið nokkra reynslu af sjómennsku. „Ég fór í siglingu á Berglín til Englands sumarið 1999 og fannst mjög gaman. Ég var bara sjóveikur fyrsta daginn, ég fékk mér sjóveikiplástra sem virkuðu vel. Ég hef samt meiri áhuga á leik- list og í dag stefni ég á að verða leikari," segir Bjarki. Ingi hefur komið um borð til pabba síns og var hrifinn. „Báturinn var mjög flottur en mig langar ekki að verða sjó- maður. Mér finnst meira gaman að smíða litla kofa,“ segir sá stutti. Rafn hefur sömuleiðis komið um borð í Berglín og fengið að fljóta með þegar færa hefur þurft Freyj- una, en þar er afi þeirra skipstjóri. Sjómennskan heillar þó ekki sem stendur, fótboltinn á hug hans all- an. Bræðumir segjast ekki hræddir um pabba sinn þegar hann er úti á sjó. Bjarki viðurkennir þó að stund- um, þegar veður er vont, hugsi hann um hættuna. Þeir hefðu gjarnan viljað hafa pabba sinn meira í landi og ef þeir fengju að ráða vildu þeir helst að hann kæmi alfarið í land. En strákarnir em fljótir að benda á kostina samfara sjómennsku fóður síns. „Við fáum oft fisk í matinn sem okkur finnst mjög góður,“ segir Rafn. Sá kostur fylgir einnig sjósókn Erlings að aukalegt pláss losnar í hjónarúm- inu sem gott getur verið að skríða upp í. Ingi hugsar sér því gjarnan gott til glóðarinnar þegar pabbi er á sjó. Þá er sjómennska ekki útiver- an ein. Fríin eru góð á milli og Er- ling notar þau vel til samvistar með strákunum. „Löngu fríin em það skemmtilegasta við að pabbi sé sjó- maður,“ segir Ingi og bendir jafn- framt á að pabbi hafi eitt sinn ver- ið í hátt í 40 daga túr á frystitogara. „Það var mjög leiðinlegt," segir hann. Sjómannadagurinn skipar jafnan sérstakan sess í lífi bræðrannna. Þeir hafa gaman af öllu tilstandinu og horfa á pabba spreyta sig í ýms- um íþróttum og aflraunum. „I fyrra var mjög skemmtilegt. Pabbi keppti í reiptogi og fékk verðlaunapening fyrir fótbolta.” Bræðumir em sam- mála um að sjómannadagurinn sé alltaf skemmtilegur. „Kannski ekki alveg eins og jólin og páskamir, en svipaður og 17. júní.“ Bjarki, Rafn og Ingi eru vanir því að pabbi þeirra sé lítið við og finnst það ekkert tiltökumál. Þeir viðurkenna þó að upp koma stundir sem gott væri að hafa hann oftar heima.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.