Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 14

Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 14
seml. Reglugerð skólans var mjög ýtar- leg og ströng, hvað tilhögun námsins snerti, og átti hað ekki sem bezt við mig. Meðal annars var ég mótfallinn skyldu- náminu í náttúrufræði, hefði helzt kosið að geta gefið mig að þjóðfélagsfræðum einvörðungu. Náttúruíræði var mér ekki hugstæð, enda lagði ég mig ekki fram i þeim greinum og fékk lélegan vitnisburð í flestum þeirra. Þó hafði ég ekki aðra eins óbeit á neinu og skylduteikningu eftir fyrirmyndum, sem mér fannst íárán- leg. Ég var vanur að draga upp það al- einfaldasta, er hugsazt gat, ijúka þvi í skyndi og hraða mér út. Einn kennaranna í kínverskum, fræðum, sem nemendurnir uppnefndu Júan síð- skeggja, skopaðist að ritgerðum mínum og kallaði þær blaðamennsku. Hann hædd- ist að Ljang Si-sjaó, fyrirmynd minni til þessa, og taldi hann aðeins háifskrifandi. Ég neyddist til að breyta stíl mínum, og kynnti mér rit Han Jús og náðl fullu valdl á kiassíska orðfærinu. Júan síð- skeggja er þess vegna svo fyrir að þakka, að enn í dag get ég skrlfað sæmilega rit- gerð í klassískum stíl, ef með þarf. En sá kennaranna, sem ég hafði mest dálæti á, var Jang Sjen-sji, er menntazt hafði í Englandi og ég varð síðar ná- tengdur. Jang kenndi siðfræðl og var hugsæismaður og valmenni. Hann trúði afdráttarlaust á siðfræði sína og reyndi að innræta nemendum sinum löngun til að verða réttlátir, siðavandir og þjóðnýt- ir menn. Fyrir orð hans las ég bók nokkra um siðfræði, sem Tse Júan-pei hafði þýtt, og varð svo hugfanginn af henni, að ég skrifaði ritgerð, er ég kall- aði Andlegt atgcrfi. Ég var þá hugsæis- maður og Jang Sjen-sjí bar mikið lof á ritgerðina út frá hugsæissjónarmiðl sínu og gaf mér alhæstu einkunn fyrir hana. Gömul eintök af Mín Paó, Þjóðblaðinu, voru mér gefln af einum kennaranna, Tang að naíni. Af þvi kynntist ég fyrst starfsemi og stefnumiðum Tung Meng Húíl. Dag nokkurn ias ég í Mín Paó um tvo stúdenta, sem voru á göngu þvert yfir Kína og komnir til Tatsíniú í útjaðrl Tíbet. Mér fannst mikið til um ferðir þeirra og langaðl til að fara að dæml Þeirra, en ég var félaus og leit líka svo á, að ég ætti að fara um Húnan, áður en ég héldi lengra. Næsta sumar lagði ég upp fótgangandi um fylkið og komst yfir fimm sýslur. Með 1) Tung Meng Húí var byltingarsinnað leynifélag, stofnað af Sún Jat-sen og fyr- irrennari Kúó-mín-tang. Fiestir meðlim- anna voru útlagar í Japan, þar sem þeir héldu uppi iátlausum áróðri gegn Ljang SJi-sjaó og Kang Jú-vei, leiðtoga þess ílokks manna, er vildl endurreist en frjálslynt keisaradæmi. mér var skólabróðlr minn, Hsjaó Jö. Um þessar fimm sýsiur fórum við án þess að eyða einum eyri. Bændurnir gáfu okkur að borða og sáu okkur fyrir rúmfletl. Okkur var alls staðar vel og vingjarnlega tekið. Þessi náungi, Hsjaó Jö, ferðaíéiagi minn, fékk síðar stöðu í stjórnarskrif- stofu í Nanking fyrir atbeina Jí Pei-sjís, sem þá var rektor Menntaskólans í Hún- an. Jí Pei-sjí varð seinna háttsettur em- bættismaður í Nanking og fékk Hsjaó Jö skipaðan safnvörð Hallarsaínsins í Pek- ing, en Hsjaó seldi ýmsa verðmætustu dýrgrlpi safnsins og stakk af með sjóðinn 1934. Þar eð mér fannst ég búa yfir hug- myndum, er ég þyrfti að koma á íram- færi og langaðl til að eignast nokkra nána félaga, setti ég auglýsingu í eitt blað- anna í Sjangsja og bað unga menn með hug á þjóðnýtri starfsemi, að setja sig l samband við mig. Ég óskaði eftir harð- gerðum og einbeittum ungum mönnum, reiðubúnum að leggja velferð sína í söl- urnar fyrir land sitt, ef nauðsyn krefði. Við auglýsingunni fékk ég þrjú og hálít svar. Eitt var frá Ljú Sjang-lung, sem síðar gekk i kommúnlstaflokkinn, en sveik hann að lokum. Hin svörin tvö voru frá ungum mönnum, sem urðu forhert- ir gagnbyltingarmenn. ..Hálfa" svarið kom frá pilti, sem hét Lí Li-sanl, og varðist