Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 16

Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 16
Á verkfallsverði Frnmlialíl af lils. 3. víglínuna. — Jónas E. Svafár hefur fund- ið lambhryggsbita sem dottið hafðl af einhverjum flutningabílnum. Hann stelk- ir kjötið á steinaldarvísu og lætur vel af innl heiiögu kvöldmáltíð. Strákarnir kasta sprekum á eldinn, kalsast og hlæja; löng stund liður án þess nokkuð beri til tíðinda. Sumir eru farnir inn i skúrinn. Menn ræða um verkfallsbrot. — Harð- leikið að til skuli vera bilstjórar sem leggja atvinnurekendum lið í baráttunni gegn verkamönnum, segir einn. — Og enn ver.a að til skuli vera verkamenn sem svikja sina eigin félaga, pegar mest á ríður, og uppskera siðan ávextina af baráttu þeirra, segir annar. — Heiðarleg- ir verkamenn ættu að neita að vinna með slikum villingum, segir sá priðji. — Eg ias um það fyrir skömmu, að verkamenn á fjölmennum vinnustað í Bretlandi hefðu tekið sig saman um að tala ekki í heilt ár við verkfallsbrjót, sem vann með þeim. Og sá var víst ekki rishár eftir árið. Satt og logið sitt er hvað. — Hvellt ílaut gellur við í nætur- kyrrðlnnl; Það er bíll að koma að austan. Þetta er fólksbifreið. Hún fær að fara í gegn þegar búið er að skoða á hennl skottið. En náttuglum þessum er ekkert kappsmál að komast í bæinn. Einn föru- manna kemur út og fer að segja trölla- sögur af miklum bensínleiðangri bílstjóra á einni af biíreiðastöðvunum: Klukkan átta í gærkvöldi höfðu bilstjórarnir far- ið með mikinn liðsafnað i fimmtán fólks- bílum, tveimur langferðabílum og elnum vörubil til bensinkaupa einhvers staðar utan bæjar; sögumaður þóttist hafa áreið- anlegar helmildir fyrir því, að bílstjór- arnir ætluðu að hafa bann verkfalismanna að engu og flytja bensinið til borgarinn- ar meö ofbeldi — en hvort þeir færu hér um eða Vesturlandsveg eða kannski Krísuvíkurleiðina, vissi hann ekki. — Nokkur glímuskjálfti fór um suma, aðrir hlýddu á sögumann með tortryggni í svipnum: sennilegast að hann væri út- sendur til að sundra liði verkfallsvarða eða njósna um liðstyrk þeirra og við- búnað, bezt að trúa honum varlega og forðast allt fum. Jeppi kemur brunandi neðan að og nemur staðar úti á vegarbrún: Það eru okkar menn. Þeir eru þrir saman í eft- irlitsferð. Fyrirliðinn er ungur hafnar- verkamaður, ákveðlnn og æðrulaus á svifc, einn þelrra er bezt skilja hvað i húfi er: að velferð tug-þúsunda alþýðu- heimila er undir því komin að verka- menn slgri i þessu verkfalli; og er stoltur af stétt sinni. Hann kemur inn í skúr- inn, spyr tiðinda og segir fréttir; menn skrafa vitt og breitt, en sem minnst um óþarfa hluti. — Við skulum ekki taka þessar lausafregnir um lelðangurlnn of hátíðlega, en vera við öllu búnir og hvika hvergi, segir fyrlrllðinn. Hvar er öll kvenþjóðin? Ég slæst i för með eftirlitsmönnum þegar þeir fara. Eldiviðurinn er genginn tll þurrðar og fölskva slær á glóðina. Mennirnir standa í myrkri á veginum. — Við ökum niður á Vesturlandsveg. Þar stcndur gamall strætisvagn sem verðlrn- ir hafast við í; inni hjá þeim logar ljós; borð er á miðju gólfi, og mennirnir sitja á bekkjum umhverfis það; þeir eru bún- ir að fá blöð morgundagsins og eru að lesa; utan úr myrkrinu er þetta að sjá eins og fátækleg verbúð á landlegudegl. Skömmu á eftir okkur rennir annar bíll í hlað. Hann er að koma með nýliða til að leysa þá af hólmi sem lengst háfa staðið. X hópi hinna nýkomnu er Þóra Elfa litla. — Hvað sé ég — er hér komlnn kven- maður? segir einn þeirra sem fyrir eru undrandi og glaðlega. Og það var rétt- mæt undrun: hvar er öll kvenþjóðin? Hefur hún fyrir engu að berjast ,ef ljóð- mærin okkar er undanskilin? Morgun- blaðið státar af því að austfirzkar konur hóti verkfallsbrotum. Stúlkur sunnan lands mættu bjarga heiðrl ins íagra kyns með því að íjölmenna í verkfallsvarð- liðið. Dagsbrún. Þegar fyrirllðinn okkar hefur rabbað vlð verðina um stund höidum við förlnni áiram og nemum ekkí staðar fyrí en niðri á Hverflsgötu 21. Götur borgarinn- ar eru auðar nema hvað einn og einn síðförull svallari gengur með húsum heldvir reikull í spori. En niðri á varð- stofunni er enn margt manna, sumir að koma utan úr myrkrinu, aðrir á leið út. Við gæðum okkur á rjúkandi kaffi og kleinum, lítum í blöðin. Þau skýra öll frá þvi, að íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn hafi í gær fellt tlllögu um að hefja samn- ingaviðræður við verkfallsmenn. Morgun- blaðið flytur þar að auki stutt námskeið í verkfallsbrotum. Það hirðir aldrel um að halda alira-stétta-grímunni, þegar í odda skerst með alþýðu og eigendum þess. Nóttin er llðin: fremur vlðburðalítii verkfallsnótt, en eigl þýðlngarminni en hinar sem melrl sögur fara af. Og kann- ski bar einmitt vlðburðaieysið ljósast vitni um styrlc verkfallsmanna og samúð þá sem barátta þeirra nýtur meðal allra réttsýnna manna. 1 austri roðar af dagsbrún. Einhver vondur stal ... Framli. a-f 12. suhi. Tveir gæar, skammt frá honum, fara ai5 raula slagara: ..Einhver vondur stal giítingarbjöllunnl. Einhver vondur stal giftingarbjöllunni. Einhver vondur stal giftingarbjöllunnl. Nú getur enginn glft sig. Hver á nú ding-dong? Hver á bjölluna? Hver á nú ding-dong? Hver á bjölluna? Einhver veit, en enginn segir frá, því að einhver vondur stal giftingarbjöllunni.1' Hrappur rís úr sæti og gengur til dyranna. Það var mér að kenna, hugsar hann. Það var mér að kenna, hvern- ig fór. Gæarnir eru ennþá að syngja: ,,Við höfum ilman rósa og brúðkaupsgistlhús. Ó, hve ég þrál glftingarbjölluna." Hrappur grípur fastar um trefil- inn. Að baki sér heyrir hann hlátur lítillar stúlku með stóra eyrnalokka. „Stefnir — I rétta átt44 ? Framh. af 5. síðu. fyrir hversdagsleikann,“ svo sem allir vita. « Inni í ritinu er endurprentun úr Vídalínspostillu, og hefðu þessi orð meistara Jóns fremur átt að standa framan á Stefni: „Ég veit, að einn asni, verður þó aldrei hestur, þó menn setji gullsöðul á hann, og svo verður einn dári aldrei vís, hvernig sem hann málar sig utan.“ Pappír er góður, og prentararnir hafa leyst verk sitt vel af höndum. G.H.P. 16 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.