Landneminn - 01.04.1955, Qupperneq 5

Landneminn - 01.04.1955, Qupperneq 5
Þelr sitja mikinn tima dagslns i kaffl- húsunum, tal þeirra er fult af háreystl, þeir ganga ekki hægt um gleðlnnar dyr en skelllhlæja og relðast og slá i borðlð. Timum saman ræða þeir af óskiftum á- huga um síðasta ölæði sitt og dásemdir þess. Sumir eiga það æðst að áhugamáll að fá einhversstaðar léða peninga til þess að þeir geti keypt sér smyglarabrennlvín. Frelsi hins ölóða er þeim ákjósanlegust réttindi. Fullir hafa þelr óbundnari hend- ur til þess að hneyksla fólk og vekja at- hygli á persónu sinni en daglega, meðan skynsemin heldur i taumana. Fullir syngja þeir á opinberum stöðum, flangsa við kvenfólk, fljúga ú menn, slást. Stund- um hafa þeir timburmenn eða samvizku- blt, setjast þá nlður og yrkja. 14 „Þeíta er — eins og allir vita sem höfðu kynni af skólapiltum 1918—19 og síðar — óaukin lýs- ing á lífi þeirra eða réttara sagt: á vissum þætti þess,“ segir Stefán Einarsson til frekari staðfestingar. Hið unga skáld var með hugann allan við alvarlegri vandamál. Rauffla kveriS fjallar fyrst og fremst um hinar stærstu lífsgátur, um trúna, tilgang lífsins, dauðann. Sem menntaskólapiltur í Reykjavík lítur Halldór þegar aftur til barnæsku sinnar sem hinnar glötuðu paradís- ar, þar sem hann lifði í sátt við til- veruna: Var það ekki ég, sem um íermingaraldur lá úti 1 grasinu á vorln, langt fram á nætur, af því að ég gat ekki sofið fyrlr lífshamingju, íyrlr helgum öflum, er fyltu brjóst mitt? Var Það ekkl ég sem grát- andi ákallaði Guð og bað hann að gefa mér kraít tíl þess að gera eltthvað miklð fyrir heiminn? Var það ekkl ég sem bað Drottin um að mega offurselja mlg? — Átti nokkur sterkari trú en ég? 71 áfr. Hann fellir inn í verkið bréf frá 1918, þegar hann var sem sagt sext- án ára gamall; einnig 'þar ræðir hann um áhyggjuleysi bernskuár- anna og þjáningar þær, er síðan tóku við: Ég trúðl á Guðs handleiðslu eins og pabbl og mamma; von mín náði lengra en hug- ur mlnn gat hugsað, trúin lengra en aug- un gátu séð. Nú vitið þér hvert er upphaf skelfingar mlnnar, það augnablik er trú þessi og von glataðlst mér og ég gerðl mér þess grein að ég á að deyja. Deyja; hverfa inn í hið fyrsta og síðasta myrkur, eins og röddin sagði í draumnum. 40 Hvað eftir annað víkur hann að því, er hann upgötvaði hinn hrylli- lega veruleik dauðans. Hann hafði líka sérstaklega ríka ástæðu til að ígrunda þetta efni einmitt um þessar mundir. Spánska veikin varð mörg- um að aldurtila í Reykjavík haustið 1918, og höfundur RauSa kversins dvelur býsna lengi við þennan at- burð. I postullegu máli segir hann t. d.: Nú geisar drepsóttin um þessar mund- ir. Dauðinn setur mark sitt vlð hverjar húsdyr. Hönd þessa Drottins er máttug, ég er að undrast það hve skjótt hún hef- ur stöðvað svo mörg hjörtu er fyrir skemstu slógu alveg eins og mitt: verður einnig hin mátka hönd lögð á hjarta mitt nú einhvern daginn? Engill dauðans, engill dauðans, hvillk tign og heigi; mig langar til að krjúpa. Hið eina sem ég veit, það er þessl tilfinning um eitthvaö sem er máttugra en ég, eitthvað almátt- ugt. Bærlnn er heilagur eins og klrkju- garður. 73 Sjálfum er honum hlíft, en það verður aðeins tilefni enn nýrra böl- sýnishugleiðinga: Sóttarvofunnl sést yfir mlg, kannske er ég eins og gamalt skar, ekkert nýtilegt 1 mér til að eyðtleggja; kannske hefur hún líka hugsað: Látum hann eiga slg: hann er dauðans matur hvort eð er! Ég slt helma hjá sambýlismannl mínum veikum, en h’úkra ekki neinum, og hef ekki með- aumkun með neinum nema sjáifum mér. 75 Ef segia má, að farsóttin hafi magnað hverfulleikakennd Halldórs, er hún jafnframt eins konar stað- festing hins drungalega lífsviðhorfs hans um þetta leyti. Aðför dauðans er í samræmi við dapurleik hans: Liklega er lífið sannast þegar vonleysið og ömurleikur dauðans á yfirráðin; þessir sorgardagar eru mér fró. Þegar lifið hef- ur tekið írá manni hverja einustu blekk- ingu þá getur maður hlegið svo að ískrt I tönnunum. 75 áfr. f Enn ein ytri orsök átti sinn þátt í því að beina hugsunum haas að dauða og tortímingu: Köt' ugosið mikla haustið 1918, skömn.u áður en spánska veikin byrjaði að geisa í alvöru í Reykjavík. Eldgos og drepsótt — það voru stórmerki, er brugðu upp geigvænlegri táknmynd af hinni tvisýnu stöðu mannsins. Laxness lýsir líka náttúruhamförun- um af eldlegum móði, sem minnt getur á spámenn gamla testamentis- ins: Um þessar mundir runnu upp hinlr ægl- legustu dagar, dagar feiknstafa. Þvi föð- urland vort, Island hið heilaga, slær þjóð sína felknstöfum. Vér, islenzklr menn, er- um agaðir o£ aldir upp undir hönd frum- mátta, Jehóvaraddir hafa ámint oss og léttúðin tók okkur aldrei takl; sá mað- ur er Islenzkur, sem er öðrum ríkari af alvöru. Nú fékk smáborgaraskapurinn sæti á óæðra bekk um hríð. Jarðeldar brutust lausir. Sjálf jörðln var ekki lengur trygg, hún, er vér sækjum til stöðugleik vorn. Var að furða þótt óttl byggl i öllum þelm augum er spyrjandl störðu á gló- andi eldbólstrana á austurhimninum ? Drottinn mun koma í eldi! segja spádóm- arnir. — Hið fyrsta er mér kom í ^jiug var dómsdagur. 42 áfr. Við þetta tengir skáldið ýmsar hugleiðingar um eldinn sem upp- runa lífsins, hægfara kólnun sólar- innar o.fl. Þessar hugsanir urðu síð- ar uppistaðan í 45. kafla Vefarans mikla; bæði að anda og orðalagi minnir þessi stutti pistill um fall- vallLikann mjög á Rau!8a kverið, En út frá þessum hugrenningum ber hann á ný að sinni eigin stöðu: Hvi er ég nú svlftur hlnni riku lifsvon, sem fram undir þetta hefur gert hina ungu sál mína svo styrka og djarfa? Hví má ég ekkl elga elnhverja trú svo ég; getl sætt mig viö tilveruna, elnhverja grillu, blekkingu, til að lifa fyrir, eins og aðrlr menn. Nú á ég hvergi griðastað og þvl getur ekkert orðið mér fast i hendi fram- ar. Ekkert getur huggað þann sem hefur uppgötvað sannleikann um dauðann og tortímlnguna. 46 L AWOIí EMÍÍWN 5

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.