að láta skoðanir sinar uppi, en hlýddi á ailt það, er fyrir mér vaktl, en fór svo án þess að segja álit sit á því eða að koma með gagntillögur, og vinátta tókst aldrei með okkur. En með tímanum tókst mér að ná sam- an hópi námsmanna, sem varð kjarninn að félagsskap2, er siðar meir hafðl við- tæk áhrif á málefni og örlög Kína. Það var alvörugefinn, lítill hópur ungmenna, sem engan tíma höfðu til að skrafræða smámuni. Allt, sem þeir gerðu eða sögðu varð að hafa tllgang. Ástir og kvennamál létu þeir sig engu skipta. Tímarnir voru viðsjárverðir og nauðsynin á auklnnl þekkingu of brýn, til að þeir gætu sóað æsku slnni í ástir og einkamái. Ég hafði engin afskipti af stúlkum. Foreldrar mín- ir giftu mig reyndar fjórtán ára gamlan tvitugri stúlku, en við höfum ekki búið saman, — gerðum það aldrei. Ég leit ekki á hana sem konu mina og var lítið um- hugað um hana. Auk kvenlegs yndis- þokka, sem oftast er snar þáttur í lífi ungra manna, vísuðum við félagarnir á bug öllum umræðum um hversdagslega hluti. Ég man, að ég kom eitt sinn á heimili pilts, er íór að tala við mig um 1) Li Lí-san varð síðar höfundur hinnar nafnkunnu ,,Lí Lí-san-stefnu“, er Maó barðist sem eindregnasj^gegn. Maó seglr síðar frá baráttu sinnl við Lí Lí-san. 2) Húsín Min Hsö Húi-félagsskapurinn. að kaupa kjöt í mat og kallaöi á þjón slnn, meðan ég stóð við og ræddi málið við hann og sagði honum að kaupa kjöt- stykki. Mér gramdist þetta og talaði ekki aftur við náungann. Vinir minlr og ég vildum helzt ræða mikilvæg málefni, um eðli mannsins, um þjóðfélagið, Kina, um heiminn og himingeiminn. Við lögðum llka stund á likamsrækt. 1 vetrarleyfunum lögðum við land und- ir fót og gengum yfir akrana, á fjöli, meðfram bæjarmúrnum og yfir ár og lækl. Þegar rigndl fórum við úr skyrt- unni og kölluðum það regnbað. 1 sterku sólskini gengum við líka skyrtulausir og kölluðum það sólbað. í vorvlndunum köll- uðum við þetta nýja iþrótt, vindbað. Vlð sváfum undir ‘berum himni, eftir að næt- urfrost hófust, og syntum í köldum án- um. þegar komið var fram í nóvember. Ef tll vill hefur þessi þjálfun stælt mig svo, að ég þoldi, eins og mér var lífs- nauðsyn, margar ferðir fram og aftur um Suður-Kína og Löngu hergönguna frá Kíangsí til Norðvestur-Kína. Ég hóf víðtæk bréfaskiptl við marga námsmenn og vini í mörgum bæjum og borgum. Smám saman fór mér að skilj- ast þörfin fyrir þéttriðnari félagssamtök. 1917 stofnuðum við Hsin Min Hsö Húi, Námsfélag nýrrar þjóðar. Það taldi milli sjötíu og áttatíu meðlimi og urðu nöfn margra þeirra víðkunn i Kommúnista- flokki Kína og Þjóðbyltingunni. Meðal þekktra kommúnista e? gengu í Hsin Min Hsö Húl má nefna Ló Man, nú ritara skipulagsnefndar flokksins; Hsia Hsi, nú með 2. Rauöa vígstöðvahernum; Hó Hsjin-han, síðar forseti bæstaréttar Mið- ráðstjórnarsvæðisins, var liflátinn af Sjangkajsjek; Kúó Ljang, frægan braut- ryðjanda verkalýðssamtakanna, dreplnn af Hó Sjín hershöfðingja árið 1930; Hsjaó SJú-sjeng, rithöfund, nú I Ráðstjórnar- ríkjunum; Tsaj Hó-sjeng, sem áttl sætl í miðstjórn Kommúnlstaflokksins, drep- inn af Sjangkajsjek 1927; Je Lí-jún, sem varð lika meðlimur miðstjórnarinnar, en sveik flokkinn og gekk Kúó-mín-tang á hönd og hefur unnið að skipulagningu verkalýðsfélaga atvinnurekenda; og Sjaó Sjen, áhrifamikinn verkalýðsleiðtoga, einn þeirra manna, sem undirrituðu álitsgerð- ina að stofnun Kommúnistaflokkslns, en lézt ekki ails fyrir löngu á sjúkrabeði. Melri hluti félaganna i Hsin Min Hsö Húi voru teknir af lífi i gagnbyltlngunni árið 1927. Annar félagsskapur, myndaður um líkt leytl með svipuðum markmiðum og Hsin Min Hsö Húí, var Velferðarfélagið í Húpel. Margir meðlimanna urðu komm- únistar, meðal þeirra Ven Te-sjeng, for- maður þess, sem var liflátlnn 1 gagnbylt- ingunni af Sjangkajsjek, og Lin Pjaó, núverandi forseti herskóla Rauöa hers- 14 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.